Lewis Hamilton: Þeir hlustuðu ekki á mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2023 09:30 Lewis Hamilton er ekki sáttur með Mercedes bílinn og fer ekkert í felur með það. Getty/Clive Mason/ Lewis Hamilton segir ekki hafi verið hlustað á athugasemdir sínar þegar koma að því að hanna nýja Mercedes bílinn fyrir þetta formúlu eitt tímabil. Hamilton hafði áður talað um að Mercedes liðið væri að fara aftur á bak en það gerði hann efir að hafa bara endað í fimmta sæti í fyrsta kappakstri tímabilsins. Nú gekk hann enn lengra og sagði hönnuða Mercedes ekki nýta sér reynslu sína sem sjöfalds heimsmeistara. "I know what a car need needs. I know what a car doesn't need" Lewis Hamilton says Mercedes did not listen to his concerns over their 2023 car pic.twitter.com/7RluF3OtDN— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) March 9, 2023 „Á síðasta voru atriði sem ég sagði þeim frá. Ég sagði þeim frá hvaða vandamál væru hjá bílnum,“ sagði Lewis Hamilton í hlaðvarpsþættinum „Chequered Flag“ á BBC Radio 5 Live. „Ég hef keyrt svo marga bíla í mínu lífi og ég veit því hvað kappakstursbíll þarf á að halda. Ég veit vel hvað bíll þarfnast ekki. Þetta snýst um að taka ábyrgð,“ sagði Hamilton. „Þetta snýst um að standa upp og segja: Já veistu hvað? Við hlustuðum ekki á þig. Hann er ekki á þeim stað sem hann þarf að vera og við þurfum að vinna í því,“ sagði Hamilton. „Við verðum að skoða jafnvægið í beygjunum, skoða alla veiku staðina og sameinast sem lið. Það er það sem við verðum að gera,“ sagði Hamilton. Hinn 38 ára gamli Hamilton hefur unnið fleiri kappakstra á ferlinum heldur en allir aðrir ökumenn formúlu eitt eða 103 þá er hann jafn Michael Schumacher með sjö heimsmeistaratitla. Hann vann hins vegar ekki einn kappakstur á síðasta tímabili, í fyrsta sinn á ferlinum, og endaði að lokum í sjötta sæti eftir að hafa verið númer eitt eða tvö á átta tímabilum í röð. „Við erum enn þá margfaldir heimsmeistarar. Við höfum bara ekki náð þessu réttu núna og við gerðum það heldur ekki í fyrra. Það þýðir að við getum ekki lagað það í næstu framtíð,“ sagði Hamilton. Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Hamilton hafði áður talað um að Mercedes liðið væri að fara aftur á bak en það gerði hann efir að hafa bara endað í fimmta sæti í fyrsta kappakstri tímabilsins. Nú gekk hann enn lengra og sagði hönnuða Mercedes ekki nýta sér reynslu sína sem sjöfalds heimsmeistara. "I know what a car need needs. I know what a car doesn't need" Lewis Hamilton says Mercedes did not listen to his concerns over their 2023 car pic.twitter.com/7RluF3OtDN— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) March 9, 2023 „Á síðasta voru atriði sem ég sagði þeim frá. Ég sagði þeim frá hvaða vandamál væru hjá bílnum,“ sagði Lewis Hamilton í hlaðvarpsþættinum „Chequered Flag“ á BBC Radio 5 Live. „Ég hef keyrt svo marga bíla í mínu lífi og ég veit því hvað kappakstursbíll þarf á að halda. Ég veit vel hvað bíll þarfnast ekki. Þetta snýst um að taka ábyrgð,“ sagði Hamilton. „Þetta snýst um að standa upp og segja: Já veistu hvað? Við hlustuðum ekki á þig. Hann er ekki á þeim stað sem hann þarf að vera og við þurfum að vinna í því,“ sagði Hamilton. „Við verðum að skoða jafnvægið í beygjunum, skoða alla veiku staðina og sameinast sem lið. Það er það sem við verðum að gera,“ sagði Hamilton. Hinn 38 ára gamli Hamilton hefur unnið fleiri kappakstra á ferlinum heldur en allir aðrir ökumenn formúlu eitt eða 103 þá er hann jafn Michael Schumacher með sjö heimsmeistaratitla. Hann vann hins vegar ekki einn kappakstur á síðasta tímabili, í fyrsta sinn á ferlinum, og endaði að lokum í sjötta sæti eftir að hafa verið númer eitt eða tvö á átta tímabilum í röð. „Við erum enn þá margfaldir heimsmeistarar. Við höfum bara ekki náð þessu réttu núna og við gerðum það heldur ekki í fyrra. Það þýðir að við getum ekki lagað það í næstu framtíð,“ sagði Hamilton.
Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira