Ekki útlit fyrir að rýmingum verði aflétt næstu daga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. mars 2023 12:07 Víðir Reynisson hvetur fólk til að fylgjast vel með upplýsingum frá almannavörnum. vísir/vilhelm Ekki er útlit fyrir að rýmingum verði aflétt á næstunni en rýmingar í Neskaupstað, Seyðisfirði og á Eskifirði eru enn í gildi. Mikil snjóflóðahætta er enn á svæðinu og því útlit fyrir að rýmingar haldi næstu daga. Níu gistu í fjöldahjálparstöðinni í Neskaupstað í nótt. „Staðan er þannig að það er enn mikil snjóflóðahætta á Austurlandi. Sérstaklega í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði þannig rýmingum verður að mestu leyti haldið óbreytt áfram. Það verður endurmetið aftur reglulega en það er þó ekkert í kortunum sem við sjáum annað en að þetta verði svona jafnvel næstu daga því annað kvöld kemur aftur inn vont veður með meiri snjókomu þannig það er því miður staðan núna,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Að neðan má sjá myndir af björgunaraðgerðum í Neskaupstað í gær. Eina svæðið þar sem rýmingu hefur verið aflétt er svæði átján í Neskaupstað. „En það er eini staðurinn sem er talið óhætt að fara í afléttingu á rýmingu en aðrir staðir á Seyðisfirði, Neskaupstað og Eskifirði verða áfram í rýmingu eins og var sett á í gær.“ Í fréttinni hér að neðan er nánar tilgreint hvaða hús tilheyra svæðinu: Óþægilegt að komast ekki heim í einhverja daga Víðir hvetur fólk til að fylgjast vel með upplýsingum frá almannavörnum. Staðan sé reglulega endurmetin. „Þetta er örugglega mjög óþægilegt að þurfa að yfirgefa heimili sitt og geta ekki farið þangað aftur í jafnvel einhverja daga. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir alla.“ Níu gistu í fjöldahjálparstöðinni í Neskaupstað í nótt, en alls hafa 429 leitað þangað eftir að hún var opnuð. Fjöldahjálparstöðinni á Seyðisfirði var lokað í gærkvöld eftir að allir voru farnir. Enginn gisti þar í nótt en alls komu sextíu þangað í gær. Þá leituðu 75 í fjöldahjálparstöðina á Eskifirði. Reyna að flytja birgðir milli svæða Ummerki eru um að fleiri snjóflóð hafi fallið fyrir ofan Neskaupstað en þau sem staðfest voru í gær. Þetta segja sérfræðingar Veðurstofunnar en snjóathugunarmenn skoða nú aðstæður fyrir austan Víðir segir að snjómokstursmenn reyni nú að ryðja sér frá Egilsstöðum og yfir Fagradal til að koma birgðum á milli svæða áður en slæmt veður skellur á. Einnig sé unnið að því að ryðja veginn frá Eskifirði og í Neskaupstað, en slíkt getur tekið fjóra til fimm klukkutíma. „En þetta er snúið því það er enn mikil snjóflóðahætta og það er á nokkrum stöðum á þjóðveginum snjóflóðahætta þannig það er ekki víst að opnað verði fyrir almenna umferð um þetta svæði í dag.“ Varðskipið Þór kom til Eskifjarðar í nótt.Hreggviður Sigurþórsson Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Staðan er þannig að það er enn mikil snjóflóðahætta á Austurlandi. Sérstaklega í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði þannig rýmingum verður að mestu leyti haldið óbreytt áfram. Það verður endurmetið aftur reglulega en það er þó ekkert í kortunum sem við sjáum annað en að þetta verði svona jafnvel næstu daga því annað kvöld kemur aftur inn vont veður með meiri snjókomu þannig það er því miður staðan núna,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Að neðan má sjá myndir af björgunaraðgerðum í Neskaupstað í gær. Eina svæðið þar sem rýmingu hefur verið aflétt er svæði átján í Neskaupstað. „En það er eini staðurinn sem er talið óhætt að fara í afléttingu á rýmingu en aðrir staðir á Seyðisfirði, Neskaupstað og Eskifirði verða áfram í rýmingu eins og var sett á í gær.“ Í fréttinni hér að neðan er nánar tilgreint hvaða hús tilheyra svæðinu: Óþægilegt að komast ekki heim í einhverja daga Víðir hvetur fólk til að fylgjast vel með upplýsingum frá almannavörnum. Staðan sé reglulega endurmetin. „Þetta er örugglega mjög óþægilegt að þurfa að yfirgefa heimili sitt og geta ekki farið þangað aftur í jafnvel einhverja daga. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir alla.“ Níu gistu í fjöldahjálparstöðinni í Neskaupstað í nótt, en alls hafa 429 leitað þangað eftir að hún var opnuð. Fjöldahjálparstöðinni á Seyðisfirði var lokað í gærkvöld eftir að allir voru farnir. Enginn gisti þar í nótt en alls komu sextíu þangað í gær. Þá leituðu 75 í fjöldahjálparstöðina á Eskifirði. Reyna að flytja birgðir milli svæða Ummerki eru um að fleiri snjóflóð hafi fallið fyrir ofan Neskaupstað en þau sem staðfest voru í gær. Þetta segja sérfræðingar Veðurstofunnar en snjóathugunarmenn skoða nú aðstæður fyrir austan Víðir segir að snjómokstursmenn reyni nú að ryðja sér frá Egilsstöðum og yfir Fagradal til að koma birgðum á milli svæða áður en slæmt veður skellur á. Einnig sé unnið að því að ryðja veginn frá Eskifirði og í Neskaupstað, en slíkt getur tekið fjóra til fimm klukkutíma. „En þetta er snúið því það er enn mikil snjóflóðahætta og það er á nokkrum stöðum á þjóðveginum snjóflóðahætta þannig það er ekki víst að opnað verði fyrir almenna umferð um þetta svæði í dag.“ Varðskipið Þór kom til Eskifjarðar í nótt.Hreggviður Sigurþórsson
Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira