Grindavík lagði deildarmeistaranna og Valur burstaði Fjölni Smári Jökull Jónsson skrifar 22. mars 2023 21:01 Amanda Okodugha átti góðan leik fyrir Grindavík í kvöld. Vísir/Vilhelm Grindavík vann góðan sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík þegar liðin mættust í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Þá vann Valur stóran sigur gegn Fjölni. Keflavík tryggði sér á dögunum deildarmeistaratitilinn í körfubolta en liðið var, fyrir leikinn í kvöld, í efsta sæti Subway-deildarinnar með fjögurra stiga forskot á Val þegar tvær umferðir voru eftir. Grindavík var hins vegar í hinu afar óeftirsóknarverða fimmta sæti án þess að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Karina Konstantinova skoraði tíu stig fyrir Keflavík í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Það var ekki mikið skorað í HS-Orku höllinni í kvöld. Jafnt var 15-15 eftir fyrsta leikhluta en heimakonur í Grindavík voru sterkari í öðrum leikhluta og leiddu 30-24 eftir fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik hélt Grindavík frumkvæðinu. Þær leiddu 47-36 fyrir fjórða leikhluta og gestirnir úr Keflavík líklega ekki skorað svona lítið í langan tíma. Þær bitu hins vegar aðeins frá sér í fjórða leikhluta. Þær minnkuðu muninn mest niður í þrjú stig en komust ekki lengra en það. Grindavík var sterkara undir lokin og tryggði sér 63-57 sigur. Elma Dautovic skoraði 13 stig fyrir Grindavík í kvöld auk þess að taka 13 fráköst og þá skoraði Amanda Okudugha 12 stig og tók 16 fráköst. Hjá Keflavík varn Daniella Wallen langatkvæðamest með 15 stig og 10 fráköst. Kiana Johnson var frábær hjá Val í kvöld eins og svo oft áður.Vísir/Bára Í Grafarvogi tóku Fjölniskonur á móti Val. Tímabil Fjölnis hefur verið erfitt en liðið hefur þó verið að spila vel að undanförnu eftir að Brittany Dinkins gekk til liðs við félagið. Í kvöld mætti Fjölnir hins vegar ofjarli sínum. Valskonur tóku frumkvæðið strax í byrjun og leiddu 51-31 í hálfleik. Í síðari hálfleik varð munurinn mest fjörtíu stig og Valskonur fögnuðu að lokum 102-71 sigri. Kiana Johnson og Simone Costa voru stigahæstur hjá Val með 23 stig en áðurnefnd Brittany Dinkins var stigahæst hjá Fjölni með 22 stig. Valur lyftir sér í annað sæti deildarinnar með sigrinum en Haukar geta náð því á nýjan leik með sigri á Njarðvík í kvöld. Subway-deild kvenna UMF Grindavík Keflavík ÍF Valur Fjölnir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Keflavík tryggði sér á dögunum deildarmeistaratitilinn í körfubolta en liðið var, fyrir leikinn í kvöld, í efsta sæti Subway-deildarinnar með fjögurra stiga forskot á Val þegar tvær umferðir voru eftir. Grindavík var hins vegar í hinu afar óeftirsóknarverða fimmta sæti án þess að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Karina Konstantinova skoraði tíu stig fyrir Keflavík í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Það var ekki mikið skorað í HS-Orku höllinni í kvöld. Jafnt var 15-15 eftir fyrsta leikhluta en heimakonur í Grindavík voru sterkari í öðrum leikhluta og leiddu 30-24 eftir fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik hélt Grindavík frumkvæðinu. Þær leiddu 47-36 fyrir fjórða leikhluta og gestirnir úr Keflavík líklega ekki skorað svona lítið í langan tíma. Þær bitu hins vegar aðeins frá sér í fjórða leikhluta. Þær minnkuðu muninn mest niður í þrjú stig en komust ekki lengra en það. Grindavík var sterkara undir lokin og tryggði sér 63-57 sigur. Elma Dautovic skoraði 13 stig fyrir Grindavík í kvöld auk þess að taka 13 fráköst og þá skoraði Amanda Okudugha 12 stig og tók 16 fráköst. Hjá Keflavík varn Daniella Wallen langatkvæðamest með 15 stig og 10 fráköst. Kiana Johnson var frábær hjá Val í kvöld eins og svo oft áður.Vísir/Bára Í Grafarvogi tóku Fjölniskonur á móti Val. Tímabil Fjölnis hefur verið erfitt en liðið hefur þó verið að spila vel að undanförnu eftir að Brittany Dinkins gekk til liðs við félagið. Í kvöld mætti Fjölnir hins vegar ofjarli sínum. Valskonur tóku frumkvæðið strax í byrjun og leiddu 51-31 í hálfleik. Í síðari hálfleik varð munurinn mest fjörtíu stig og Valskonur fögnuðu að lokum 102-71 sigri. Kiana Johnson og Simone Costa voru stigahæstur hjá Val með 23 stig en áðurnefnd Brittany Dinkins var stigahæst hjá Fjölni með 22 stig. Valur lyftir sér í annað sæti deildarinnar með sigrinum en Haukar geta náð því á nýjan leik með sigri á Njarðvík í kvöld.
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Keflavík ÍF Valur Fjölnir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum