Felldu mastur sem var mörgum til ama Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2023 14:14 Efsti hluti langbylgjumastursins á Eiðum hrinur eftir að klippt var á stálvíra. Skjáskot á myndbandi. Kormákur Máni Hafsteinsson Langbylgjumastur Ríkisútvarpsins á Eiðum sem reyndi á langlundargeð íbúa á svæðinu var fellt í hádeginu í dag. Aðgerðin er sögð hafa gengið vonum framar en mastrið brotnaði snyrtilega saman þegar klippt var á stálvíra. Mastrið var um 220 metra hátt og var þriðja hæsta mannvirki landsins á eftir tveimur öðrum útvarpsmöstrum. Það var reist fyrir um aldarfjórðungi. Íbúar á svæðinu hafa lengi haft ama af mastrinu og ljósabúnaði þess. Á myndbandi sem Vísir fékk sent frá Kormáki Mána Hafsteinssyni, ljósmyndara, sést hvernig efsti hluti mastursins gaf sig fyrst líkt og það hefði verið brotið saman eins og tommustokkur. Í kjölfarið gefur mastrið sig allt. Klippa: Langbylgjumastrið á Eiðum fellt Staðarmiðillinn Austurfrétt hefur eftir Braga Reynissyni, forstöðumanns tæknisvæðis RÚV, að framkvæmdin hafi gengið vonum framar í dag. Aðeins hafi þurft að skera á tvo víra til þess að mastrið hryndi. Ekki hafi verið vitað hvort það gerðist eða hvort mastrið legðist niður í heilu lagi. Það að mastrið hafi kubbast niður auðveldi hreinsunarstarf á svæðinu þar sem brakið sé nánast allt á sama stað. Ríkisútvarpið segir að tími langbylgjuútsendinga sé nú að líða undir lok og öflugra stuttbylgjukerfi komi í staðinn. Fáir eigi nú útvörp sem nemi langbylgju og því þyki kerfið ekki lengur henta til öryggisútsendinga. Múlaþing Ríkisútvarpið Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Mastrið var um 220 metra hátt og var þriðja hæsta mannvirki landsins á eftir tveimur öðrum útvarpsmöstrum. Það var reist fyrir um aldarfjórðungi. Íbúar á svæðinu hafa lengi haft ama af mastrinu og ljósabúnaði þess. Á myndbandi sem Vísir fékk sent frá Kormáki Mána Hafsteinssyni, ljósmyndara, sést hvernig efsti hluti mastursins gaf sig fyrst líkt og það hefði verið brotið saman eins og tommustokkur. Í kjölfarið gefur mastrið sig allt. Klippa: Langbylgjumastrið á Eiðum fellt Staðarmiðillinn Austurfrétt hefur eftir Braga Reynissyni, forstöðumanns tæknisvæðis RÚV, að framkvæmdin hafi gengið vonum framar í dag. Aðeins hafi þurft að skera á tvo víra til þess að mastrið hryndi. Ekki hafi verið vitað hvort það gerðist eða hvort mastrið legðist niður í heilu lagi. Það að mastrið hafi kubbast niður auðveldi hreinsunarstarf á svæðinu þar sem brakið sé nánast allt á sama stað. Ríkisútvarpið segir að tími langbylgjuútsendinga sé nú að líða undir lok og öflugra stuttbylgjukerfi komi í staðinn. Fáir eigi nú útvörp sem nemi langbylgju og því þyki kerfið ekki lengur henta til öryggisútsendinga.
Múlaþing Ríkisútvarpið Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira