Hailey biðlar til Selenu vegna morðhótana Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. mars 2023 13:02 Selena Gomez og Hailey Bieber hafa sig fullsaddar af drama síðustu vikna. Getty/Samsett Þegar allt virtist vera að róast í dramanu á milli Selenu Gomez og Hailey Bieber birti Selena alvarlega færslu á Instagram. Þar greinir hún frá því að Hailey hafi sett sig í samband við hana vegna morðhótana sem henni hafa borist vegna málsins. „Hailey Bieber hafði samband við mig og lét mig vita að henni hafi borist morðhótanir og önnur hatursfull skilaboð. Þetta er ekki það sem ég stend fyrir. Enginn ætti að þurfa sitja undir hatri eða einelti. Ég hef alltaf verið talsmaður góðmennsku og vil virkilega binda endi á þetta allt saman,“ skrifaði Selena á Instagram í dag. Þessi yfirlýsing kemur í kjölfar drama þeirra á milli, eða réttara sagt á milli aðdáenda þeirra, sem tekið hefur yfir samfélagsmiðla undanfarna mánuði. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og geta áhugasamir lesið þá umfjöllun hér fyrir neðan. Til að gera langa sögu stutta hefur þeim Hailey og Selenu verið stillt upp á móti hvor annarri í mörg ár. Hailey er eiginkona tónlistarmannsins Justins Bieber en hann var áður í sambandi með Selenu. Hailey er sökuð um að hafa stolið Justin af Selenu á sínum tíma. Undanfarnar vikur hafa netheimar logað eftir að Hailey og Kylie Jenner voru taldar hafa gert grín að augabrúnum Selenu Gomez. Í kjölfarið má segja að notendur TikTok hafi skipst í tvær fylkingar: lið Selenu og lið Hailey og er óhætt að fullyrða að lið Selenu sé talsvert stærra. Aðdáendur Selenu hafa keppst við að grafa upp gamalt myndefni af Hailey með það að markmiði að láta hana líta illa út. Nú hefur allt þetta drama hins vegar farið heilan hring og vilja einhverjir nú meina að atburðir síðustu vikna séu ekkert annað en neteinelti í garð Hailey. Hvorki Hailey né eiginmaður hennar Justin Bieber hafa þó tjáð sig nokkuð um málið. Færsla Selenu Gomez sem birtist á Instagram í dag.skjáskot Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sýnir eiginkonunni loksins stuðning á samfélagsmiðlum Tónlistarmaðurinn Justin Beiber hefur sætt gagnrýni fyrir það að sýna eiginkonu sinni Hailey Bieber engan opinberan stuðning í háværu samfélagsmiðladrama á milli Hailey og Selenu Gomez, fyrrverandi kærustu Justins - þar til nú. 15. mars 2023 12:30 Selenu Gomez og Hailey Bieber dramað sem setti TikTok á hliðina Netheimar hafa logað síðustu daga vegna drama á milli tónlistarkonunnar Selenu Gomez og fyrirsætunnar Hailey Bieber. Í mörg ár hefur þeim stöllum verið stillt upp á móti hvor annarri og er þetta nýja drama svo sannarlega bensín á þann eld. 9. mars 2023 14:53 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
„Hailey Bieber hafði samband við mig og lét mig vita að henni hafi borist morðhótanir og önnur hatursfull skilaboð. Þetta er ekki það sem ég stend fyrir. Enginn ætti að þurfa sitja undir hatri eða einelti. Ég hef alltaf verið talsmaður góðmennsku og vil virkilega binda endi á þetta allt saman,“ skrifaði Selena á Instagram í dag. Þessi yfirlýsing kemur í kjölfar drama þeirra á milli, eða réttara sagt á milli aðdáenda þeirra, sem tekið hefur yfir samfélagsmiðla undanfarna mánuði. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og geta áhugasamir lesið þá umfjöllun hér fyrir neðan. Til að gera langa sögu stutta hefur þeim Hailey og Selenu verið stillt upp á móti hvor annarri í mörg ár. Hailey er eiginkona tónlistarmannsins Justins Bieber en hann var áður í sambandi með Selenu. Hailey er sökuð um að hafa stolið Justin af Selenu á sínum tíma. Undanfarnar vikur hafa netheimar logað eftir að Hailey og Kylie Jenner voru taldar hafa gert grín að augabrúnum Selenu Gomez. Í kjölfarið má segja að notendur TikTok hafi skipst í tvær fylkingar: lið Selenu og lið Hailey og er óhætt að fullyrða að lið Selenu sé talsvert stærra. Aðdáendur Selenu hafa keppst við að grafa upp gamalt myndefni af Hailey með það að markmiði að láta hana líta illa út. Nú hefur allt þetta drama hins vegar farið heilan hring og vilja einhverjir nú meina að atburðir síðustu vikna séu ekkert annað en neteinelti í garð Hailey. Hvorki Hailey né eiginmaður hennar Justin Bieber hafa þó tjáð sig nokkuð um málið. Færsla Selenu Gomez sem birtist á Instagram í dag.skjáskot
Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sýnir eiginkonunni loksins stuðning á samfélagsmiðlum Tónlistarmaðurinn Justin Beiber hefur sætt gagnrýni fyrir það að sýna eiginkonu sinni Hailey Bieber engan opinberan stuðning í háværu samfélagsmiðladrama á milli Hailey og Selenu Gomez, fyrrverandi kærustu Justins - þar til nú. 15. mars 2023 12:30 Selenu Gomez og Hailey Bieber dramað sem setti TikTok á hliðina Netheimar hafa logað síðustu daga vegna drama á milli tónlistarkonunnar Selenu Gomez og fyrirsætunnar Hailey Bieber. Í mörg ár hefur þeim stöllum verið stillt upp á móti hvor annarri og er þetta nýja drama svo sannarlega bensín á þann eld. 9. mars 2023 14:53 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Sýnir eiginkonunni loksins stuðning á samfélagsmiðlum Tónlistarmaðurinn Justin Beiber hefur sætt gagnrýni fyrir það að sýna eiginkonu sinni Hailey Bieber engan opinberan stuðning í háværu samfélagsmiðladrama á milli Hailey og Selenu Gomez, fyrrverandi kærustu Justins - þar til nú. 15. mars 2023 12:30
Selenu Gomez og Hailey Bieber dramað sem setti TikTok á hliðina Netheimar hafa logað síðustu daga vegna drama á milli tónlistarkonunnar Selenu Gomez og fyrirsætunnar Hailey Bieber. Í mörg ár hefur þeim stöllum verið stillt upp á móti hvor annarri og er þetta nýja drama svo sannarlega bensín á þann eld. 9. mars 2023 14:53