Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2023 07:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vandar Samtökum atvinnulifsins ekki kveðjurnar í grein á Vísi. Í forgrunni er Halldór Benjamín Þorbergson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Arnar Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. Aðildarfélög samþykktu verkbann á fleiri en 20.000 félaga í Eflingu í síðustu viku. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði það neyðarúrræði til að bregðast við harðandi verkfallsaðgerðum Eflingar og áhugaleysi um að semja. Í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að í verkbanninu felist hótun um að félagsmenn verði sviptir launum frá og með fimmtudeginum. „Áhrifamáttur þessarar aðgerðar er mikill af einfaldri ástæðu: fólk sem getur vart lifað af launum sínum getur augljóslega ekki lifað án þeirra. Samtök atvinnulífsins stóla á að það sé auðveldara að svelta fólk sem býr þegar við hungurmörk til hlýðni.“ skrifar Sólveig Anna. Verkbannið snúist raunverulega um að sýna Eflingu og öðrum stéttarfélögum og stjórnvöldum hver ráði. „Með því að taka lífsviðurværið af 20.000 fjölskyldum ætla Samtök atvinnulífsins að sýna hverjir það eru sem halda um tauma ógnarstjórnar á íslenskum vinnumarkaði.“ segir formaðurinn. Spili sig sem einræðisherra Samtök atvinnulífsins hafi reynt að spila sig sem „einræðisherra hins íslenska vinnumarkaðar“ sem láti eins og öllum sé skylt að framfylgja „gerræðislegum hótunum þeirra“, jafnvel atvinnurekendur sem standi utan samtakanna. „Efling mun aldrei gefast upp fyrir ofbeldi og ógnarstjórn. Efling fordæmir verkbann Samtaka atvinnulífsins og mun berjast gegn því af alefli,“ skrifar Sólveig Anna. Boðar hún aðgerðir í hádeginu á fimmtudag þegar verkbannið hefst. Öllum þeim sem lenda í verkbanninu sé boðið að taka þátt í þeim. „Sterkasta afl verkafólks er fjöldinn og samstaðan og félagið mun sýna þann styrk í verki í baráttu gegn verkbanninu á næstu vikum,“ segir hún. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Aðildarfélög samþykktu verkbann á fleiri en 20.000 félaga í Eflingu í síðustu viku. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði það neyðarúrræði til að bregðast við harðandi verkfallsaðgerðum Eflingar og áhugaleysi um að semja. Í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að í verkbanninu felist hótun um að félagsmenn verði sviptir launum frá og með fimmtudeginum. „Áhrifamáttur þessarar aðgerðar er mikill af einfaldri ástæðu: fólk sem getur vart lifað af launum sínum getur augljóslega ekki lifað án þeirra. Samtök atvinnulífsins stóla á að það sé auðveldara að svelta fólk sem býr þegar við hungurmörk til hlýðni.“ skrifar Sólveig Anna. Verkbannið snúist raunverulega um að sýna Eflingu og öðrum stéttarfélögum og stjórnvöldum hver ráði. „Með því að taka lífsviðurværið af 20.000 fjölskyldum ætla Samtök atvinnulífsins að sýna hverjir það eru sem halda um tauma ógnarstjórnar á íslenskum vinnumarkaði.“ segir formaðurinn. Spili sig sem einræðisherra Samtök atvinnulífsins hafi reynt að spila sig sem „einræðisherra hins íslenska vinnumarkaðar“ sem láti eins og öllum sé skylt að framfylgja „gerræðislegum hótunum þeirra“, jafnvel atvinnurekendur sem standi utan samtakanna. „Efling mun aldrei gefast upp fyrir ofbeldi og ógnarstjórn. Efling fordæmir verkbann Samtaka atvinnulífsins og mun berjast gegn því af alefli,“ skrifar Sólveig Anna. Boðar hún aðgerðir í hádeginu á fimmtudag þegar verkbannið hefst. Öllum þeim sem lenda í verkbanninu sé boðið að taka þátt í þeim. „Sterkasta afl verkafólks er fjöldinn og samstaðan og félagið mun sýna þann styrk í verki í baráttu gegn verkbanninu á næstu vikum,“ segir hún.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira