Áskorendamótið í beinni: Barist um fyrstu sætin á Stórmeistaramótinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. mars 2023 19:12 Viðureign Dusty og Þórs verður sýnd í beinni útsendingu hér á Vísi. Áskorendamót Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO er komið á fleygiferð og í kvöld verður barist um fyrstu tvö lausu sætin á sjálfu Stórmeistaramótinu. Aðeins átta af þeim sextán liðum sem hefja leik á Áskorendamótinu vinna sér inn sæti á Stórmeistaramótinu þar sem Dusty á titil að verja. Alls eru átta leikir á dagskrá í kvöld og verður viðureign Dusty og Þórs sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi. Dusty og Þór hafa barist um titlana seinustu ár, en hingað til hefur lið Dusty haft betur. Áskorendamótið, eða Áskorendastig Stórmeistaramótsins, er sett upp í svokallað „swiss-format“ þar sem sextán lið hefja keppni og vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti á Stórmeistaramótinu sjálfu. Liðin falla þó ekki úr leik þó þau tapi einum leik, heldur þarf að tapa þremur viðureignum til að falla úr leik. Myndin hér fyrir neðan útskýrir fyrirkomulagið ágætlega. Nú er mótið komið á það stig að öll liðin hafa leikið tvo leiki. Tvö lið munu því vinna sér inn sæti á Stórmeistaramótinu í kvöld og tvö lið munu falla úr leik. Eins og áður segir verður viðureign Dusty og Þórs í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi í spilaranum hér fyrir neðan, en hægt er að fylgjast með hinum viðureignum kvöldsins á Twitch-hliðarrásum Rafíþróttasamtakana með því að smella á þær fyrir neðan spilarann. Breiðablik - xatefanclub ÍBV - Rejects Viðstöðu - Atlantic TEN5ION - Bad Company FH - LAVA Fylkir - apakettir MVP Iceland - MVP Academy Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf
Aðeins átta af þeim sextán liðum sem hefja leik á Áskorendamótinu vinna sér inn sæti á Stórmeistaramótinu þar sem Dusty á titil að verja. Alls eru átta leikir á dagskrá í kvöld og verður viðureign Dusty og Þórs sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi. Dusty og Þór hafa barist um titlana seinustu ár, en hingað til hefur lið Dusty haft betur. Áskorendamótið, eða Áskorendastig Stórmeistaramótsins, er sett upp í svokallað „swiss-format“ þar sem sextán lið hefja keppni og vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti á Stórmeistaramótinu sjálfu. Liðin falla þó ekki úr leik þó þau tapi einum leik, heldur þarf að tapa þremur viðureignum til að falla úr leik. Myndin hér fyrir neðan útskýrir fyrirkomulagið ágætlega. Nú er mótið komið á það stig að öll liðin hafa leikið tvo leiki. Tvö lið munu því vinna sér inn sæti á Stórmeistaramótinu í kvöld og tvö lið munu falla úr leik. Eins og áður segir verður viðureign Dusty og Þórs í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi í spilaranum hér fyrir neðan, en hægt er að fylgjast með hinum viðureignum kvöldsins á Twitch-hliðarrásum Rafíþróttasamtakana með því að smella á þær fyrir neðan spilarann. Breiðablik - xatefanclub ÍBV - Rejects Viðstöðu - Atlantic TEN5ION - Bad Company FH - LAVA Fylkir - apakettir MVP Iceland - MVP Academy
Breiðablik - xatefanclub ÍBV - Rejects Viðstöðu - Atlantic TEN5ION - Bad Company FH - LAVA Fylkir - apakettir MVP Iceland - MVP Academy
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf