Sigurbjörg: „Fullt af góðum hlutum sem kom út úr þessum leik, en það er fullt sem við þurfum að bæta líka“ Siggeir Ævarsson skrifar 22. febrúar 2023 20:49 Sigurbjörg Sigurðardóttir er þjálfari ÍR. Vísir/Bára Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir, þjálfari ÍR, var nokkuð upplitsdjörf þrátt fyrir enn eitt tapið en hennar konur töpuðu gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í nokkuð ójöfnum leik þar sem lokatölurnar urðu 77-62. Grindvíkingar létu ÍR-inga hafa töluvert fyrir hlutunum í kvöld með stífum og áköfum varnarleik nánast látlaust í 40 mínútur. „Þær gerðu það alveg klárlega en mér fannst við eiga góð „run“ og náðum þessu niður í sex stig á tímabili. En svo misstum við stundum hausinn þegar þær komu með áhlaup, það var eins og við hefðum ekki búist við því að þær myndu koma til baka sem maður vissi alltaf að þær myndu gera. Það var fullt af góðum hlutum sem kom út úr þessum leik, en það er fullt sem við þurfum að bæta líka.“ Það er kannski saga ÍR í vetur? Margt jákvætt sem má taka útúr flestum leikjum en það vantar þennan herslumun, að púsla góðu hlutunum saman í heilan góðan sigurleik? „Já, en mér fannst við samt loksins vera að tala almennilega saman í vörninni. Það er búið að vera svolítið vandamál hjá okkur og vörnin þar af leiðandi oft ekki búin að vera góð. En það komu lengri kaflar en oft áður í kvöld þar sem vörnin okkar gekk upp og við töluðum saman og mér finnst það frábært.“ ÍR-ingar þurfa sennilega á einhverskonar kraftaverki að halda ef þær ætla að bjarga sér frá falli úr þessu og það eru ekki beinlínis léttir leikir framundan, en þær eiga næst leik gegn Haukum á sunnudaginn. Er kominn einhver skjálfti í hópinn þegar fall virðist blasa við? „Enginn skjálfti. Það er bara einn leikur í einu og þessar stelpur eru góðar andlega og mér finnst engin hræðsla vera í þeim þannig lagað séð. Við þurfum bara að vera með sama viðhorf í leikjum sem við eigum að vinna.“ Blaðamannastúkan í kvöld var staðsett við hlið bekkjarins hjá ÍR og það vakti athygli blaðamanns að leikmenn ÍR virtustu oft vera hreinlega uppgefnar þegar þær skiptu útaf. Var það varnarleikur Grindvíkinga sem dró svona af þeim eða var eitthvað annað í gangi? „Við náttúrulega misstum manneskju úr róterinu hjá okkur svo að það voru færri leikmenn og um leið og ein er dottin þá munar um það. En við vorum líka að spila hraðan bolta og skipta hraðar í vörninni en vanalega og það tekur á.“ Sigurbjörg var dugleg að láta dómarana heyra það í kvöld og fékk á einum tímapunkti aðvörun þó svo að hún hafi sloppið við tæknivillu. Fannst henni halla á sitt lið í kvöld? „Ekki mikið en það var alveg stundum sem mér fannst dómgæslan svolítið mismunandi eftir því hver var næst, hvort það var dæmt á hlutina eða ekki. Mér fannst bara vanta jafnari línu.“ Subway-deild kvenna ÍR UMF Grindavík Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
Grindvíkingar létu ÍR-inga hafa töluvert fyrir hlutunum í kvöld með stífum og áköfum varnarleik nánast látlaust í 40 mínútur. „Þær gerðu það alveg klárlega en mér fannst við eiga góð „run“ og náðum þessu niður í sex stig á tímabili. En svo misstum við stundum hausinn þegar þær komu með áhlaup, það var eins og við hefðum ekki búist við því að þær myndu koma til baka sem maður vissi alltaf að þær myndu gera. Það var fullt af góðum hlutum sem kom út úr þessum leik, en það er fullt sem við þurfum að bæta líka.“ Það er kannski saga ÍR í vetur? Margt jákvætt sem má taka útúr flestum leikjum en það vantar þennan herslumun, að púsla góðu hlutunum saman í heilan góðan sigurleik? „Já, en mér fannst við samt loksins vera að tala almennilega saman í vörninni. Það er búið að vera svolítið vandamál hjá okkur og vörnin þar af leiðandi oft ekki búin að vera góð. En það komu lengri kaflar en oft áður í kvöld þar sem vörnin okkar gekk upp og við töluðum saman og mér finnst það frábært.“ ÍR-ingar þurfa sennilega á einhverskonar kraftaverki að halda ef þær ætla að bjarga sér frá falli úr þessu og það eru ekki beinlínis léttir leikir framundan, en þær eiga næst leik gegn Haukum á sunnudaginn. Er kominn einhver skjálfti í hópinn þegar fall virðist blasa við? „Enginn skjálfti. Það er bara einn leikur í einu og þessar stelpur eru góðar andlega og mér finnst engin hræðsla vera í þeim þannig lagað séð. Við þurfum bara að vera með sama viðhorf í leikjum sem við eigum að vinna.“ Blaðamannastúkan í kvöld var staðsett við hlið bekkjarins hjá ÍR og það vakti athygli blaðamanns að leikmenn ÍR virtustu oft vera hreinlega uppgefnar þegar þær skiptu útaf. Var það varnarleikur Grindvíkinga sem dró svona af þeim eða var eitthvað annað í gangi? „Við náttúrulega misstum manneskju úr róterinu hjá okkur svo að það voru færri leikmenn og um leið og ein er dottin þá munar um það. En við vorum líka að spila hraðan bolta og skipta hraðar í vörninni en vanalega og það tekur á.“ Sigurbjörg var dugleg að láta dómarana heyra það í kvöld og fékk á einum tímapunkti aðvörun þó svo að hún hafi sloppið við tæknivillu. Fannst henni halla á sitt lið í kvöld? „Ekki mikið en það var alveg stundum sem mér fannst dómgæslan svolítið mismunandi eftir því hver var næst, hvort það var dæmt á hlutina eða ekki. Mér fannst bara vanta jafnari línu.“
Subway-deild kvenna ÍR UMF Grindavík Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira