Kirkjugarður í Wales varð að vígvelli Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2023 09:54 Fólk átti fótum sínum fjör að launa er átökin fóru fram í kirkjugarðinum í Swansea síðasta sumar. Nýlega opinberað myndband sýnir hvernig hópur manna barðist með hömrum, kylfum, hnífum, öxum og sveðjum í Morriston kirkjugarðinum í Swansea í Wales í fyrra. Þrettán hafa verið dæmdir vegna átakanna en þau leiddu til þess að nokkrir særðust alvarlega, jarðarfarir voru truflaðar og legsteinar skemmdir. Kalla þurfti vopnaða lögregluþjóna til og voru margir handteknir. Átökin eru rakin til erja nokkurra fjölskyldna í Wales. Í frétt BBC frá því í febrúar segir að meðlimir tveggja fjölskyldna, Coffey og O'Brian, hafi verið í kirkjugarðinum vegna athafnar þegar verið var að blessa legstein Michael og Margaret O'Brian. Svo virðist sem að menn úr tveimur öðrum fjölskyldum, Murphy og Thomas, hafi ráðist á fólk á athöfninni. Í frétt Wales Online segir að þrír af mönnunum hafi truflað athöfn í kapellu í kirkjugarðinum með því að hlaupa þar inn, hrækja á gólfið, drekka vatn úr vasa og fela vopn meðal kransanna sem borist höfðu vegna athafnarinnar. Fyrst reyndu þeir þó að afmá fingraför sín af vopninu. Fólk í kirkjugarðinum átti fótum sínum fjör að launa og þurftu margir að forðast það að verða fyrir bílum sem ekið var um á miklum hraða. WO hefur eftir þeim sem leiddi rannsókn lögreglunnar að það hafi verið mikil heppni að enginn hafi dáið í átökunum eða vegna þeirra. Þá segir hann að miklu púðri hafi verið varið í að rannsaka málið og púsla saman hvað gerðist þennan dag. Meðal annars var notast við myndefni úr myndavélum úr bílum sem skildir voru eftir í kirkjugarðinum en einnig var leitað að fingraförum og blóði í þessum bílum. Þar að auki tóku vitni fjölmörg myndbönd og var einnig notast við myndefni úr öryggismyndavélum. Myndbönd sem fjölmiðlar ytra hafa sett saman úr myndefni frá lögreglunni má sjá hér að neðan. Several people have been jailed after taking part in a brawl in a south Wales cemetery involving machetes, hammers and a baseball bat Find more videos: https://t.co/8xyWy2cBPY pic.twitter.com/aa0gzKlPjo— Sky News (@SkyNews) March 13, 2023 Wales Erlend sakamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Kalla þurfti vopnaða lögregluþjóna til og voru margir handteknir. Átökin eru rakin til erja nokkurra fjölskyldna í Wales. Í frétt BBC frá því í febrúar segir að meðlimir tveggja fjölskyldna, Coffey og O'Brian, hafi verið í kirkjugarðinum vegna athafnar þegar verið var að blessa legstein Michael og Margaret O'Brian. Svo virðist sem að menn úr tveimur öðrum fjölskyldum, Murphy og Thomas, hafi ráðist á fólk á athöfninni. Í frétt Wales Online segir að þrír af mönnunum hafi truflað athöfn í kapellu í kirkjugarðinum með því að hlaupa þar inn, hrækja á gólfið, drekka vatn úr vasa og fela vopn meðal kransanna sem borist höfðu vegna athafnarinnar. Fyrst reyndu þeir þó að afmá fingraför sín af vopninu. Fólk í kirkjugarðinum átti fótum sínum fjör að launa og þurftu margir að forðast það að verða fyrir bílum sem ekið var um á miklum hraða. WO hefur eftir þeim sem leiddi rannsókn lögreglunnar að það hafi verið mikil heppni að enginn hafi dáið í átökunum eða vegna þeirra. Þá segir hann að miklu púðri hafi verið varið í að rannsaka málið og púsla saman hvað gerðist þennan dag. Meðal annars var notast við myndefni úr myndavélum úr bílum sem skildir voru eftir í kirkjugarðinum en einnig var leitað að fingraförum og blóði í þessum bílum. Þar að auki tóku vitni fjölmörg myndbönd og var einnig notast við myndefni úr öryggismyndavélum. Myndbönd sem fjölmiðlar ytra hafa sett saman úr myndefni frá lögreglunni má sjá hér að neðan. Several people have been jailed after taking part in a brawl in a south Wales cemetery involving machetes, hammers and a baseball bat Find more videos: https://t.co/8xyWy2cBPY pic.twitter.com/aa0gzKlPjo— Sky News (@SkyNews) March 13, 2023
Wales Erlend sakamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira