Maus, Bríet og Laddi mæta á Bræðsluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. mars 2023 11:12 Bríet treður upp og mun væntanlega flytja alla sína helstu slagara. vísiR/Daníel Þór Tilkynnt hefur verið um listamenn sem troða upp á Bræðslunni á Borgarfirði eystra laugardaginn 29. júlí í sumar. Maus, Bríet og Laddi eru á meðal þeirra sem koma fram. Bræðslan fer fram í 18. skipti í sumar, í gamalli síldarbræðslu sem Borgfirðingar breyta í tónleikahöll eitt kvöld ár hvert. Í ár kom fram Maus, Bríet, Laddi, Karlotta, Una Torfa, Jói Pé og Króli auk Jóns Arngríms og Valla Skúla. Miðasala hefst föstudaginn 10. mars en sem fyrr eru um 900 miðar í boði. „Ungt tónlistarfólk fær tækifæri á Bræðslunni ár hvert og í þetta skiptið er það ung og efnileg söngkona, Karlotta sem mun opna hátíðina. Úr yngri deildinni koma líka snillingarnir Jói P. & Króli og hin frábæra Bríet mun snúa aftur í Bræðsluna þar sem hún átti eftirminnilega frammistöðu fyrir fáeinum árum,“ segir í tilkynningu. „Önnur frábær söngkona sem hefur heldur betur slegið í gegn á undanförnum mánuðum er Una Torfa og hún mun stíga á Bræðslusviðið í sumar eftir að hafa tekið þátt í föstudagsforleik Bræðslunnar í fyrra. Hin goðsagnakennda rokksveit Maus mun síðan snúa aftur eftir langt hlé en sveitin mun halda upp á 30 ára afmæli sitt í Bræðslunni.“ Þá sé ekki allt talið. „Fulltrúar heimamanna sem munu sjá um að Bræðslugestir fái að heyra borgfirsk ættjarðarlög eru þeir Jón Arngrímsson og Valgeir Skúlason sem hafa samið og flutt tónlist fyrir Austfirðinga um áratugaskeið. Og síðastan, en alls ekki sístann kynnum við Ladda sem mun flytja öll sín bestu lög ásamt hljómsveit á Bræðslunni í sumar. Sannarlega fjölbreytt dagskrá.“ Í tilkynningu segir að Borgarfjörður eystra hafi eflst gríðarlega sem áfangastaður fyrir ferðafólk á síðustu árum og gestir Bræðslunnar hvattir til að kanna hvað sé í boði á vefnum borgarfjordureystri.is. „Þar má fræðast um framboð gistingar, veitingastaða og afþreyingar, en göngusvæðið í kringum Borgarfjörð er einstakt og upplagt að tengja ferðalag þangað við heimsókn í Bræðsluna. Önnur dagskrá í firðinum í sumar og þá sérstaklega í aðdraganda Bræðslu verður svo kynnt sérstaklega þegar nær dregur, en miðasala á þá viðburði fer fram síðar.“ Bræðslan Múlaþing Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Bræðslan fer fram í 18. skipti í sumar, í gamalli síldarbræðslu sem Borgfirðingar breyta í tónleikahöll eitt kvöld ár hvert. Í ár kom fram Maus, Bríet, Laddi, Karlotta, Una Torfa, Jói Pé og Króli auk Jóns Arngríms og Valla Skúla. Miðasala hefst föstudaginn 10. mars en sem fyrr eru um 900 miðar í boði. „Ungt tónlistarfólk fær tækifæri á Bræðslunni ár hvert og í þetta skiptið er það ung og efnileg söngkona, Karlotta sem mun opna hátíðina. Úr yngri deildinni koma líka snillingarnir Jói P. & Króli og hin frábæra Bríet mun snúa aftur í Bræðsluna þar sem hún átti eftirminnilega frammistöðu fyrir fáeinum árum,“ segir í tilkynningu. „Önnur frábær söngkona sem hefur heldur betur slegið í gegn á undanförnum mánuðum er Una Torfa og hún mun stíga á Bræðslusviðið í sumar eftir að hafa tekið þátt í föstudagsforleik Bræðslunnar í fyrra. Hin goðsagnakennda rokksveit Maus mun síðan snúa aftur eftir langt hlé en sveitin mun halda upp á 30 ára afmæli sitt í Bræðslunni.“ Þá sé ekki allt talið. „Fulltrúar heimamanna sem munu sjá um að Bræðslugestir fái að heyra borgfirsk ættjarðarlög eru þeir Jón Arngrímsson og Valgeir Skúlason sem hafa samið og flutt tónlist fyrir Austfirðinga um áratugaskeið. Og síðastan, en alls ekki sístann kynnum við Ladda sem mun flytja öll sín bestu lög ásamt hljómsveit á Bræðslunni í sumar. Sannarlega fjölbreytt dagskrá.“ Í tilkynningu segir að Borgarfjörður eystra hafi eflst gríðarlega sem áfangastaður fyrir ferðafólk á síðustu árum og gestir Bræðslunnar hvattir til að kanna hvað sé í boði á vefnum borgarfjordureystri.is. „Þar má fræðast um framboð gistingar, veitingastaða og afþreyingar, en göngusvæðið í kringum Borgarfjörð er einstakt og upplagt að tengja ferðalag þangað við heimsókn í Bræðsluna. Önnur dagskrá í firðinum í sumar og þá sérstaklega í aðdraganda Bræðslu verður svo kynnt sérstaklega þegar nær dregur, en miðasala á þá viðburði fer fram síðar.“
Bræðslan Múlaþing Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira