Reiður eftir að boltinn fór í hönd Glódísar Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2023 11:31 Glódís Perla Viggósdóttir hafði góða ástæðu til að fagna eftir sigur og frábæran leik gegn Arsenal í gærkvöld. Instagram/@fcbfrauen Glódís Perla Viggósdóttir reyndist fyrrverandi læriföður sínum svo sannarlega erfið með stórleik fyrir Bayern München gegn Arsenal í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Glódís átti stóran þátt í því að Bayern skyldi ná að halda hreinu í leiknum og vinna 1-0 sigur en ljóst er að forskotið er naumt fyrir seinni leikinn í Lundúnum eftir viku. Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal, var hundsvekktur eftir leik í gær. Eidevall, sem þjálfaði Glódísi hjá sænska liðinu Rosengård í nokkur ár, var sérstaklega reiður yfir því að ekki skyldi dæmt víti á Glódísi í fyrri hálfleiknum þegar boltanum var skotið í hönd hennar. Atvikið má sjá hér að neðan en það gerðist eftir sjö mínútna leik. „Hluti af mér er reiður því að augljóslega virkaði VAR ekki hér á Allianz Arena í kvöld,“ sagði Eidevall á blaðamannafundi eftir leik sem taldi Arsenal eiga að fá 1-2 víti í leiknum og að boltinn hefði mögulega farið inn þegar Bayern bjargaði tvisvar á marklínu. Marklínutæknin bara notuð stundum „Það má nota marklínutæknina á öllum stigum keppninnar en það er ekki skylda. Hún var ekki notuð í kvöld því Bayern vildi ekki borga fyrir hana. Í næstu viku verður hún notuð á Emirates því Arsenal ákvað að gera það, því við teljum að það sé sanngjarnt fyrir keppnina. Það er vandamál að það sé ekki sama tækni notuð í öllum leikjum,“ sagði Eidevall. Fannst augljóst að dæma ætti víti á Glódísi Hann taldi Arsenal eiga að fá víti þegar boltinn fór í hönd Glódísar og einnig þegar að hann taldi togað í treyju Rafaelle Souza innan teigs. „Hluti af mér er stoltur en hluti af mér vonsvikinn með að við skyldum ekki nýta færin betur. Hluti af mér er reiður því að augljóslega virkaði VAR ekki hér á Allianz Arena í kvöld. Það hlýtur að vera að einhver sitji þarna og sé ekkert að horfa. Þetta var nefnilega alveg augljóst í þessum tveimur vítadæmum. Mér finnst þetta algjörlega óásættanlegt. Það var togað í treyjuna og svo var hendi í fyrri hálfleiknum. Mér fannst það augljóst. Þessi leikur í kvöld undirstrikaði vandamálin í þessari keppni. VAR kemur bara inn í 8-liða úrslitum og ég veit ekki hvort að dómararnir hafa nokkru sinni notað VAR áður,“ sagði Eidevall sem hyggur á hefndir í næstu viku þegar Arsenal reynir að vinna upp forskot Glódísar og félaga. Átta liða úrslitin halda áfram í kvöld þegar Lyon mætir Chelsea og Íslendingaliðin PSG og Wolfsburg mætast. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Glódís átti stóran þátt í því að Bayern skyldi ná að halda hreinu í leiknum og vinna 1-0 sigur en ljóst er að forskotið er naumt fyrir seinni leikinn í Lundúnum eftir viku. Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal, var hundsvekktur eftir leik í gær. Eidevall, sem þjálfaði Glódísi hjá sænska liðinu Rosengård í nokkur ár, var sérstaklega reiður yfir því að ekki skyldi dæmt víti á Glódísi í fyrri hálfleiknum þegar boltanum var skotið í hönd hennar. Atvikið má sjá hér að neðan en það gerðist eftir sjö mínútna leik. „Hluti af mér er reiður því að augljóslega virkaði VAR ekki hér á Allianz Arena í kvöld,“ sagði Eidevall á blaðamannafundi eftir leik sem taldi Arsenal eiga að fá 1-2 víti í leiknum og að boltinn hefði mögulega farið inn þegar Bayern bjargaði tvisvar á marklínu. Marklínutæknin bara notuð stundum „Það má nota marklínutæknina á öllum stigum keppninnar en það er ekki skylda. Hún var ekki notuð í kvöld því Bayern vildi ekki borga fyrir hana. Í næstu viku verður hún notuð á Emirates því Arsenal ákvað að gera það, því við teljum að það sé sanngjarnt fyrir keppnina. Það er vandamál að það sé ekki sama tækni notuð í öllum leikjum,“ sagði Eidevall. Fannst augljóst að dæma ætti víti á Glódísi Hann taldi Arsenal eiga að fá víti þegar boltinn fór í hönd Glódísar og einnig þegar að hann taldi togað í treyju Rafaelle Souza innan teigs. „Hluti af mér er stoltur en hluti af mér vonsvikinn með að við skyldum ekki nýta færin betur. Hluti af mér er reiður því að augljóslega virkaði VAR ekki hér á Allianz Arena í kvöld. Það hlýtur að vera að einhver sitji þarna og sé ekkert að horfa. Þetta var nefnilega alveg augljóst í þessum tveimur vítadæmum. Mér finnst þetta algjörlega óásættanlegt. Það var togað í treyjuna og svo var hendi í fyrri hálfleiknum. Mér fannst það augljóst. Þessi leikur í kvöld undirstrikaði vandamálin í þessari keppni. VAR kemur bara inn í 8-liða úrslitum og ég veit ekki hvort að dómararnir hafa nokkru sinni notað VAR áður,“ sagði Eidevall sem hyggur á hefndir í næstu viku þegar Arsenal reynir að vinna upp forskot Glódísar og félaga. Átta liða úrslitin halda áfram í kvöld þegar Lyon mætir Chelsea og Íslendingaliðin PSG og Wolfsburg mætast.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira