Strategían að flytja í miðju Covid heppnaðist Árni Sæberg skrifar 5. mars 2023 18:55 Fjölskyldan unir sér vel í New Haven. Stöð 2 „Maður getur auðvitað bara hannað lífið, eins og maður vill hafa það,“ segir Einar Sævarsson frumkvöðull og einn af stofnendum midi.is sem flutti ásamt eiginkonu sinni Ólöfu Viktorsdóttur svæfingarlækni og sonum til New Haven í Bandaríkjunum í miðjum heimsfaraldri. „Alltaf þegar maður fer í gegnum svona umskipti, þá eru ný tækifæri til að setja nýja rútínu og við sögðum: Eitt af því sem við ætlum að gera í Bandaríkjunum er að við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt hverja einustu helgi saman sem fjölskylda.“ Ólöf segir að heima á Íslandi hafi þau hins vegar verið að gera margt - án barnanna. Við flutningana hafi þau því gert með sér hálfgerðan lífssamning um að hafa það gaman - með krökkunum. „Þetta er pínu svona eins og Kaninn segir, þetta work hard, play hard módel“ segir Einar. Í nýjasta þætti af „Hvar er best að búa?“ heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Einar, Ólöfu og þrjá af sonum þeirra til háskólaborgarinnar New Haven í Bandaríkjunum. Þau fluttu þangað í miðjum heimsfaraldri - af því Einar vildi fara með sprotafyrirtækið sitt Activity Stream nær bandaríska afþreyingarmarkaðnum og leikhúsunum á Broadway. Strategían heppnaðist, en þó ekki eins og hann hafði reiknað með eins og fram kemur í þættinum sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld eftir fréttir. Stiklu úr þættinum má sjá í spilaranum hér að neðan: Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á fiðluleik, taílenskri bardagalist, lækningum, veitingastaðarekstri, heimasíðugerð, forritun, frumkvöðlastarfsemi og almennri athafnasemi og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl, fjallakofa og þorpi á La Palma, Menorca og Jótlandi og í Ísrael, New Haven, Edinborg, Tékklandi og Taílandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Sigurður Kristinn Ómarsson og Hjördís Ósk Kristjánsdóttir hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Íslendingar erlendis Bandaríkin Hvar er best að búa? Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
„Alltaf þegar maður fer í gegnum svona umskipti, þá eru ný tækifæri til að setja nýja rútínu og við sögðum: Eitt af því sem við ætlum að gera í Bandaríkjunum er að við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt hverja einustu helgi saman sem fjölskylda.“ Ólöf segir að heima á Íslandi hafi þau hins vegar verið að gera margt - án barnanna. Við flutningana hafi þau því gert með sér hálfgerðan lífssamning um að hafa það gaman - með krökkunum. „Þetta er pínu svona eins og Kaninn segir, þetta work hard, play hard módel“ segir Einar. Í nýjasta þætti af „Hvar er best að búa?“ heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Einar, Ólöfu og þrjá af sonum þeirra til háskólaborgarinnar New Haven í Bandaríkjunum. Þau fluttu þangað í miðjum heimsfaraldri - af því Einar vildi fara með sprotafyrirtækið sitt Activity Stream nær bandaríska afþreyingarmarkaðnum og leikhúsunum á Broadway. Strategían heppnaðist, en þó ekki eins og hann hafði reiknað með eins og fram kemur í þættinum sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld eftir fréttir. Stiklu úr þættinum má sjá í spilaranum hér að neðan: Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á fiðluleik, taílenskri bardagalist, lækningum, veitingastaðarekstri, heimasíðugerð, forritun, frumkvöðlastarfsemi og almennri athafnasemi og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl, fjallakofa og þorpi á La Palma, Menorca og Jótlandi og í Ísrael, New Haven, Edinborg, Tékklandi og Taílandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Sigurður Kristinn Ómarsson og Hjördís Ósk Kristjánsdóttir hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Hvar er best að búa? Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira