Konungsfjölskyldan mætti ekki í skírn Lilibetar Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. mars 2023 15:05 Konungsfjölskyldan mætti ekki í skírn Lilibetar sem haldin var á föstudaginn. Getty/Max Mumby Lilibet Diana, dóttir Meghan Markle og Harry Bretaprins, var skírð við litla athöfn í Kaliforníu á föstudaginn. Konungsfjölskyldunni var boðið í skírnina en hún mætti ekki. Lilibet sem heitir fullu nafni Lilibet Diana Mountbatten-Windsor í höfuðið á ömmu sinni og langömmu fæddist í júní árið 2021. Hún er annað barn foreldra sinna en fyrir eiga þau Archie sem verður fjögurra ára gamall í maí. Á föstudaginn hélt fjölskyldan litla skírnarathöfn fyrir Lilibet á heimili sínu í Montecito í Kaliforníu. Talið er að 20-30 gestum hafi verið boðið í skírnina. Í athöfninni voru meðal annars Doria Ragland, móðir Meghan, leikarinn Tyler Perry sem er guðfaðir Lilibetar og óþekkt guðmóðir Lilibetar. Eftir athöfnina var boðið upp á veitingar og Lilibet er sögð hafa dansað við stóra bróður sinn. Heimildir People herma að Karli Bretakonungi, Kamillu Bretadrottningu, Vilhjálmi Bretaprins og Katrínu prinsessu hafi öllum verið boðið í athöfnina en þau létu þó ekki sjá sig. Harry og Meghan eiga tvö börn, þau Archie fjögurra ára og Lilibet sem verður tveggja ára í júní.The Duke & Duchess of Sussex Óskar þess að börnin geti átt í góðu sambandi við fjölskylduna Harry og Meghan hættu að starfa sem fulltrúar konungsfjölskyldunnar árið 2020. Þau yfirgáfu Bretland skömmu síðar og eru nú búsett í Kaliforníu. Í síðustu viku var greint frá því að þeim hafi verið gert að tæma híbýli sitt á lóð Windsor-kastala sem Elísabet drottning hafði boðið þeim til afnota. BBC segir frá því að þau Harry og Meghan hafi fengið skilaboð um að tæma Frogmore í janúar síðast liðnum, fáeinum dögum eftir útgáfu bókar Harry, Spare. Í byrjun árs sagði Harry í viðtali að hann óskaði þess að börnin hans gætu átt í góðu sambandi við konungsfjölskylduna. „Ég hef sagt það áður að mig langaði í fjölskyldu, ekki stofnun. Þannig að auðvitað þrái ég ekkert heitar en börnin okkar eigi í sambandi við fjölskylduna mína. Þau eiga gott samband við suma og það gleður mig svo mikið,“ sagði Harry í viðtalinu. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Tengdar fréttir Harry og Meghan beðin um að tæma Frogmore-bústaðinn Breska hirðin hefur hefur gert hertogahjónunum af Sussex, þeim Harry og Meghan, að tæma Frogmore-bústaðinn (e. Frogmore Cottage), híbýli þeirra á lóð Windsor-kastala, vestur af Lundúnum. Ætlunin er að Andrés prins, yngri bróðir Karls konungs, fái húsið til afnota. 2. mars 2023 06:50 Harry talar um bókina: Samhengisleysi, ilmvatn mömmu og kal í klofi Harry Bretaprins mætti í sitt fyrsta viðtal eftir útgáfu ævisögunnar „Spare“ eða „Varaskeifan“ í nótt. Viðtalið fór fram í kvöldþætti Stephen Colbert og talaði Harry um dauða móður sinnar, framkomu bresku pressunar og fjölskyldunnar, geðheilsu og þegar hann fékk kal á typpið. 11. janúar 2023 14:16 „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06 Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Lilibet sem heitir fullu nafni Lilibet Diana Mountbatten-Windsor í höfuðið á ömmu sinni og langömmu fæddist í júní árið 2021. Hún er annað barn foreldra sinna en fyrir eiga þau Archie sem verður fjögurra ára gamall í maí. Á föstudaginn hélt fjölskyldan litla skírnarathöfn fyrir Lilibet á heimili sínu í Montecito í Kaliforníu. Talið er að 20-30 gestum hafi verið boðið í skírnina. Í athöfninni voru meðal annars Doria Ragland, móðir Meghan, leikarinn Tyler Perry sem er guðfaðir Lilibetar og óþekkt guðmóðir Lilibetar. Eftir athöfnina var boðið upp á veitingar og Lilibet er sögð hafa dansað við stóra bróður sinn. Heimildir People herma að Karli Bretakonungi, Kamillu Bretadrottningu, Vilhjálmi Bretaprins og Katrínu prinsessu hafi öllum verið boðið í athöfnina en þau létu þó ekki sjá sig. Harry og Meghan eiga tvö börn, þau Archie fjögurra ára og Lilibet sem verður tveggja ára í júní.The Duke & Duchess of Sussex Óskar þess að börnin geti átt í góðu sambandi við fjölskylduna Harry og Meghan hættu að starfa sem fulltrúar konungsfjölskyldunnar árið 2020. Þau yfirgáfu Bretland skömmu síðar og eru nú búsett í Kaliforníu. Í síðustu viku var greint frá því að þeim hafi verið gert að tæma híbýli sitt á lóð Windsor-kastala sem Elísabet drottning hafði boðið þeim til afnota. BBC segir frá því að þau Harry og Meghan hafi fengið skilaboð um að tæma Frogmore í janúar síðast liðnum, fáeinum dögum eftir útgáfu bókar Harry, Spare. Í byrjun árs sagði Harry í viðtali að hann óskaði þess að börnin hans gætu átt í góðu sambandi við konungsfjölskylduna. „Ég hef sagt það áður að mig langaði í fjölskyldu, ekki stofnun. Þannig að auðvitað þrái ég ekkert heitar en börnin okkar eigi í sambandi við fjölskylduna mína. Þau eiga gott samband við suma og það gleður mig svo mikið,“ sagði Harry í viðtalinu.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Tengdar fréttir Harry og Meghan beðin um að tæma Frogmore-bústaðinn Breska hirðin hefur hefur gert hertogahjónunum af Sussex, þeim Harry og Meghan, að tæma Frogmore-bústaðinn (e. Frogmore Cottage), híbýli þeirra á lóð Windsor-kastala, vestur af Lundúnum. Ætlunin er að Andrés prins, yngri bróðir Karls konungs, fái húsið til afnota. 2. mars 2023 06:50 Harry talar um bókina: Samhengisleysi, ilmvatn mömmu og kal í klofi Harry Bretaprins mætti í sitt fyrsta viðtal eftir útgáfu ævisögunnar „Spare“ eða „Varaskeifan“ í nótt. Viðtalið fór fram í kvöldþætti Stephen Colbert og talaði Harry um dauða móður sinnar, framkomu bresku pressunar og fjölskyldunnar, geðheilsu og þegar hann fékk kal á typpið. 11. janúar 2023 14:16 „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06 Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Harry og Meghan beðin um að tæma Frogmore-bústaðinn Breska hirðin hefur hefur gert hertogahjónunum af Sussex, þeim Harry og Meghan, að tæma Frogmore-bústaðinn (e. Frogmore Cottage), híbýli þeirra á lóð Windsor-kastala, vestur af Lundúnum. Ætlunin er að Andrés prins, yngri bróðir Karls konungs, fái húsið til afnota. 2. mars 2023 06:50
Harry talar um bókina: Samhengisleysi, ilmvatn mömmu og kal í klofi Harry Bretaprins mætti í sitt fyrsta viðtal eftir útgáfu ævisögunnar „Spare“ eða „Varaskeifan“ í nótt. Viðtalið fór fram í kvöldþætti Stephen Colbert og talaði Harry um dauða móður sinnar, framkomu bresku pressunar og fjölskyldunnar, geðheilsu og þegar hann fékk kal á typpið. 11. janúar 2023 14:16
„Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06