Frekari rýmingar á Seyðisfirði og áfram enginn skóli í Neskaupstað Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2023 14:10 Mikið hefur snjóað á Austfjörðum síðustu daga. Myndin er tekin á Seyðisfirði í gær. Vísir/Sigurjón Veðurstofan hefur ákveðið að rýma skuli að nýju hús á reit 14 á Seyðisfirði í varúðarskyni frá klukkan 21 í kvöld. Von er á mikilli snjókomu. Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Fjöldi snjóflóða féll á Austurlandi á mánudag, meðal annars í Neskaupstað, Seyðisfirði, Reyðarfirði og í Mjóafirði. Þá féll lítið snjóflóð úr Skágili í Neskaupstað um hálf eitt í dag, að því er fram kemur í frétt RÚV. Þar segir að flóðið hafi fallið að horninu á ysta varnargarðinum í bænum en ekki náð að garðinum og ekki valdið tjóni. Húsin á Seyðisfirði við bætast nú við fyrri rýmingar eru: Gilsbakki 1 Hamrabakki 8 -12 Fulltrúar aðgerðastjórnar munu fara milli húsa frá klukkan 20 og 21 og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa. Rýmingarsvæði á Seyðisfirði. Reitur 14 er innst í bænum, vestan Fjarðarár.Veðurstofan Áður hefur verið greint frá því að fyrri rýmingar á Eskifirði, í Neskaupstað og Seyðisfirði séu enn í gildi: Á Eskifirði er reitur 4 rýmdur, sem eru öll hús ofan Dalbrautar. Í Neskaupstað eru það reitir 4 - 5 - 6 – 16 – 17 og 20. (Sjá hlekk á vef Veðurstofu) Á Seyðisfirði eru það reitir 4 – 5 – 6 – 7 – 16 – 17 og 18. Við það bætist þá reitur 14 í kvöld. Ekkert skólahald í Neskaupstað út vikuna Í tilkynningu frá sveitarfélaginu Fjarðabyggð segir að í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi séu í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu og rýminga hafi verið ákveðið að ekkert skólahald verði í Nesskóla, leikskólanum Eyrarvöllum og Tónskóla Neskaupstaðar, fimmtudaginn 30. mars og föstudaginn 31. mars. Sama eigi við um Verkmenntaskóla Austurlands en þar verði ekki skólahald þessa daga. „Einnig mun ekkert skólahald verða í leikskólanum Dalborg á Eskifirði á meðan rýmningu varir á svæði 4 á Eskifirði. Snillingadeild leikskólans sem staðsett er í Eskifjarðaskóla mun verða opinn. Stefnt er að því að skólahald í öðrum skólastofnunum Fjarðabyggðar verði með óbreyttum hætti, en foreldrar eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum sem munu verða sendar út í fyrramálið ef breytingar verða á því,“ segir í tilkynningunni. Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Fjarðabyggð Múlaþing Skóla - og menntamál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Fjöldi snjóflóða féll á Austurlandi á mánudag, meðal annars í Neskaupstað, Seyðisfirði, Reyðarfirði og í Mjóafirði. Þá féll lítið snjóflóð úr Skágili í Neskaupstað um hálf eitt í dag, að því er fram kemur í frétt RÚV. Þar segir að flóðið hafi fallið að horninu á ysta varnargarðinum í bænum en ekki náð að garðinum og ekki valdið tjóni. Húsin á Seyðisfirði við bætast nú við fyrri rýmingar eru: Gilsbakki 1 Hamrabakki 8 -12 Fulltrúar aðgerðastjórnar munu fara milli húsa frá klukkan 20 og 21 og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa. Rýmingarsvæði á Seyðisfirði. Reitur 14 er innst í bænum, vestan Fjarðarár.Veðurstofan Áður hefur verið greint frá því að fyrri rýmingar á Eskifirði, í Neskaupstað og Seyðisfirði séu enn í gildi: Á Eskifirði er reitur 4 rýmdur, sem eru öll hús ofan Dalbrautar. Í Neskaupstað eru það reitir 4 - 5 - 6 – 16 – 17 og 20. (Sjá hlekk á vef Veðurstofu) Á Seyðisfirði eru það reitir 4 – 5 – 6 – 7 – 16 – 17 og 18. Við það bætist þá reitur 14 í kvöld. Ekkert skólahald í Neskaupstað út vikuna Í tilkynningu frá sveitarfélaginu Fjarðabyggð segir að í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi séu í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu og rýminga hafi verið ákveðið að ekkert skólahald verði í Nesskóla, leikskólanum Eyrarvöllum og Tónskóla Neskaupstaðar, fimmtudaginn 30. mars og föstudaginn 31. mars. Sama eigi við um Verkmenntaskóla Austurlands en þar verði ekki skólahald þessa daga. „Einnig mun ekkert skólahald verða í leikskólanum Dalborg á Eskifirði á meðan rýmningu varir á svæði 4 á Eskifirði. Snillingadeild leikskólans sem staðsett er í Eskifjarðaskóla mun verða opinn. Stefnt er að því að skólahald í öðrum skólastofnunum Fjarðabyggðar verði með óbreyttum hætti, en foreldrar eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum sem munu verða sendar út í fyrramálið ef breytingar verða á því,“ segir í tilkynningunni.
Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Fjarðabyggð Múlaþing Skóla - og menntamál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira