„Hún upplifir tvö fyrstu árin án faðmlaga og ástúðar“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 22. mars 2023 07:30 Vísir/Vilhelm „Ég og mamma erum einhvern veginn að ná að fara í gegnum þessa sögu núna. Við erum í smá ferli, við erum að hittast og ég er að taka viðtöl við hana,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson í nýjasta þætti Einkalífsins. Kafar í sögu foreldra sinna Í þættinum talar Björn, eða Bjössi eins og hann er oftast kallaður, meðal annars um æskuárin, rokkaraferilinn með Mínus og leikaradrauminn sem blundaði í honum frá unga aldri. Á fullorðinsárum hefur hann fundið mikla þörf hjá sér í að sökkva sér í sögu beggja foreldra sinna, bæði til að öðlast skilning á sinni sögu og þeirra lífi. Bæði hafi þau alist upp við aftengingu við foreldra sína í æsku en þó svo að saga þeirra tveggja sé ólík eru þær einstaklega áhugaverðar. „Svo hittast pabbi minn og hún, þessir tveir vængslitnu fuglar“ Viðtalið við Bjössa í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Móðir Bjössa eyddi fyrstu tveimur árum lífs síns á munaðarleysingjahæli í Kaupmannahöfn en móðir hennar, amma Bjössa, gaf hana frá sér. „Hún upplifir tvö fyrstu árin án faðmlaga og ástúðar,“ segir Bjössi og viðurkennir að upplifa ákveðna sorg að hugsa til móður sinnar í þessum aðstæðum sem barn. Hann minnist þess að hafa heyrt talað um það að þegar móðir hans var lítil hafi hún alltaf rétt út hendurnar og viljað láta taka sig upp þegar hún sá hjúkkur, eða fólk í hvítum sloppum. Þetta var það eina sem hún þekkti. Faðir Bjössa upplifði einnig rof við sína móður sem var fræg djasssöngkona þegar hann kom í heiminn. Fyrir nokkrum árum ákvað Bjössi sjálfur að hitta ömmu sína og taka við hana viðtal og heyra hennar sögu sem er einstaklega merkileg. Það kemur svo upp úr dúrnum að þegar pabbi deyr, löngu eftir að pabbi deyr, að hún (amma) rangfeðraði hann. Tengdist föður sínum í gegnum vinskap við Ragga Bjarna Faðir Bjössa, trommarinn Stefán, lést þegar Bjössi var aðeins tólf ára og var samband þeirra feðga mjög náið. Einn besti vinur föður hans var söngvarinn Raggi Bjarna og var það Bjössa því mikil gæfa að hreppa hlutverk í söngleiknum um Ellý sem sýndur var í hátt í þrjú ár fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu. Raggi Bjarna kemur þarna, hvert einasta kvöld. Alltaf að tala um pabba minn og alltaf að segja mér sömu sögurnar um pabba og ég lét auðvitað bara eins og ég væri að heyra söguna í fyrsta skipti, segir Bjössi og brosir. Hann segir Ragga iðulega hafa kallað sig Stebba, án þess að gera sér þó alltaf grein fyrir því og augljóst að tengingin á milli þeirra hafi verið þeim báðum mjög dýrmæt. „Ég leiðrétti hann aldrei því mér fannst þetta svo fallegt.“ Það voru meira að segja sögusagnir um það að þeir væru mögulega bræður en það er önnur saga, ég ætla ekkert að fara lengra ofan í það núna. segir Bjössi dulur. Í viðtalinu sem nálgast má í heild sinni í greinninni hér að ofan talar Bjössi meðal annars um ævintýrið með hljómsveitinni Mínus, fjölskyldusöguna sem á hug hans allan, fantasíuheiminn og kynni sín af Pierce nokkrum Brosnan svo eitthvað sé nefnt. Einkalífið Tónlist Leikhús Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Sjá meira
Kafar í sögu foreldra sinna Í þættinum talar Björn, eða Bjössi eins og hann er oftast kallaður, meðal annars um æskuárin, rokkaraferilinn með Mínus og leikaradrauminn sem blundaði í honum frá unga aldri. Á fullorðinsárum hefur hann fundið mikla þörf hjá sér í að sökkva sér í sögu beggja foreldra sinna, bæði til að öðlast skilning á sinni sögu og þeirra lífi. Bæði hafi þau alist upp við aftengingu við foreldra sína í æsku en þó svo að saga þeirra tveggja sé ólík eru þær einstaklega áhugaverðar. „Svo hittast pabbi minn og hún, þessir tveir vængslitnu fuglar“ Viðtalið við Bjössa í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Móðir Bjössa eyddi fyrstu tveimur árum lífs síns á munaðarleysingjahæli í Kaupmannahöfn en móðir hennar, amma Bjössa, gaf hana frá sér. „Hún upplifir tvö fyrstu árin án faðmlaga og ástúðar,“ segir Bjössi og viðurkennir að upplifa ákveðna sorg að hugsa til móður sinnar í þessum aðstæðum sem barn. Hann minnist þess að hafa heyrt talað um það að þegar móðir hans var lítil hafi hún alltaf rétt út hendurnar og viljað láta taka sig upp þegar hún sá hjúkkur, eða fólk í hvítum sloppum. Þetta var það eina sem hún þekkti. Faðir Bjössa upplifði einnig rof við sína móður sem var fræg djasssöngkona þegar hann kom í heiminn. Fyrir nokkrum árum ákvað Bjössi sjálfur að hitta ömmu sína og taka við hana viðtal og heyra hennar sögu sem er einstaklega merkileg. Það kemur svo upp úr dúrnum að þegar pabbi deyr, löngu eftir að pabbi deyr, að hún (amma) rangfeðraði hann. Tengdist föður sínum í gegnum vinskap við Ragga Bjarna Faðir Bjössa, trommarinn Stefán, lést þegar Bjössi var aðeins tólf ára og var samband þeirra feðga mjög náið. Einn besti vinur föður hans var söngvarinn Raggi Bjarna og var það Bjössa því mikil gæfa að hreppa hlutverk í söngleiknum um Ellý sem sýndur var í hátt í þrjú ár fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu. Raggi Bjarna kemur þarna, hvert einasta kvöld. Alltaf að tala um pabba minn og alltaf að segja mér sömu sögurnar um pabba og ég lét auðvitað bara eins og ég væri að heyra söguna í fyrsta skipti, segir Bjössi og brosir. Hann segir Ragga iðulega hafa kallað sig Stebba, án þess að gera sér þó alltaf grein fyrir því og augljóst að tengingin á milli þeirra hafi verið þeim báðum mjög dýrmæt. „Ég leiðrétti hann aldrei því mér fannst þetta svo fallegt.“ Það voru meira að segja sögusagnir um það að þeir væru mögulega bræður en það er önnur saga, ég ætla ekkert að fara lengra ofan í það núna. segir Bjössi dulur. Í viðtalinu sem nálgast má í heild sinni í greinninni hér að ofan talar Bjössi meðal annars um ævintýrið með hljómsveitinni Mínus, fjölskyldusöguna sem á hug hans allan, fantasíuheiminn og kynni sín af Pierce nokkrum Brosnan svo eitthvað sé nefnt.
Einkalífið Tónlist Leikhús Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Sjá meira