Stuðningsmennirnir brenndu treyju Balotelli í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2023 12:31 Mario Balotelli er að upplifa mjög erfiðar vikur með FC Sion. Getty/DeFodi Images Mario Balotelli spurði um árið: Af hverju alltaf ég? Enn á ný virðist þetta eiga við. Ítalski knattspyrnumaðurinn hefur flakkað á milli félaga undanfarin ár og stoppar oft stutt við á hverjum stað. Við þekkjum hann frá því að hann spilaði með Manchester City, Internazionale og seinna með Liverpool. Undanfarin ár hefur þessi fyrrum lofaði framherji hins vegar fjarlægst bestu deildir í Evrópu. Nú er hann leikmaður Sion í Sviss. Það byrjaði ágætlega og Mario Balotelli skoraði meðal annars í fjórum leikjum í röð í október. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Nú er hins vegar svo komið að Balotelli hefur ekki skorað fyrir Sion síðan um miðjan nóvember. Hann bar fyrirliðabandið um helgina en ekki breytti það miklu. Það sem meira er að liðið steinlá 4-0 á móti St. Gallen á heimavelli. Sion hefur ekki unnið leik síðan í október og tapið um helgina var það fimmta í síðustu sjö leikjum. Stuðningsmennirnir hafa ákveðið að gera Balotelli að blóraböggli. Áróðursborðum í stúkunni var beint gegn honum og á einum stóð: Annað hvort legðu þig fram í treyjunni eða drullaðu þér í burtu. Eftir að liðið fékk á sig hvert markið á fætur öðru í leiknum þá ákváðu stuðningsmennirnir að gang svo langt að brenna treyju Balotelli í stúkunni. Þau gætu því ekki verið skýrari skilaboðin frá þeim. Sion liðið er í bullandi fallhættu með jafnmörg stig og botnliðið en með betri markatölu. Fyrir tíu umferðum var liðið í þriðja sætinu en síðan hefur verið algjört hrun. Sion fans are actually so pissed with the lackluster performance of Mario Balotelli that they started burning his jersey during the last match, when they lost to FC St. Gallen 0-4 at home.https://t.co/Fhqtevb2is#Balotelli #MarioBalotelli #FCSion pic.twitter.com/dI5fOJJlqJ— Swiss Football Data (@swissfootdata) February 26, 2023 Sviss Fótbolti Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Ítalski knattspyrnumaðurinn hefur flakkað á milli félaga undanfarin ár og stoppar oft stutt við á hverjum stað. Við þekkjum hann frá því að hann spilaði með Manchester City, Internazionale og seinna með Liverpool. Undanfarin ár hefur þessi fyrrum lofaði framherji hins vegar fjarlægst bestu deildir í Evrópu. Nú er hann leikmaður Sion í Sviss. Það byrjaði ágætlega og Mario Balotelli skoraði meðal annars í fjórum leikjum í röð í október. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Nú er hins vegar svo komið að Balotelli hefur ekki skorað fyrir Sion síðan um miðjan nóvember. Hann bar fyrirliðabandið um helgina en ekki breytti það miklu. Það sem meira er að liðið steinlá 4-0 á móti St. Gallen á heimavelli. Sion hefur ekki unnið leik síðan í október og tapið um helgina var það fimmta í síðustu sjö leikjum. Stuðningsmennirnir hafa ákveðið að gera Balotelli að blóraböggli. Áróðursborðum í stúkunni var beint gegn honum og á einum stóð: Annað hvort legðu þig fram í treyjunni eða drullaðu þér í burtu. Eftir að liðið fékk á sig hvert markið á fætur öðru í leiknum þá ákváðu stuðningsmennirnir að gang svo langt að brenna treyju Balotelli í stúkunni. Þau gætu því ekki verið skýrari skilaboðin frá þeim. Sion liðið er í bullandi fallhættu með jafnmörg stig og botnliðið en með betri markatölu. Fyrir tíu umferðum var liðið í þriðja sætinu en síðan hefur verið algjört hrun. Sion fans are actually so pissed with the lackluster performance of Mario Balotelli that they started burning his jersey during the last match, when they lost to FC St. Gallen 0-4 at home.https://t.co/Fhqtevb2is#Balotelli #MarioBalotelli #FCSion pic.twitter.com/dI5fOJJlqJ— Swiss Football Data (@swissfootdata) February 26, 2023
Sviss Fótbolti Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira