Umdeilt uppátæki íslenskra tvíburasystra vekur heimsathygli Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2023 20:40 Myndskeiðið hefur fengið meira en 600 þúsund áhorf eftir að það var birt. Samsett/TikTok Meðfylgjandi myndskeið hefur vakið talsverða athygli eftir að tvíburasysturnar Hrönn og Hrefna Ósk Jónsdætur birtu það á TikTok síðu sinni nú á dögunum. Systurnar voru staddar í Leifsstöð á leið til Bandaríkjanna í síðasta mánuði þegar þær ákváðu að prófa að skiptast á vegabréfum og sjá hvort landamæraverðir myndu taka eftir muninum. Líkt og sjá á myndskeiðinu heppnaðist tilraunin fullkomlega; starfsmaður landamæraeftirlitsins gerði engar athugasemdir og komust systurnar því klakklaust í gegnum vegabréfsskoðunina. Myndskeiðið hefur fengið meira en 600 þúsund áhorf eftir að það var birt. Var það meðal annars til umfjöllunar á spænska fréttamiðlinum Semana nú á dögunum og sömuleiðis á fréttasíðunni Euro.Eseuro. Ekki eru þó allir sáttir við uppátæki systranna og í athugasemdum undir myndskeiðinu benda sumir á að það varði við lög að framvísa vegabréfum í eigu annarra. Aðrir gera lítið úr þeim aðfinnslum og segja uppátækið í góðu lagi þar sem systurnar hafi verið að ferðast saman. Mikið fjör að vera tvíburi „Það er gaman hvað þetta hefur vakið mikla athygli, við bjuggumst alls ekki við því. Hrönn sá einu sinni samskonar myndband á TikTok, þannig að okkur datt í hug að prófa. Við lentum líka í því einu sinni að skiptast óvart á vegabréfum á flugvellinum og komumst þannig í gegn,“ segir Hrefna í samtali við Vísi.„Ég lenti líka í því í þessari ferð að sýna óvart vitlausan flugmiða, ég var að fljúga með Play og var með gamlan Play miða í símanum sem ég sýndi óvart í stað nýja, og það var engin athugasemd gerð við hann,“ segir Hrönn. @hhtwins97 Swapping passports at the airport #twins #identical #airport #travel #fyp #foryoupage #riskybusiness #success #iceland The Business (Remix) - Paul Carlos Þær segja viðbrögðin við myndskeiðinu hafa verið mismunandi. „Mörgum finnst þetta vera stórglæpur, en aðrir segja að það sé ekkert að þessu þar sem við erum báðar á staðnum með bæði vegabréf. Ég vona allavega að við höfum ekki verið að fremja stórglæp! Það er ekki einu sinni sönnun fyrir því að við höfum skipt þeim í alvöru, við gætum verið að plata,“ segir Hrefna. Að sögn Hrefnu hafa þær systur af og til brugðið á leik í gengum tíðina til að athuga hvort fólk þekki þær í sundur. „Við höfum gert það eitthvað, en alls ekki nógu oft! Aðallega að skipta um sæti í skóla og einu sinni hlutverkum í vinnu. Við höfum líka farið tvisvar á tvíburahátíð í Twinsburg í Bandaríkjunum þar sem mjög margir tvíburar koma saman og gera alls konar skemmtilegt. Þannig að það er mikið fjör að vera tvíburi!“ Ferðalög TikTok Vegabréf Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Líkt og sjá á myndskeiðinu heppnaðist tilraunin fullkomlega; starfsmaður landamæraeftirlitsins gerði engar athugasemdir og komust systurnar því klakklaust í gegnum vegabréfsskoðunina. Myndskeiðið hefur fengið meira en 600 þúsund áhorf eftir að það var birt. Var það meðal annars til umfjöllunar á spænska fréttamiðlinum Semana nú á dögunum og sömuleiðis á fréttasíðunni Euro.Eseuro. Ekki eru þó allir sáttir við uppátæki systranna og í athugasemdum undir myndskeiðinu benda sumir á að það varði við lög að framvísa vegabréfum í eigu annarra. Aðrir gera lítið úr þeim aðfinnslum og segja uppátækið í góðu lagi þar sem systurnar hafi verið að ferðast saman. Mikið fjör að vera tvíburi „Það er gaman hvað þetta hefur vakið mikla athygli, við bjuggumst alls ekki við því. Hrönn sá einu sinni samskonar myndband á TikTok, þannig að okkur datt í hug að prófa. Við lentum líka í því einu sinni að skiptast óvart á vegabréfum á flugvellinum og komumst þannig í gegn,“ segir Hrefna í samtali við Vísi.„Ég lenti líka í því í þessari ferð að sýna óvart vitlausan flugmiða, ég var að fljúga með Play og var með gamlan Play miða í símanum sem ég sýndi óvart í stað nýja, og það var engin athugasemd gerð við hann,“ segir Hrönn. @hhtwins97 Swapping passports at the airport #twins #identical #airport #travel #fyp #foryoupage #riskybusiness #success #iceland The Business (Remix) - Paul Carlos Þær segja viðbrögðin við myndskeiðinu hafa verið mismunandi. „Mörgum finnst þetta vera stórglæpur, en aðrir segja að það sé ekkert að þessu þar sem við erum báðar á staðnum með bæði vegabréf. Ég vona allavega að við höfum ekki verið að fremja stórglæp! Það er ekki einu sinni sönnun fyrir því að við höfum skipt þeim í alvöru, við gætum verið að plata,“ segir Hrefna. Að sögn Hrefnu hafa þær systur af og til brugðið á leik í gengum tíðina til að athuga hvort fólk þekki þær í sundur. „Við höfum gert það eitthvað, en alls ekki nógu oft! Aðallega að skipta um sæti í skóla og einu sinni hlutverkum í vinnu. Við höfum líka farið tvisvar á tvíburahátíð í Twinsburg í Bandaríkjunum þar sem mjög margir tvíburar koma saman og gera alls konar skemmtilegt. Þannig að það er mikið fjör að vera tvíburi!“
Ferðalög TikTok Vegabréf Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira