Dagný um súra endinn á 2022: Gott að koma saman núna og byrja upp á nýtt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 13:30 Dagný Brynjarsdóttir sést hér eftir tapleikinn á móti Portúgal þar sem íslenska liðið missti af HM. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið varð í gær Pinatar Cup meistari eftir 5-0 sigur á Filippseyjum í þriðja og síðasta leik sínum á æfingarmótinu á Spáni. Íslenska liðið var taplaust á mótinu, vann tvo af þremur leikjum og fékk ekki á sig mark. Markatalan var 7-0 Íslandi í vil. Dagný Brynjarsdóttir ræddi við KSÍ TV eftir leikinn í gær en hún var með fyrirliðabandið þar sem Glódís Perla Viggósdóttir hvíld í þessum leik. „Mér fannst við laga margt sem við þurftum að laga eftir síðustu tvo leiki á undan. Það var stígandi í þessu hjá okkur með hverjum leik,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. „Þetta lið hefur ekki verið að fá mikið af mörkum á sig þannig að það var mjög gott að skora fimm mörk hjá þeim. Við höldum hreinu allt mótið og það er líka jákvætt. Við sköpuðu fleiri færi í dag heldur en í hinum leikjunum og kláruðum þau,“ sagði Dagný. Er Dagný sátt með mótið í heild sinni? „Já, já. Auðvitað hefðum við viljað spila betur á móti Wales og Skotlandi því það voru ekki okkar bestu leikir en kannski er ekki það besta fyrir okkur að spila leiki á þessum tíma. Það eru ekki margir leikmenn byrjaðir að spila með sínum liðum og við erum með fáa leikmenn í vetrardeildum,“ sagði Dagný. „Það var því við því að búast að þetta yrðu ekki okkar sterkustu leikir strax og við höfum náttúrulega ekki spilað saman síðan í október. Við hefðum kannski átt að byrja hina tvo leikina aðeins betur en kannski er það eðlilegt miðað við árstíma og hvar leikmenn eru á sínum tímabilum í dag,“ sagði Dagný. Íslenska liðið var saman á Spáni í tíu daga og hvernig metur Dagný ferðina. „Þetta var flott. Við náðum að þjappa hópnum aðeins saman. Það voru nokkrir nýliðar eins og Diljá og Olla sem fengu að kynnast hópnum vel. Síðast þegar við vorum saman þá töpuðum við á móti Portúgal og enduðum síðasta ár því erfiðlega. Það var erfitt að rífa sig upp úr því og það var því gott að koma saman núna og byrja upp á nýtt,“ sagði Dagný. Íslenska liðið endaði árið 2022 á að tapa á móti Portúgal í leik þar sem sigur hefði komið okkar stelpum inn á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn. Það má sjá allt viðtalið við Dagnýju hér fyrir neðan. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Íslenska liðið var taplaust á mótinu, vann tvo af þremur leikjum og fékk ekki á sig mark. Markatalan var 7-0 Íslandi í vil. Dagný Brynjarsdóttir ræddi við KSÍ TV eftir leikinn í gær en hún var með fyrirliðabandið þar sem Glódís Perla Viggósdóttir hvíld í þessum leik. „Mér fannst við laga margt sem við þurftum að laga eftir síðustu tvo leiki á undan. Það var stígandi í þessu hjá okkur með hverjum leik,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. „Þetta lið hefur ekki verið að fá mikið af mörkum á sig þannig að það var mjög gott að skora fimm mörk hjá þeim. Við höldum hreinu allt mótið og það er líka jákvætt. Við sköpuðu fleiri færi í dag heldur en í hinum leikjunum og kláruðum þau,“ sagði Dagný. Er Dagný sátt með mótið í heild sinni? „Já, já. Auðvitað hefðum við viljað spila betur á móti Wales og Skotlandi því það voru ekki okkar bestu leikir en kannski er ekki það besta fyrir okkur að spila leiki á þessum tíma. Það eru ekki margir leikmenn byrjaðir að spila með sínum liðum og við erum með fáa leikmenn í vetrardeildum,“ sagði Dagný. „Það var því við því að búast að þetta yrðu ekki okkar sterkustu leikir strax og við höfum náttúrulega ekki spilað saman síðan í október. Við hefðum kannski átt að byrja hina tvo leikina aðeins betur en kannski er það eðlilegt miðað við árstíma og hvar leikmenn eru á sínum tímabilum í dag,“ sagði Dagný. Íslenska liðið var saman á Spáni í tíu daga og hvernig metur Dagný ferðina. „Þetta var flott. Við náðum að þjappa hópnum aðeins saman. Það voru nokkrir nýliðar eins og Diljá og Olla sem fengu að kynnast hópnum vel. Síðast þegar við vorum saman þá töpuðum við á móti Portúgal og enduðum síðasta ár því erfiðlega. Það var erfitt að rífa sig upp úr því og það var því gott að koma saman núna og byrja upp á nýtt,“ sagði Dagný. Íslenska liðið endaði árið 2022 á að tapa á móti Portúgal í leik þar sem sigur hefði komið okkar stelpum inn á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn. Það má sjá allt viðtalið við Dagnýju hér fyrir neðan.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira