Krafði Katrínu og Bjarna um skýr svör Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2023 11:33 Rebekka Karlsdóttir, forseti SHÍ, og hópur mótmælenda. Vísir/Einar Stúdentar við Háskóla Íslands mótmæltu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag, vegna þess sem þeir telja vera vanfjármögnun hins opinbera háskólakerfis. Forseti Stúdendaráðs HÍ afhenti forsætis- og fjármálaráðherra áskorun stúdenta og lét ráðherra vinna fyrir kaupinu sínu með krefjandi spurningum. Stúdentar við Háskóla Íslands telja að skólinn sé vanfjármagnaður upp á upphæð sem nemur einum milljarði króna. Þá hafa stúdentarnir einnig áhyggjur af því að hækka eigi skráningargjald í opinbera háskóla hér á landi. Til þess að mótmæla þessu marseraði hópur stúdenta að Ráðherrabústaðinum við Tjarnargötu í morgun. Þar fór fram ríkisstjórnarfundur. Mótmælendurnir sögðu að stúdentar væru látnir splæsa til þessa að reka hið opinbera háskólakerfi.Vísir/Einar Að loknum fundi ríkisstjórnarinnar afhenti Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs, Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra áskorun stúdenta. Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan lét Rebekka sér ekki nægja að afhenda áskorunina heldur krafði hún bæði Katrínu og Bjarna um svör við áhyggjum stúdenta. Í viðtali við fréttastofu, áður en að Rebekka náði tali af ráðherrunum, sagði hún stúdenta telja að stjórnvöld væru ekki að sinna skyldum sínum um að fjármagna háskólakerfið sem skyldi. Þá væru þau mótfallin hækkun á skráningargjaldi í opinbera háskóla. Stúdentar mættu með borða.Vísir/Einar „Við höfum verið að benda á að það sé verið að nota skrásetningargjaldið í allt of marga hluti sem Stúdentaráð telur ekki standast lög um opinbera háskóla. Þetta birtist svo extra skýrt núna sem er ástæðan fyrir því að við erum að tala um þetta saman. Strax eftir að mikill niðurskurður var boðaður til háskólans í umræðum um fjárlög, þá stekkur háskólinn til, reynir að bregðast við stöðunni og óskar eftir hækkun skrásetningargjaldsins, sagði Rebekka. Rebekka Karlsdóttir er forseti Stúdentaráðs HÍ.Vísir/Einar „Það er verið að kafa beint í vasa stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki skyldu sinni að fjármagna opinbera háskólamenntun,“ bætti hún við. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Stúdentar við Háskóla Íslands telja að skólinn sé vanfjármagnaður upp á upphæð sem nemur einum milljarði króna. Þá hafa stúdentarnir einnig áhyggjur af því að hækka eigi skráningargjald í opinbera háskóla hér á landi. Til þess að mótmæla þessu marseraði hópur stúdenta að Ráðherrabústaðinum við Tjarnargötu í morgun. Þar fór fram ríkisstjórnarfundur. Mótmælendurnir sögðu að stúdentar væru látnir splæsa til þessa að reka hið opinbera háskólakerfi.Vísir/Einar Að loknum fundi ríkisstjórnarinnar afhenti Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs, Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra áskorun stúdenta. Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan lét Rebekka sér ekki nægja að afhenda áskorunina heldur krafði hún bæði Katrínu og Bjarna um svör við áhyggjum stúdenta. Í viðtali við fréttastofu, áður en að Rebekka náði tali af ráðherrunum, sagði hún stúdenta telja að stjórnvöld væru ekki að sinna skyldum sínum um að fjármagna háskólakerfið sem skyldi. Þá væru þau mótfallin hækkun á skráningargjaldi í opinbera háskóla. Stúdentar mættu með borða.Vísir/Einar „Við höfum verið að benda á að það sé verið að nota skrásetningargjaldið í allt of marga hluti sem Stúdentaráð telur ekki standast lög um opinbera háskóla. Þetta birtist svo extra skýrt núna sem er ástæðan fyrir því að við erum að tala um þetta saman. Strax eftir að mikill niðurskurður var boðaður til háskólans í umræðum um fjárlög, þá stekkur háskólinn til, reynir að bregðast við stöðunni og óskar eftir hækkun skrásetningargjaldsins, sagði Rebekka. Rebekka Karlsdóttir er forseti Stúdentaráðs HÍ.Vísir/Einar „Það er verið að kafa beint í vasa stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki skyldu sinni að fjármagna opinbera háskólamenntun,“ bætti hún við.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?