Fann verðmæti í kassa sem átti að fara í Góða hirðinn Máni Snær Þorláksson skrifar 28. febrúar 2023 22:35 Fólkið ætlaði að fara með verðmætin í Góða hirðinn. Vísir/Sigurjón Sigurður Helgi Pálmason, matsmaður og annar stjórnenda þáttarins Fyrir alla muni, hefur hjálpað fólki að finna verðmætar eigur, til dæmis í dánarbúum. Dæmi séu um að fólk geri sér ekki grein fyrir verðmætum sem leynast á heimilum og losi sig því við þau. Rætt var við Sigurð Helga í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sigurður Helgi segir að nokkrir aðilar, hann sjálfur þar með talinn, hafi tekið það að sér að aðstoða fólk við að meta verðmæti hluta, til dæmis í dánarbúum. „Þegar kemur að svona eins og með dánarbú, þegar fólk situr kannski með heilt einbýlishús og það veit í raun og veru ekkert hvar það á að byrja, þá eru nokkrir aðilar sem hafa tekið að sér að koma inn og reyna að aðstoða fólk við að hafa einhverja yfirsýn. Vegna þess að þetta getur verið svo ofboðslega mikið. Það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir er að fólk hendi verðmætum hlutum eða gefi þá.“ Sigurður Helgi er þá spurður hvort Íslendingar séu gjarnir á að henda hlutum án þess að hugsa út í verðmæti þeirra. „Ég held að þetta hafi svolítið breyst,“ segir hann við því. „Fólk hélt betur utan um hlutina að mínu mati hér áður fyrr, fólk nýtti hluti betur. En mín kynslóð, við erum svolítil svona IKEA kynslóð, förum og kaupum nýtt og hendum því sem er gamalt. Kannski er líka notagildið á hlutunum öðruvísi en það var.“ Mismunandi hvers konar hlutir eru verðmætir Aðspurður um það í hvaða hlutum verðmætin liggja oftast segir Sigurður Helgi að það sé mjög mismunandi. „Þetta er alls konar. Það er það sem við sjáum svolítið,“ segir hann. „Þegar ég kem heim til fólks þá er það oft þetta sem fólk heldur að sé mjög verðmætt, það er ekki það sem við erum að leita að. Það er til ofboðslega mikið af gömlum saumavélum sem amma átti og það var Biblía á hverju einasta heimili.“ Sigurður Helgi segir að fólk átti sig kannski ekki á því hvaða hlutir það eru sem geta verið verðmætir. Hann nefnir Montblanc penna og gamlar ljósmyndavélar sem dæmi um slíka hluti. Verðmætar ljósmyndavörur Sigurður Helgi segir þá frá því þegar hann var að hjálpa fólki sem var næstum því búið að fara með mikil verðmæti í Góða hirðinn. „Ég til dæmis man eftir því einu sinni þá fór ég til fólks og í kassa sem átti að fara í Góða hirðinn voru Leica myndavélar og Leica linsur. Leica er náttúrulega þýsk eðal gæðaljósmyndavörur. Ég held að þetta hafi verið á í kringum milljón sem var í þessum kassa.“ Sigurður Helgi telur að fólk líti á svona myndavélar og hugsi með sér að fólk sé hætt að nota þær, því losi það sig við þær. Það er þó ljóst að fólk gæti viljað staldra við áður en það losar sig við svona muni því að sögn Sigurðar Helga tók enga stund að selja ljósmyndavörurnar. „Það var mjög auðvelt að hjálpa fólkinu að koma þessu í verð vegna þess að markaðurinn fyrir þessar ofboðslega vönduðu vörur er til staðar. Fólk bara áttar sig hreinlega ekki á þessu.“ Reykjavík síðdegis Sorpa Grín og gaman Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Rætt var við Sigurð Helga í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sigurður Helgi segir að nokkrir aðilar, hann sjálfur þar með talinn, hafi tekið það að sér að aðstoða fólk við að meta verðmæti hluta, til dæmis í dánarbúum. „Þegar kemur að svona eins og með dánarbú, þegar fólk situr kannski með heilt einbýlishús og það veit í raun og veru ekkert hvar það á að byrja, þá eru nokkrir aðilar sem hafa tekið að sér að koma inn og reyna að aðstoða fólk við að hafa einhverja yfirsýn. Vegna þess að þetta getur verið svo ofboðslega mikið. Það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir er að fólk hendi verðmætum hlutum eða gefi þá.“ Sigurður Helgi er þá spurður hvort Íslendingar séu gjarnir á að henda hlutum án þess að hugsa út í verðmæti þeirra. „Ég held að þetta hafi svolítið breyst,“ segir hann við því. „Fólk hélt betur utan um hlutina að mínu mati hér áður fyrr, fólk nýtti hluti betur. En mín kynslóð, við erum svolítil svona IKEA kynslóð, förum og kaupum nýtt og hendum því sem er gamalt. Kannski er líka notagildið á hlutunum öðruvísi en það var.“ Mismunandi hvers konar hlutir eru verðmætir Aðspurður um það í hvaða hlutum verðmætin liggja oftast segir Sigurður Helgi að það sé mjög mismunandi. „Þetta er alls konar. Það er það sem við sjáum svolítið,“ segir hann. „Þegar ég kem heim til fólks þá er það oft þetta sem fólk heldur að sé mjög verðmætt, það er ekki það sem við erum að leita að. Það er til ofboðslega mikið af gömlum saumavélum sem amma átti og það var Biblía á hverju einasta heimili.“ Sigurður Helgi segir að fólk átti sig kannski ekki á því hvaða hlutir það eru sem geta verið verðmætir. Hann nefnir Montblanc penna og gamlar ljósmyndavélar sem dæmi um slíka hluti. Verðmætar ljósmyndavörur Sigurður Helgi segir þá frá því þegar hann var að hjálpa fólki sem var næstum því búið að fara með mikil verðmæti í Góða hirðinn. „Ég til dæmis man eftir því einu sinni þá fór ég til fólks og í kassa sem átti að fara í Góða hirðinn voru Leica myndavélar og Leica linsur. Leica er náttúrulega þýsk eðal gæðaljósmyndavörur. Ég held að þetta hafi verið á í kringum milljón sem var í þessum kassa.“ Sigurður Helgi telur að fólk líti á svona myndavélar og hugsi með sér að fólk sé hætt að nota þær, því losi það sig við þær. Það er þó ljóst að fólk gæti viljað staldra við áður en það losar sig við svona muni því að sögn Sigurðar Helga tók enga stund að selja ljósmyndavörurnar. „Það var mjög auðvelt að hjálpa fólkinu að koma þessu í verð vegna þess að markaðurinn fyrir þessar ofboðslega vönduðu vörur er til staðar. Fólk bara áttar sig hreinlega ekki á þessu.“
Reykjavík síðdegis Sorpa Grín og gaman Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira