Kveðja „íslenska múrinn“ með miklum trega en Elín fer til Álaborgar Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2023 11:31 Elín Jóna Þorsteinsdóttir fagnar í vináttulandsleik gegn B-liði Noregs á dögunum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, hefur ákveðið að söðla um í Danmörku þrátt fyrir mikinn áhuga Ringköbing á að halda henni í sínum röðum. Elín Jóna mun í sumar ganga í raðir EH Aalborg og hún verður þar með liðsfélagi Andreu Jacobsen sem er að klára sína fyrstu leiktíð með liðinu, og á sinn þátt í því að Álaborgarliðið er á góðri leið með að komast upp í dönsku úrvalsdeildina. Elín Jóna hefur þótt spila afar vel fyrir Ringköbing og átti ríkan þátt í að halda liðinu uppi í úrvalsdeildinni í fyrra, þegar liðið var nýliði. Ljóst er að þjálfarinn Jesper Holmris mun sjá mjög á eftir henni: „Frá og með næstu leiktíð verður Ringköbing Håndbold því miður án Elínar Þorsteinsdóttur og við erum rosalega leið yfir því að okkur skyldi ekki takast að halda í þennan sterka íslenska landsliðsmarkvörð,“ segir Holmris við heimasiðu Ringköbing þar sem sagt er frá því að „íslenski múrinn“ verði kvaddur í sumar. Holmris segir Elínu hafa reynst liðinu afar vel þegar hún kom inn með sína reynslu í lið sem var nýliði í deildinni, fyrir tveimur árum, og að hún hafi einnig spilað afar vel í vetur eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. „Elín er stórkostlegur markvörður og áreiðanlegur aftasti hlekkur fyrir Ringköbing, og við hrósum happi yfir að hafa hana í liðinu aðeins lengur. Klúbburinn og ég óskum henni alls hins besta og við munum fylgjast áfram með henni í félags- og landsliði,“ sagði Holmris. Sjálf kvaðst Elín hafa verið hæstánægð með árin sín tvö hjá Ringköbing en að eftir vandlega íhugun hefði hún ákveðið að breyta til, svo að lífið utan vallar gengi betur upp en danskur kærasti hennar er búsettur í Álaborg. Aalborg er efst í 1. deildinni en aðeins tveimur stigum á undan Bjerringbro fyrir hálfgerðan úrslitaleik liðanna um næstu helgi, um öruggt sæti í dönsku úrvalsdeildinni. Liðin í 2. og 3. sæti fara í umspil. Danski handboltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ Sjá meira
Elín Jóna mun í sumar ganga í raðir EH Aalborg og hún verður þar með liðsfélagi Andreu Jacobsen sem er að klára sína fyrstu leiktíð með liðinu, og á sinn þátt í því að Álaborgarliðið er á góðri leið með að komast upp í dönsku úrvalsdeildina. Elín Jóna hefur þótt spila afar vel fyrir Ringköbing og átti ríkan þátt í að halda liðinu uppi í úrvalsdeildinni í fyrra, þegar liðið var nýliði. Ljóst er að þjálfarinn Jesper Holmris mun sjá mjög á eftir henni: „Frá og með næstu leiktíð verður Ringköbing Håndbold því miður án Elínar Þorsteinsdóttur og við erum rosalega leið yfir því að okkur skyldi ekki takast að halda í þennan sterka íslenska landsliðsmarkvörð,“ segir Holmris við heimasiðu Ringköbing þar sem sagt er frá því að „íslenski múrinn“ verði kvaddur í sumar. Holmris segir Elínu hafa reynst liðinu afar vel þegar hún kom inn með sína reynslu í lið sem var nýliði í deildinni, fyrir tveimur árum, og að hún hafi einnig spilað afar vel í vetur eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. „Elín er stórkostlegur markvörður og áreiðanlegur aftasti hlekkur fyrir Ringköbing, og við hrósum happi yfir að hafa hana í liðinu aðeins lengur. Klúbburinn og ég óskum henni alls hins besta og við munum fylgjast áfram með henni í félags- og landsliði,“ sagði Holmris. Sjálf kvaðst Elín hafa verið hæstánægð með árin sín tvö hjá Ringköbing en að eftir vandlega íhugun hefði hún ákveðið að breyta til, svo að lífið utan vallar gengi betur upp en danskur kærasti hennar er búsettur í Álaborg. Aalborg er efst í 1. deildinni en aðeins tveimur stigum á undan Bjerringbro fyrir hálfgerðan úrslitaleik liðanna um næstu helgi, um öruggt sæti í dönsku úrvalsdeildinni. Liðin í 2. og 3. sæti fara í umspil.
Danski handboltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ Sjá meira