Ekki útlit fyrir að rýmingum verði aflétt næstu daga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. mars 2023 12:07 Víðir Reynisson hvetur fólk til að fylgjast vel með upplýsingum frá almannavörnum. vísir/vilhelm Ekki er útlit fyrir að rýmingum verði aflétt á næstunni en rýmingar í Neskaupstað, Seyðisfirði og á Eskifirði eru enn í gildi. Mikil snjóflóðahætta er enn á svæðinu og því útlit fyrir að rýmingar haldi næstu daga. Níu gistu í fjöldahjálparstöðinni í Neskaupstað í nótt. „Staðan er þannig að það er enn mikil snjóflóðahætta á Austurlandi. Sérstaklega í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði þannig rýmingum verður að mestu leyti haldið óbreytt áfram. Það verður endurmetið aftur reglulega en það er þó ekkert í kortunum sem við sjáum annað en að þetta verði svona jafnvel næstu daga því annað kvöld kemur aftur inn vont veður með meiri snjókomu þannig það er því miður staðan núna,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Að neðan má sjá myndir af björgunaraðgerðum í Neskaupstað í gær. Eina svæðið þar sem rýmingu hefur verið aflétt er svæði átján í Neskaupstað. „En það er eini staðurinn sem er talið óhætt að fara í afléttingu á rýmingu en aðrir staðir á Seyðisfirði, Neskaupstað og Eskifirði verða áfram í rýmingu eins og var sett á í gær.“ Í fréttinni hér að neðan er nánar tilgreint hvaða hús tilheyra svæðinu: Óþægilegt að komast ekki heim í einhverja daga Víðir hvetur fólk til að fylgjast vel með upplýsingum frá almannavörnum. Staðan sé reglulega endurmetin. „Þetta er örugglega mjög óþægilegt að þurfa að yfirgefa heimili sitt og geta ekki farið þangað aftur í jafnvel einhverja daga. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir alla.“ Níu gistu í fjöldahjálparstöðinni í Neskaupstað í nótt, en alls hafa 429 leitað þangað eftir að hún var opnuð. Fjöldahjálparstöðinni á Seyðisfirði var lokað í gærkvöld eftir að allir voru farnir. Enginn gisti þar í nótt en alls komu sextíu þangað í gær. Þá leituðu 75 í fjöldahjálparstöðina á Eskifirði. Reyna að flytja birgðir milli svæða Ummerki eru um að fleiri snjóflóð hafi fallið fyrir ofan Neskaupstað en þau sem staðfest voru í gær. Þetta segja sérfræðingar Veðurstofunnar en snjóathugunarmenn skoða nú aðstæður fyrir austan Víðir segir að snjómokstursmenn reyni nú að ryðja sér frá Egilsstöðum og yfir Fagradal til að koma birgðum á milli svæða áður en slæmt veður skellur á. Einnig sé unnið að því að ryðja veginn frá Eskifirði og í Neskaupstað, en slíkt getur tekið fjóra til fimm klukkutíma. „En þetta er snúið því það er enn mikil snjóflóðahætta og það er á nokkrum stöðum á þjóðveginum snjóflóðahætta þannig það er ekki víst að opnað verði fyrir almenna umferð um þetta svæði í dag.“ Varðskipið Þór kom til Eskifjarðar í nótt.Hreggviður Sigurþórsson Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
„Staðan er þannig að það er enn mikil snjóflóðahætta á Austurlandi. Sérstaklega í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði þannig rýmingum verður að mestu leyti haldið óbreytt áfram. Það verður endurmetið aftur reglulega en það er þó ekkert í kortunum sem við sjáum annað en að þetta verði svona jafnvel næstu daga því annað kvöld kemur aftur inn vont veður með meiri snjókomu þannig það er því miður staðan núna,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Að neðan má sjá myndir af björgunaraðgerðum í Neskaupstað í gær. Eina svæðið þar sem rýmingu hefur verið aflétt er svæði átján í Neskaupstað. „En það er eini staðurinn sem er talið óhætt að fara í afléttingu á rýmingu en aðrir staðir á Seyðisfirði, Neskaupstað og Eskifirði verða áfram í rýmingu eins og var sett á í gær.“ Í fréttinni hér að neðan er nánar tilgreint hvaða hús tilheyra svæðinu: Óþægilegt að komast ekki heim í einhverja daga Víðir hvetur fólk til að fylgjast vel með upplýsingum frá almannavörnum. Staðan sé reglulega endurmetin. „Þetta er örugglega mjög óþægilegt að þurfa að yfirgefa heimili sitt og geta ekki farið þangað aftur í jafnvel einhverja daga. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir alla.“ Níu gistu í fjöldahjálparstöðinni í Neskaupstað í nótt, en alls hafa 429 leitað þangað eftir að hún var opnuð. Fjöldahjálparstöðinni á Seyðisfirði var lokað í gærkvöld eftir að allir voru farnir. Enginn gisti þar í nótt en alls komu sextíu þangað í gær. Þá leituðu 75 í fjöldahjálparstöðina á Eskifirði. Reyna að flytja birgðir milli svæða Ummerki eru um að fleiri snjóflóð hafi fallið fyrir ofan Neskaupstað en þau sem staðfest voru í gær. Þetta segja sérfræðingar Veðurstofunnar en snjóathugunarmenn skoða nú aðstæður fyrir austan Víðir segir að snjómokstursmenn reyni nú að ryðja sér frá Egilsstöðum og yfir Fagradal til að koma birgðum á milli svæða áður en slæmt veður skellur á. Einnig sé unnið að því að ryðja veginn frá Eskifirði og í Neskaupstað, en slíkt getur tekið fjóra til fimm klukkutíma. „En þetta er snúið því það er enn mikil snjóflóðahætta og það er á nokkrum stöðum á þjóðveginum snjóflóðahætta þannig það er ekki víst að opnað verði fyrir almenna umferð um þetta svæði í dag.“ Varðskipið Þór kom til Eskifjarðar í nótt.Hreggviður Sigurþórsson
Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira