Forðast þurfi með öllum ráðum að lenda í vonda vítahringnum Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 5. mars 2023 13:00 Sigurður Ingi segir að leita verði allra leiða til að forðast að víxlverkun launahækkana og verðlags hífi verðbólguna upp úr öllu valdi. Vísir/Ívar Formaður Framsóknarflokksins segir að það ófremdarástand sem skapaðist í efnahagsmálum á níunda áratugnum, með víxlverkun launahækkana og verðlags, megi aldrei endurtaka sig. Allir sem eitthvað geti gert verði að leggjast á eitt til að tryggja að svo verði ekki. Verðbólga er nú komin yfir tíu prósent og greiningaraðilar búast margir við að Seðlabankinn hækki meginvexti á næsta vaxtaákvörðunardegi hinn 22. mars. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins óttast að ástand víxlhækkana verðlags og launa sem varði sem endaði með óðaverðbólgu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar endurtaki sig sameininst helstu áhrifaaðilar samfélagsins ekki í baráttunni gegn verðbólgunni. Það hafi verið gert með þjóðarsáttarsamningunum árið 1990. „Þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að stíga þarna inn í, finna einhvers konar samkomulag milli allra aðila, formlegt eða óformlegt, til þess að takast á við það að stoppa þennan vítahring sem við vitum hvar endar. Hann endar illa ef við gerum ekkert,“ segir Sigurður Ingi. Samstillt átak Ríkisstjórnin, aðilar vinnumarkaðarins, Seðlabankinn og fleiri þurfi allir að koma að slíku samkomulagi. Þá væri almenningur ekki undanskilinn. Þörf væri á samstilltu átaki. „Það hefur mér þótt skorta í vetur. Mér hefur þótt menn frekar vera að reyna að finna einhverja leið til að kenna hverjir öðrum um. Síðan, þegar hækka vextir, þá vilja menn sækja það í einhverjum mótvægisaðgerðum, til ríkisins eða í launahækkunum. Þetta er uppskriftin að vonda vítahringnum og þess vegna verðum við að stíga inn í hann. Ég held að við verðum öll að vera tilbúin til þess.“ Staðan í ríkisútgjöldum væri nokkuð góð, þrátt fyrir gagnrýni um annað. Engu að síður væri þörf á auknu aðhaldi. „Við verðum að finna samkomulag um að geta vaxið í þeim takti að við ráðum öll við það, þannig að það fari ekki á yfirsnúning sem kalli síðan á endalausar vaxtahækkanir Seðlabanka eða eitthvert ákall um að hækka laun og verðlag til skiptis. Það er það versta sem getur komið fyrir. Við þekkjum það frá fyrri áratugum og þá leið verðum við að forðast með öllum tiltækum ráðum,“ segir Sigurður Ingi. Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Kjaramál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Verðbólga er nú komin yfir tíu prósent og greiningaraðilar búast margir við að Seðlabankinn hækki meginvexti á næsta vaxtaákvörðunardegi hinn 22. mars. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins óttast að ástand víxlhækkana verðlags og launa sem varði sem endaði með óðaverðbólgu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar endurtaki sig sameininst helstu áhrifaaðilar samfélagsins ekki í baráttunni gegn verðbólgunni. Það hafi verið gert með þjóðarsáttarsamningunum árið 1990. „Þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að stíga þarna inn í, finna einhvers konar samkomulag milli allra aðila, formlegt eða óformlegt, til þess að takast á við það að stoppa þennan vítahring sem við vitum hvar endar. Hann endar illa ef við gerum ekkert,“ segir Sigurður Ingi. Samstillt átak Ríkisstjórnin, aðilar vinnumarkaðarins, Seðlabankinn og fleiri þurfi allir að koma að slíku samkomulagi. Þá væri almenningur ekki undanskilinn. Þörf væri á samstilltu átaki. „Það hefur mér þótt skorta í vetur. Mér hefur þótt menn frekar vera að reyna að finna einhverja leið til að kenna hverjir öðrum um. Síðan, þegar hækka vextir, þá vilja menn sækja það í einhverjum mótvægisaðgerðum, til ríkisins eða í launahækkunum. Þetta er uppskriftin að vonda vítahringnum og þess vegna verðum við að stíga inn í hann. Ég held að við verðum öll að vera tilbúin til þess.“ Staðan í ríkisútgjöldum væri nokkuð góð, þrátt fyrir gagnrýni um annað. Engu að síður væri þörf á auknu aðhaldi. „Við verðum að finna samkomulag um að geta vaxið í þeim takti að við ráðum öll við það, þannig að það fari ekki á yfirsnúning sem kalli síðan á endalausar vaxtahækkanir Seðlabanka eða eitthvert ákall um að hækka laun og verðlag til skiptis. Það er það versta sem getur komið fyrir. Við þekkjum það frá fyrri áratugum og þá leið verðum við að forðast með öllum tiltækum ráðum,“ segir Sigurður Ingi.
Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Kjaramál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira