Langvarandi verðbólga eykur líkur á kreppu Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2023 19:40 Ásgeir Jónsson segir Seðlabankann hiklaust hækka vexti enn frekar ef á þurfi að halda. Best væri ef áhrifaaðilar kæmu sér saman um aðgerðir til að ná verðbólgunni niður. Stöð 2/Arnar Þrálát verðbólga eykur hættu á kreppu að sögn seðlabankastjóra. Mikill hiti sé í hagkerfinu og nauðsynlegt að hægja meðal annars á fjárfestingum fyrirtækja. Vextir verði hækkaðir þar til verðbólga minnki. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína í tólfta sinn í röð í dag og það um heilt prósentustig. Vaxtahækkun eru eins og geislameðferð við krabbameini og hefur áhrif á allt samfélagið og þar með heimilin í landinu, þótt æxlið sjálft sé kannski gífurleg neysla á aðra milljón ferðamanna og gríðarlegar fjárfestingar og framkvæmdir fyrirtækja og hins opinbera. Meginvextirnir eru nú komnir í 7,5 prósent sem þýðir að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum meðbreytilegum vöxtum gætu farið í tæp tíu prósent á næstu vikum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vaxtahækkanir hafa kælt húsnæðismarkaðinn en útlán til fyrirtækja hafi hins vegar aukist mikið að undanförnu. Því þyrfti enn að hækka vextina til auka fjármagnskostnað. Seðlabankastjóri stöðu efnahagsmála almennt góða. Atvinnuleysi væri lítið og gott verð fyrir útflutningsafurðir. Hitinn í hagkerfinu sé hins vegar allt of mikill.Stöð 2/Arnar „Við þurfum að bregðast við. Getum ekki beðið eftir neinum öðrum til að koma inn. Við verðum bara að taka á þessu verkefni sem okkur er falið samkvæmt lögum,“ segir Ásgeir. Best væri ef aðilar vinnumarkaðarins og hið opinbera gætu ásamt Seðlabankanum myndað þjóðarsátt um að ná verðlagi niður. Von er á fjármálaáætlun frá stjórnvöldum á allra næstu dögum Þar er meðal annars þrýst á að lagður verði áhvalrekaskattur á fyrirtæki sem skilað hafa miklum hagnaði undanfarin misseri og í raun hagnast á efnahagsástandinu. „Við fögnum náttúrlega öllu aðhaldi hjá ríkissjóði. En við ætlum svo sem ekki endilega að gefa út komment um það hvernig farið er að við að ná því fram,“ segir Seðlabankastjóri. Hins vegar hefur Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra orðað þann möguleika og formaður Framsóknarflokksins sagt það koma til greina. Seðlabankastjóri segir að fyrirtæki ættu að halda að sér höndum í fjárfestingum og forgangsraða verkefnum. Fjármálastöðugleikanefnd hafi hækkað eiginfjárkröfu bankanna í síðustu viku til að hægja á útlánum til fyrirtækja og einnig skorað á bankana að sýna heimilunum sveigjanleika vegna aukinnar vaxtabyrði meðfyrirbyggjandi aðgerðum. Langvarandi ástand sem þetta gæti hins vegar leitt til samdráttar og kreppu. „Eftir því sem verðbólga er lengur viðvarandi þeim mun erfiðara er að ná henni niður. Það eykur kostnaðinn við að ná henni niður. Þess vegna höfum við líka ákveðið að stíga stór skref og leggja eiginlega í hálfgerða leiftursókn gegn verðbólgu eins og staðan er núna. Til þess að ná henni niður eins fljótt og hægt er,“ segir Ásgeir Jónsson. Verðlag Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59 Seðlabankinn slátri ávinningi kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim. 22. mars 2023 11:23 Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína í tólfta sinn í röð í dag og það um heilt prósentustig. Vaxtahækkun eru eins og geislameðferð við krabbameini og hefur áhrif á allt samfélagið og þar með heimilin í landinu, þótt æxlið sjálft sé kannski gífurleg neysla á aðra milljón ferðamanna og gríðarlegar fjárfestingar og framkvæmdir fyrirtækja og hins opinbera. Meginvextirnir eru nú komnir í 7,5 prósent sem þýðir að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum meðbreytilegum vöxtum gætu farið í tæp tíu prósent á næstu vikum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vaxtahækkanir hafa kælt húsnæðismarkaðinn en útlán til fyrirtækja hafi hins vegar aukist mikið að undanförnu. Því þyrfti enn að hækka vextina til auka fjármagnskostnað. Seðlabankastjóri stöðu efnahagsmála almennt góða. Atvinnuleysi væri lítið og gott verð fyrir útflutningsafurðir. Hitinn í hagkerfinu sé hins vegar allt of mikill.Stöð 2/Arnar „Við þurfum að bregðast við. Getum ekki beðið eftir neinum öðrum til að koma inn. Við verðum bara að taka á þessu verkefni sem okkur er falið samkvæmt lögum,“ segir Ásgeir. Best væri ef aðilar vinnumarkaðarins og hið opinbera gætu ásamt Seðlabankanum myndað þjóðarsátt um að ná verðlagi niður. Von er á fjármálaáætlun frá stjórnvöldum á allra næstu dögum Þar er meðal annars þrýst á að lagður verði áhvalrekaskattur á fyrirtæki sem skilað hafa miklum hagnaði undanfarin misseri og í raun hagnast á efnahagsástandinu. „Við fögnum náttúrlega öllu aðhaldi hjá ríkissjóði. En við ætlum svo sem ekki endilega að gefa út komment um það hvernig farið er að við að ná því fram,“ segir Seðlabankastjóri. Hins vegar hefur Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra orðað þann möguleika og formaður Framsóknarflokksins sagt það koma til greina. Seðlabankastjóri segir að fyrirtæki ættu að halda að sér höndum í fjárfestingum og forgangsraða verkefnum. Fjármálastöðugleikanefnd hafi hækkað eiginfjárkröfu bankanna í síðustu viku til að hægja á útlánum til fyrirtækja og einnig skorað á bankana að sýna heimilunum sveigjanleika vegna aukinnar vaxtabyrði meðfyrirbyggjandi aðgerðum. Langvarandi ástand sem þetta gæti hins vegar leitt til samdráttar og kreppu. „Eftir því sem verðbólga er lengur viðvarandi þeim mun erfiðara er að ná henni niður. Það eykur kostnaðinn við að ná henni niður. Þess vegna höfum við líka ákveðið að stíga stór skref og leggja eiginlega í hálfgerða leiftursókn gegn verðbólgu eins og staðan er núna. Til þess að ná henni niður eins fljótt og hægt er,“ segir Ásgeir Jónsson.
Verðlag Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59 Seðlabankinn slátri ávinningi kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim. 22. mars 2023 11:23 Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59
Seðlabankinn slátri ávinningi kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim. 22. mars 2023 11:23
Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59