„Flókið“ að íbúar þurfi nú að aðgreina plast í fjóra flokka Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. mars 2023 07:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru nú beðnir um að aðgreina plast í fjóra flokka sem einhverjir hafa býsnast yfir. vísir Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru nú beðnir um að aðgreina plast í fjóra flokka og skila á endurvinnslustöðvar Sorpu sem netverjar hafa sumir býsnast yfir og segja flokkun orðna allt of flókna. Þróunarstjóri Sorpu segir að félagið hafi verið eftirbátur í endurvinnslu og að töluverðar breytingar séu í farvatninu. „Nú flokkum við plast í fjóra flokka á endurvinnslustöðvum Sorpu. Plastumbúðir, plastfilma, hart plast og frauðplast. Munið að flokkunin byrjar heima!“ Svona hljóðar nýleg tilkynning frá Sorpu þar sem fólk er beðið um að huga að þessum fjórum flokkum þegar plasti er safnað saman. Flokkunarkvíði? Fyrirkomulagið hefur farið öfugt ofan í marga sem segja flokkun orðna allt of flókna og í einhverjum tilfellum valda flokkunarkvíða. Einn segir að um galna tilætlunarsemi sé að ræða. Er flokkunarkvíði eitthvað ? Maður vill alveg gera vel en þetta er bara farið að verða svolítið flókið ofan á allt í lífinu. Svo eigum við líka að skila skattaskýrslu núna og og … pic.twitter.com/ufOl1SOM8I— Sólveig Skaftadóttir (@zolais) March 12, 2023 Fjórum plastgámum hefur skipulega verið komið fyrir á endurvinnslustöðvum Sorpu en tilhugsunin um fjögurra flokka plastflokkun, inni á heimilum í landi þar sem fermetraverð hefur sjaldan verið hærra, er sumum ofviða. Segir fólk vilja ganga lengra Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir að allt sé þetta sé gert af umhverfisástæðum en ekki síður hagkvæmnisástæðum enda sé ávinningur af því að ná sérstökum plasttegundum frá almennum plaststraumi. Aðspurður segist hann ekki óttast að flækjustig sem þetta hafi fælingarmátt þegar kemur að flokkun. „Okkar upplifun af flokkun á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega á flokkun á matarleifum er að Sorpa hefur verið eftir á. Þannig við erum í raun að ná almenningi. Þannig ég held öðru nær að almenningur og fólkið á höfuðborgarsvæðinu það vill að við gerum meira. Þannig við hefðum átt að vera miklu fyrr með þetta,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson. Gunnar Dofri Ólafsson er samskipta- og þróunarstjóri Sorpu.ívar fannar arnarsson Ekki hægt að skila plastinu aðgreindu í grenndargáma Ekki verður boðið upp á fjögurra flokka plastflokkun við grenndargáma heldur einungis á þeim sex endurvinnslustöðvum sem Sorpa heldur úti á höfuðborgarsvæðinu. „Og þeir eru hugsaðir fyrir svona plast sem þú ert sjaldan með í höndunum. Þú ert sjaldan með frauðplast utan af sjónvarpi, nema að þú kaupir sjónvarp mjög oft sem ég vona að þú gerir ekki. Þú ert sjaldan með filmuplast utan af sófanum þínum og þú ert sjaldan að henda garðhúsgögnunum þínum. Þannig þetta er hugsað fyrir það sem þú ert að losa þig við einu sinni til tvisvar á ári.“ Þetta eru plastflokkarnir fjórir.sorpa Breytingar á grenndargámum „Grenndargámunum verður breytt aðeins núna þegar nýja kerfið kemur. Þeir munu ekki nema í undantekningartilvikum taka við plasti og pappír heldur verða þeir aðallega fyrir gler, málma, föt og skó og flöskur og dósir þannig þetta eru töluverðar breytingar í farvatninu.“ Kæra sorpa, annað hvort gerir þú flokkun einfalda eða sleppir þessu. Við erum Íslendingar, ekki Þjóðverjar. https://t.co/S16DPZmUIK— Auður Kolbrá (@Audurkolbra) March 12, 2023 Hann segist nokkuð viss um að við séum fyrsta landið á Norðurlöndunum þar sem boðið er upp á margskipta plastflokkun. „Þannig nú geta Svíarnir bent á Íslendinga sem eru loksins að leiða eitthvað í endurvinnslumálum. Sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins eru ekki með þetta kerfi en þau hafa safnað matarleifum mjög lengi sem við hörfum ekki gert fyrr en núna en við erum einmitt að fara að rúlla út tunnum fyrir matarleifar á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu eftir bara örfáa mánuði.“ „Mjög“ flókið Og á meðan fréttastofa var á vettvangi mætti einn með plast í endurvinnslu og þurfti að skipta því í þessa nýju flokka. Finnst þér þetta flókið? „Já, mjög,“ segir Daníel Filipps Þórdísarson. Daníel þurfti aðstoð starfsmanns við að aðgreina plastið í flokka.skjáskot/stöð 2 Vissir þú af því að nú á að flokka plast í fjóra flokka? „Já ég var búin að heyra af því en vissi ekkert hvernig ég átti að flokka það.“ „Þessi poki hérna fer í gráa gáminn hérna hinum megin. Þessi fer í pressuna, harða plastið.“ „Þetta er bandvitlaust“ Nú heyrir maður fólk stundum býsnast yfir flokkun og því haldið fram að öllu sé þessu flokkaða rusli að lokum blandað saman úti í heimi, er þetta rétt? „Þetta er bandvitlaust. Ég hef sjálfur farið og skoðað plastendurvinnslu og pappírsendurvinnslu. Við værum ekki að standa í öllu þessu ef við hefðum mjög einfalda leið til að moka þessu ofan í holu og moka yfir.“ Sorpa Umhverfismál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
„Nú flokkum við plast í fjóra flokka á endurvinnslustöðvum Sorpu. Plastumbúðir, plastfilma, hart plast og frauðplast. Munið að flokkunin byrjar heima!“ Svona hljóðar nýleg tilkynning frá Sorpu þar sem fólk er beðið um að huga að þessum fjórum flokkum þegar plasti er safnað saman. Flokkunarkvíði? Fyrirkomulagið hefur farið öfugt ofan í marga sem segja flokkun orðna allt of flókna og í einhverjum tilfellum valda flokkunarkvíða. Einn segir að um galna tilætlunarsemi sé að ræða. Er flokkunarkvíði eitthvað ? Maður vill alveg gera vel en þetta er bara farið að verða svolítið flókið ofan á allt í lífinu. Svo eigum við líka að skila skattaskýrslu núna og og … pic.twitter.com/ufOl1SOM8I— Sólveig Skaftadóttir (@zolais) March 12, 2023 Fjórum plastgámum hefur skipulega verið komið fyrir á endurvinnslustöðvum Sorpu en tilhugsunin um fjögurra flokka plastflokkun, inni á heimilum í landi þar sem fermetraverð hefur sjaldan verið hærra, er sumum ofviða. Segir fólk vilja ganga lengra Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir að allt sé þetta sé gert af umhverfisástæðum en ekki síður hagkvæmnisástæðum enda sé ávinningur af því að ná sérstökum plasttegundum frá almennum plaststraumi. Aðspurður segist hann ekki óttast að flækjustig sem þetta hafi fælingarmátt þegar kemur að flokkun. „Okkar upplifun af flokkun á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega á flokkun á matarleifum er að Sorpa hefur verið eftir á. Þannig við erum í raun að ná almenningi. Þannig ég held öðru nær að almenningur og fólkið á höfuðborgarsvæðinu það vill að við gerum meira. Þannig við hefðum átt að vera miklu fyrr með þetta,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson. Gunnar Dofri Ólafsson er samskipta- og þróunarstjóri Sorpu.ívar fannar arnarsson Ekki hægt að skila plastinu aðgreindu í grenndargáma Ekki verður boðið upp á fjögurra flokka plastflokkun við grenndargáma heldur einungis á þeim sex endurvinnslustöðvum sem Sorpa heldur úti á höfuðborgarsvæðinu. „Og þeir eru hugsaðir fyrir svona plast sem þú ert sjaldan með í höndunum. Þú ert sjaldan með frauðplast utan af sjónvarpi, nema að þú kaupir sjónvarp mjög oft sem ég vona að þú gerir ekki. Þú ert sjaldan með filmuplast utan af sófanum þínum og þú ert sjaldan að henda garðhúsgögnunum þínum. Þannig þetta er hugsað fyrir það sem þú ert að losa þig við einu sinni til tvisvar á ári.“ Þetta eru plastflokkarnir fjórir.sorpa Breytingar á grenndargámum „Grenndargámunum verður breytt aðeins núna þegar nýja kerfið kemur. Þeir munu ekki nema í undantekningartilvikum taka við plasti og pappír heldur verða þeir aðallega fyrir gler, málma, föt og skó og flöskur og dósir þannig þetta eru töluverðar breytingar í farvatninu.“ Kæra sorpa, annað hvort gerir þú flokkun einfalda eða sleppir þessu. Við erum Íslendingar, ekki Þjóðverjar. https://t.co/S16DPZmUIK— Auður Kolbrá (@Audurkolbra) March 12, 2023 Hann segist nokkuð viss um að við séum fyrsta landið á Norðurlöndunum þar sem boðið er upp á margskipta plastflokkun. „Þannig nú geta Svíarnir bent á Íslendinga sem eru loksins að leiða eitthvað í endurvinnslumálum. Sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins eru ekki með þetta kerfi en þau hafa safnað matarleifum mjög lengi sem við hörfum ekki gert fyrr en núna en við erum einmitt að fara að rúlla út tunnum fyrir matarleifar á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu eftir bara örfáa mánuði.“ „Mjög“ flókið Og á meðan fréttastofa var á vettvangi mætti einn með plast í endurvinnslu og þurfti að skipta því í þessa nýju flokka. Finnst þér þetta flókið? „Já, mjög,“ segir Daníel Filipps Þórdísarson. Daníel þurfti aðstoð starfsmanns við að aðgreina plastið í flokka.skjáskot/stöð 2 Vissir þú af því að nú á að flokka plast í fjóra flokka? „Já ég var búin að heyra af því en vissi ekkert hvernig ég átti að flokka það.“ „Þessi poki hérna fer í gráa gáminn hérna hinum megin. Þessi fer í pressuna, harða plastið.“ „Þetta er bandvitlaust“ Nú heyrir maður fólk stundum býsnast yfir flokkun og því haldið fram að öllu sé þessu flokkaða rusli að lokum blandað saman úti í heimi, er þetta rétt? „Þetta er bandvitlaust. Ég hef sjálfur farið og skoðað plastendurvinnslu og pappírsendurvinnslu. Við værum ekki að standa í öllu þessu ef við hefðum mjög einfalda leið til að moka þessu ofan í holu og moka yfir.“
Sorpa Umhverfismál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira