„Ég lá á gólfinu, spilandi á gítarinn í einhverjum mínus“ Máni Snær Þorláksson skrifar 24. febrúar 2023 11:38 Skjáskot úr tónlistarmyndbandinu. Síðastliðinn miðvikudag gaf tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir út sitt annað sólólag. Laginu fylgir tónlistarmyndband sem leikstýrt er af Þóru Hilmarsdóttur. Nanna Bryndís er hvað þekktust fyrir að vera söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, sem óhætt er að segja að hafi farið sigurför um heiminn. Núna er væntanleg sóló plata frá Nönnu en hún kemur út þann 5. maí næstkomandi. Á meðal laganna sem verða á plötunni er Crybaby sem kom út á miðvikudaginn. Lagið er samið í húsi Nönnu í sveitinni. Það ferðaðist síðan yfir hafið til New York, þar tók Nanna lagið upp í Long Pond hljóðverinu hjá Aaron Dessner. Nanna tók lagið svo aftur til Íslands þar sem hún lagði lokahönd á það. „Ég samdi lagið upp í sveit. Ég fór þangað til þess að vera ein og ég man að ég lá á gólfinu, spilandi á gítarinn í einhverjum mínus yfir allskonar. Mér fannst það pínu dramatískt og fyndið svo ég kallaði lagið Crybaby til að hlæja smá af þessu öllu saman,“ er haft eftir Nönnu í tilkynningu. „Þetta setti tóninn fyrir mikið af plötunni, þetta með að reyna að taka sjálfa sig ekki of alvarlega þótt þér líði þannig.“ Sem fyrr segir er myndbandinu við lagið leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur. Í því má sjá Nönnu dansa eina undir diskókúlu í fámennri samkomu. „Hún virðist vera í sínum eigin heimi á meðan hún reynir að ná athygli og tengjast gestunum,“ segir í tilkynningunni. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Nanna - Crybaby Greint var frá því í vikunni að Nanna kæmi fram á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember. Það verða þó ekki einu tónliekarnir hennar í ár því hún ætlar í tónleikaferðalag í Bandaríkjunum í sumar. Ástralska tónlistarkonan Indigo Sparke mun hita upp fyrir Nönnu á tónleikunum úti. Nánari upplýsingar má finna um tónleikana á vefsíðu Nönnu. Tónlist Of Monsters and Men Bandaríkin Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Nanna Bryndís er hvað þekktust fyrir að vera söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, sem óhætt er að segja að hafi farið sigurför um heiminn. Núna er væntanleg sóló plata frá Nönnu en hún kemur út þann 5. maí næstkomandi. Á meðal laganna sem verða á plötunni er Crybaby sem kom út á miðvikudaginn. Lagið er samið í húsi Nönnu í sveitinni. Það ferðaðist síðan yfir hafið til New York, þar tók Nanna lagið upp í Long Pond hljóðverinu hjá Aaron Dessner. Nanna tók lagið svo aftur til Íslands þar sem hún lagði lokahönd á það. „Ég samdi lagið upp í sveit. Ég fór þangað til þess að vera ein og ég man að ég lá á gólfinu, spilandi á gítarinn í einhverjum mínus yfir allskonar. Mér fannst það pínu dramatískt og fyndið svo ég kallaði lagið Crybaby til að hlæja smá af þessu öllu saman,“ er haft eftir Nönnu í tilkynningu. „Þetta setti tóninn fyrir mikið af plötunni, þetta með að reyna að taka sjálfa sig ekki of alvarlega þótt þér líði þannig.“ Sem fyrr segir er myndbandinu við lagið leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur. Í því má sjá Nönnu dansa eina undir diskókúlu í fámennri samkomu. „Hún virðist vera í sínum eigin heimi á meðan hún reynir að ná athygli og tengjast gestunum,“ segir í tilkynningunni. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Nanna - Crybaby Greint var frá því í vikunni að Nanna kæmi fram á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember. Það verða þó ekki einu tónliekarnir hennar í ár því hún ætlar í tónleikaferðalag í Bandaríkjunum í sumar. Ástralska tónlistarkonan Indigo Sparke mun hita upp fyrir Nönnu á tónleikunum úti. Nánari upplýsingar má finna um tónleikana á vefsíðu Nönnu.
Tónlist Of Monsters and Men Bandaríkin Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira