Segir Sólveigu Önnu sýna ofbeldishegðun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. mars 2023 15:02 „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð í áratugi, meira segja þegar við horfum aftur til þriðja og fjórða áratugarins, þá er þetta harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista á þeim tíma,“ segir Friðjón Friðjónsson um orðræðu Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Friðjón Friðjónsson gagnrýnir orðaval Sólveigar Önnu Jónsdóttur, forystu Eflingar, í kjarabaráttunni og segir hana beita ofbeldishegðun. Hann segir að ef talað væri svona um fólk á vinnustað þyrfti að kalla til sálfræðinga. Sjálf gefur Sólveig Anna lítið fyrir ummæli Friðjóns, segir hann „miðaldra Sjálfstæðisprins“ og kallar eftir gagnrýni á það sem hún lítur á sem níðingsskap Samtaka Atvinnulífsins. Friðjón var gestur í Silfrinu í dag ásamt Heimi Má Péturssyni, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Ólafi Margeirssyni.Kjarabaráttan var fyrirferðarmikið umræðuefni í þættinum en Friðjón sagðist óttast að miðað við hvernig orðræðan hefði þróast, að sú „afmennskunarorðræða“, sem honum hefur fundist koma frá forystu Eflingar, verði ofan á. „Harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista“ Sigríður Hagalín Björnsdóttir, umsjónarmaður þáttarins spurði Friðjón þá hvort það væri nokkuð skrítið að orðræðan sé hörð og að fólk sé reitt, þar sem öll útgjöld væru á uppleið, húsnæðisverð, vextir og á sama tíma hækkuðu laun forstjóra stöðugt. Friðjón svaraði að það væri allt í lagi að verkalýðsbaráttan væri hörð, en las því næst upp nokkrar tilvitnanir í Sólveigu Önnu. Andlega og siðferðilega snautt fólk, fyrirlitlegt fólk, enginn siðferðisáttaviti, enginn skynsemi, engin stéttarvitund, vorkunn með manneskjum sem eru svona. Friðjón segir þetta allt eitthvað sem hafi komið frá Sólveigu Önnu á síðustu tíu dögum um verkalýðshreyfinguna og viðsemjendur sína. „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð í áratugi, meira segja þegar við horfum aftur til þriðja og fjórða áratugarins, þá er þetta harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista á þeim tíma,“ sagði hann. Friðjón sagði jafnframt að ef það væri talað svona um fólk á vinnustöðum þyrfti að kalla til sálfræðinga. „Við þurfum að skoða þetta aðeins. Þetta er ofbeldishegðun.“ Gefur lítið fyrir ummæli Friðjóns Sólveig Anna tjáði sig um þessi ummæli Friðjóns í færslu á Facebook sinni og gaf lítið fyrir ummæli Friðjóns. „Miðaldra Sjálfstæðisprins les ábúðarfullur í Silfrinu upp tilvitnanir í mig. Hefur ekki orðið jafn leiður síðan á fyrri hluta síðustu aldar yfir orðfæri vondrar konu,“ skrifar hún. „En hann hefur ekkert að segja um níðingsskap Samtaka atvinnulífsins sem hafa greitt atkvæði um að reka 20.000 manneskjur launalausar heim í örvæntingu sinni yfir því að geta ekki gert kjarasamning.“ „Harkan er ekki bara á einum stað í þessari deilu" Sólveig Anna virðist ánægðari með orð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformaður Pírata í þættinum sem sagði hörkuna ekki bara á einum stað í þessari deilu. Þórhildur gagnrýndi verkbann sem Samtök atvinnulífsins höfðu boðað og sagði það hafa verið grimma og ábyrgðarlausa aðgerð með skýrt markmið: „Að tæma verkfallssjóði Eflingar og svelta félagsmenn til hlýðni." „Þórhildur Sunna aftur á móti mjög góð,“ segir Sólveig Anna. „Segir, ólíkt Sjálfstæðisprinsinum sem vill bara segja söguna af því sem að gerist inn í hans eigin bitra haus, söguna af því sem að raunverulega skiptir máli: þeim fráleitu og glæpsamlegu aðstæðum sem ríkja í efnahagslegum raunveruleika verka og láglaunafólks." Silfrið í heild sinni má nálgast hér. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Friðjón var gestur í Silfrinu í dag ásamt Heimi Má Péturssyni, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Ólafi Margeirssyni.Kjarabaráttan var fyrirferðarmikið umræðuefni í þættinum en Friðjón sagðist óttast að miðað við hvernig orðræðan hefði þróast, að sú „afmennskunarorðræða“, sem honum hefur fundist koma frá forystu Eflingar, verði ofan á. „Harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista“ Sigríður Hagalín Björnsdóttir, umsjónarmaður þáttarins spurði Friðjón þá hvort það væri nokkuð skrítið að orðræðan sé hörð og að fólk sé reitt, þar sem öll útgjöld væru á uppleið, húsnæðisverð, vextir og á sama tíma hækkuðu laun forstjóra stöðugt. Friðjón svaraði að það væri allt í lagi að verkalýðsbaráttan væri hörð, en las því næst upp nokkrar tilvitnanir í Sólveigu Önnu. Andlega og siðferðilega snautt fólk, fyrirlitlegt fólk, enginn siðferðisáttaviti, enginn skynsemi, engin stéttarvitund, vorkunn með manneskjum sem eru svona. Friðjón segir þetta allt eitthvað sem hafi komið frá Sólveigu Önnu á síðustu tíu dögum um verkalýðshreyfinguna og viðsemjendur sína. „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð í áratugi, meira segja þegar við horfum aftur til þriðja og fjórða áratugarins, þá er þetta harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista á þeim tíma,“ sagði hann. Friðjón sagði jafnframt að ef það væri talað svona um fólk á vinnustöðum þyrfti að kalla til sálfræðinga. „Við þurfum að skoða þetta aðeins. Þetta er ofbeldishegðun.“ Gefur lítið fyrir ummæli Friðjóns Sólveig Anna tjáði sig um þessi ummæli Friðjóns í færslu á Facebook sinni og gaf lítið fyrir ummæli Friðjóns. „Miðaldra Sjálfstæðisprins les ábúðarfullur í Silfrinu upp tilvitnanir í mig. Hefur ekki orðið jafn leiður síðan á fyrri hluta síðustu aldar yfir orðfæri vondrar konu,“ skrifar hún. „En hann hefur ekkert að segja um níðingsskap Samtaka atvinnulífsins sem hafa greitt atkvæði um að reka 20.000 manneskjur launalausar heim í örvæntingu sinni yfir því að geta ekki gert kjarasamning.“ „Harkan er ekki bara á einum stað í þessari deilu" Sólveig Anna virðist ánægðari með orð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformaður Pírata í þættinum sem sagði hörkuna ekki bara á einum stað í þessari deilu. Þórhildur gagnrýndi verkbann sem Samtök atvinnulífsins höfðu boðað og sagði það hafa verið grimma og ábyrgðarlausa aðgerð með skýrt markmið: „Að tæma verkfallssjóði Eflingar og svelta félagsmenn til hlýðni." „Þórhildur Sunna aftur á móti mjög góð,“ segir Sólveig Anna. „Segir, ólíkt Sjálfstæðisprinsinum sem vill bara segja söguna af því sem að gerist inn í hans eigin bitra haus, söguna af því sem að raunverulega skiptir máli: þeim fráleitu og glæpsamlegu aðstæðum sem ríkja í efnahagslegum raunveruleika verka og láglaunafólks." Silfrið í heild sinni má nálgast hér.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira