Allt um leikjamet Sigrúnar: „Geggjað að vera með henni í liði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2023 11:01 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fékk blóm frá Braga Magnússyni, formanni Körfuknattleiksdeild Hauka, fyrir leikinn sögulega. Vísir/Vilhelm Sigrún Sjöfn Ámundadóttir bætti leikjametið í efstu deild kvenna í körfubolta í leik með Haukum í síðustu umferð Subway deild kvenna og afrek hennar var tekið fyrir í Körfuboltakvöldi kvenna. Sigrún lék þarna sinn 376. leik og bætti leikjamet Birnu Valgarðsdóttur. Sigrún hafði áður orðið frákastahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi en hún er mjög ofarlega á mörgum tölfræðilistum. „Við sjáum hérna þennan ótrúlega feril sem spannar hátt í tuttugu ár,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Sigrún lék 81 leik fyrir tvítugsafmælið en hún hefur leikið 99 leiki eftir þrítugsafmælið. „Ég veit ekki hvort er meira afrek,“ spurði Hörður en sérfræðingarnir Ólöf Helga Pálsdóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir voru ekki í vafa. „Ég held að það sé meira afrek að spila alla þessa leiki eftir þrítugt því það eru fleiri ungar stelpur í deildinni,“ sagði Ólöf Helga. Í umfjöllun Körfuboltakvölds má sjá í hvaða sætum Sigrún er á þessum helstu tölfræðilistum en þar sýnir hún heldur betur fjölhæfni sína sem leikmanns. „Ef þú talar um fjölhæfni hjá leikmanni þá heitir hún Sigrún Sjöfn Ámundadóttir,“ sagði Hörður. „Þú vildir ekki spila á móti henni en það er geggjað að vera með henni í liði,“ sagði Ingibjörg sem spilaði með Sigrúnu bæði hjá Grindavík sem og í íslenska landsliðinu. „Þetta er svo mikið gull af manni. Þú vilt alltaf vera með henni í liði því hún er leikmaðurinn sem er tilbúin að pikka alla upp sama hvaða stöðu þeir spila á vellinum og sama hvar þeir eru. Hún talar endalaust og það er svo mikilvægt fyrir svona stóra leikmenn sem eru fjölhæfir. Að geta tjáð sig, kennt öðrum og peppað aðra,“ sagði Ingibjörg. Það má sjá umfjöllunina um leikjamet Sigrúnar hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Sigrún bætti leikjameti Subway-deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
Sigrún lék þarna sinn 376. leik og bætti leikjamet Birnu Valgarðsdóttur. Sigrún hafði áður orðið frákastahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi en hún er mjög ofarlega á mörgum tölfræðilistum. „Við sjáum hérna þennan ótrúlega feril sem spannar hátt í tuttugu ár,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Sigrún lék 81 leik fyrir tvítugsafmælið en hún hefur leikið 99 leiki eftir þrítugsafmælið. „Ég veit ekki hvort er meira afrek,“ spurði Hörður en sérfræðingarnir Ólöf Helga Pálsdóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir voru ekki í vafa. „Ég held að það sé meira afrek að spila alla þessa leiki eftir þrítugt því það eru fleiri ungar stelpur í deildinni,“ sagði Ólöf Helga. Í umfjöllun Körfuboltakvölds má sjá í hvaða sætum Sigrún er á þessum helstu tölfræðilistum en þar sýnir hún heldur betur fjölhæfni sína sem leikmanns. „Ef þú talar um fjölhæfni hjá leikmanni þá heitir hún Sigrún Sjöfn Ámundadóttir,“ sagði Hörður. „Þú vildir ekki spila á móti henni en það er geggjað að vera með henni í liði,“ sagði Ingibjörg sem spilaði með Sigrúnu bæði hjá Grindavík sem og í íslenska landsliðinu. „Þetta er svo mikið gull af manni. Þú vilt alltaf vera með henni í liði því hún er leikmaðurinn sem er tilbúin að pikka alla upp sama hvaða stöðu þeir spila á vellinum og sama hvar þeir eru. Hún talar endalaust og það er svo mikilvægt fyrir svona stóra leikmenn sem eru fjölhæfir. Að geta tjáð sig, kennt öðrum og peppað aðra,“ sagði Ingibjörg. Það má sjá umfjöllunina um leikjamet Sigrúnar hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Sigrún bætti leikjameti
Subway-deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira