Halda þurfi áfram að endurskoða kerfið Máni Snær Þorláksson skrifar 19. mars 2023 23:52 Mynd frá því þegar verið var að afgreiða ályktanir á landsfundi Vinstri grænna í dag. VG Landsfundur Vinstri grænna var haldinn á Akureyri um helgina. Þar voru stefnur flokksins mótaðar en einnig voru gerðar ályktanir í ýmsum efnum. Á meðal þess sem ályktað var um eru málefni innflytjenda. Samþykkt útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra á Alþingi varð til þess að fjöldi fólks sagði sig úr flokknum í vikunni. Fyrir helgi var greint frá því að alls hefðu þrjátíu manns sagt sig úr flokknum eftir að frumvarpið var samþykkt. Á meðal þeirra sem sögðu sig úr flokknum voru til dæmis Bjartur Steingrímsson, sem var lengi virkur í ungliðastarfi flokksins og hefur verið á lista flokksins í Mosfellsbæ, en hann er sonur Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi formanns flokksins, og eiginmaður Unu Hildardóttur, varaþingmanns VG. Þá sögðu Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður VG og framkvæmdastjóri Samtakanna 78, og Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, skilið við flokkinn. „Ljóst er að halda þarf áfram að endurskoða kerfið“ Í ályktun sem gerð var á fundinum kemur fram að áhersla eigi að vera lögð á „mikilvægi heildstefnumótunar í málefnum innflytjanda.“ Þá er áréttað að útlendingafrumvarpið sem var samþykkt í vikunni hvorki breyti né megi tefji þá vinnu. „Finna þarf leiðir fyrir þau sem hingað flytja til að taka fullan þátt í samfélaginu og tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Efla þarf samstarf ríkis og sveitarfélaga enn frekar vegna þjónustu við innflytjendur og fólk á flótta eins og með samræmdri móttöku flóttafólks.“ Einnig segir í ályktuninni að það sé nauðsynlegt að sveitarfélög um allt land taki þátt í samræmdri móttöku fólks á flótta og fái þannig nauðsynlegan stuðning. „Þá fagnar fundurinn tillögum um lagabreytingar sem auka tækifæri fólks sem býr utan EES-svæðisins til að flytjast til Íslands með því að rýmka reglur um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku fyrir þann hóp.“ Í ályktuninni er svo lýst yfir ánægju með að þjónusta við fólk með alþjóðlega vernd heyri nú undir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið en þar er Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður flokksins, ráðherra. Þá er talið að ýmis jákvæð skref hafi verið stigin og er ein móttökumiðstöð nefnd þar sem dæmi. „Ljóst er að halda þarf áfram að endurskoða kerfið og tryggja að það standi betur undir auknum fjölda fólks á flótta.“ Vinstri græn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Stappar stálinu í félagsmenn VG í formannsræðu í skugga úrsagna Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs fer fram um helgina í skugga úrsagna hátt í þrjátíu VG liða, vegna samþykktar umdeilds útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra í vikunni. 17. mars 2023 21:04 Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. 17. mars 2023 18:25 Jana Salóme og Steinar höfðu betur á landsfundi VG Jana Salóme Ingibjargar og Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, var rétt í þessu kjörin ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og hafði með því betur gegn Sigríði Gísladóttur, formanni VG á Vestfjörðum. Þá skákaði Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri, Líf Magneudóttur borgarfulltrúa í baráttunni um stöðu gjaldkera. 18. mars 2023 16:18 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Fyrir helgi var greint frá því að alls hefðu þrjátíu manns sagt sig úr flokknum eftir að frumvarpið var samþykkt. Á meðal þeirra sem sögðu sig úr flokknum voru til dæmis Bjartur Steingrímsson, sem var lengi virkur í ungliðastarfi flokksins og hefur verið á lista flokksins í Mosfellsbæ, en hann er sonur Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi formanns flokksins, og eiginmaður Unu Hildardóttur, varaþingmanns VG. Þá sögðu Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður VG og framkvæmdastjóri Samtakanna 78, og Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, skilið við flokkinn. „Ljóst er að halda þarf áfram að endurskoða kerfið“ Í ályktun sem gerð var á fundinum kemur fram að áhersla eigi að vera lögð á „mikilvægi heildstefnumótunar í málefnum innflytjanda.“ Þá er áréttað að útlendingafrumvarpið sem var samþykkt í vikunni hvorki breyti né megi tefji þá vinnu. „Finna þarf leiðir fyrir þau sem hingað flytja til að taka fullan þátt í samfélaginu og tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Efla þarf samstarf ríkis og sveitarfélaga enn frekar vegna þjónustu við innflytjendur og fólk á flótta eins og með samræmdri móttöku flóttafólks.“ Einnig segir í ályktuninni að það sé nauðsynlegt að sveitarfélög um allt land taki þátt í samræmdri móttöku fólks á flótta og fái þannig nauðsynlegan stuðning. „Þá fagnar fundurinn tillögum um lagabreytingar sem auka tækifæri fólks sem býr utan EES-svæðisins til að flytjast til Íslands með því að rýmka reglur um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku fyrir þann hóp.“ Í ályktuninni er svo lýst yfir ánægju með að þjónusta við fólk með alþjóðlega vernd heyri nú undir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið en þar er Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður flokksins, ráðherra. Þá er talið að ýmis jákvæð skref hafi verið stigin og er ein móttökumiðstöð nefnd þar sem dæmi. „Ljóst er að halda þarf áfram að endurskoða kerfið og tryggja að það standi betur undir auknum fjölda fólks á flótta.“
Vinstri græn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Stappar stálinu í félagsmenn VG í formannsræðu í skugga úrsagna Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs fer fram um helgina í skugga úrsagna hátt í þrjátíu VG liða, vegna samþykktar umdeilds útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra í vikunni. 17. mars 2023 21:04 Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. 17. mars 2023 18:25 Jana Salóme og Steinar höfðu betur á landsfundi VG Jana Salóme Ingibjargar og Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, var rétt í þessu kjörin ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og hafði með því betur gegn Sigríði Gísladóttur, formanni VG á Vestfjörðum. Þá skákaði Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri, Líf Magneudóttur borgarfulltrúa í baráttunni um stöðu gjaldkera. 18. mars 2023 16:18 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Stappar stálinu í félagsmenn VG í formannsræðu í skugga úrsagna Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs fer fram um helgina í skugga úrsagna hátt í þrjátíu VG liða, vegna samþykktar umdeilds útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra í vikunni. 17. mars 2023 21:04
Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. 17. mars 2023 18:25
Jana Salóme og Steinar höfðu betur á landsfundi VG Jana Salóme Ingibjargar og Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, var rétt í þessu kjörin ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og hafði með því betur gegn Sigríði Gísladóttur, formanni VG á Vestfjörðum. Þá skákaði Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri, Líf Magneudóttur borgarfulltrúa í baráttunni um stöðu gjaldkera. 18. mars 2023 16:18