Telur að tillaga um verkbann sé þvingunaraðgerð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 14:30 Magnús M. Norðdahl sérfræðingur á sviði alþjóða- og vinnumarkaðsmála hjá ASÍ segir að verkbannsvopnið sé ekki til þess fallið að liðka fyrir samningaviðræðum. Vísir Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar í gær með nokkuð afgerandi meirihluta þeirra sem tóku þátt. Vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ segir afar sjaldgæft að atvinnurekendur nýti sér verkbannsvopnið í kjaradeilum til þvingunaraðgerða eins og nú sér gert Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Samtaka atvinnulífsins um verkbann á allt félagsfólk Eflingar sem vinnur eftir kjarasamningum sem gerðir hafa verið við Samtökin hófst í gær. Um er að ræða ótímabundið verkbann sem hefst á hádegi fimmtudaginn 2. mars næstkomandi, hafi kjarasamningar ekki náðst eða verkfalli Eflingar aflýst fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun klukkan fjögur. Allir félagsmenn SA, tæplega tvö þúsund, greiða atkvæði. Atkvæðisréttur byggir á atkvæðaskrá SA. Atkvæðamagn byggir því á greiddum félagsgjöldum árið 2022 miðað við stöðuna um áramót samkvæmt upplýsingum frá Samtökum atvinnulífsins. Magnús M. Norðdahl sérfræðingur á sviði alþjóða- og vinnumarkaðsmála hjá ASÍ segir að verkbannsvopnið sé ekki til þess fallið að liðka fyrir samningaviðræðum. „Mér skilst að atvinnurekendur hafi notað verkbannsvopnið um fimmtíu sinnum í gegnum tíðina í kjaradeilum við verkafólk en það hefur aldrei náð til eins margra og í þetta skipti eða ríflega tuttugu þúsund þúsund manns. Komi til þess mun það hafa afar gífurleg áhrif á allt samfélagið. Ég tel að þegar verkbanni er beitt með þessum hætti sé það ekki endilega til þess fallið að liðka fyrir samningaviðræðum. Það hefur jafnan verið hugsað sem vopn til þess að verja atvinnurekendur tjóni í verkföllum, það er að koma í veg fyrir það að þeir þurfi að hafa á launaskrá í fyrirtækjum sínum starfsfólk sem ekki getur gegnt venjulegum störfum sínum vegna þess að hluti starfsfólks er í verkfalli. En með þessum hætti kannast ég ekki við að því hafi verið beitt eða sem þvingunarvopni til að ná fram samningsniðurstöðu, því alla jafna eru það nú verkalýðsfélögin sem eru með kröfur en ekki atvinnurekendur,“ segir Magnús. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Samtaka atvinnulífsins um verkbann á allt félagsfólk Eflingar sem vinnur eftir kjarasamningum sem gerðir hafa verið við Samtökin hófst í gær. Um er að ræða ótímabundið verkbann sem hefst á hádegi fimmtudaginn 2. mars næstkomandi, hafi kjarasamningar ekki náðst eða verkfalli Eflingar aflýst fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun klukkan fjögur. Allir félagsmenn SA, tæplega tvö þúsund, greiða atkvæði. Atkvæðisréttur byggir á atkvæðaskrá SA. Atkvæðamagn byggir því á greiddum félagsgjöldum árið 2022 miðað við stöðuna um áramót samkvæmt upplýsingum frá Samtökum atvinnulífsins. Magnús M. Norðdahl sérfræðingur á sviði alþjóða- og vinnumarkaðsmála hjá ASÍ segir að verkbannsvopnið sé ekki til þess fallið að liðka fyrir samningaviðræðum. „Mér skilst að atvinnurekendur hafi notað verkbannsvopnið um fimmtíu sinnum í gegnum tíðina í kjaradeilum við verkafólk en það hefur aldrei náð til eins margra og í þetta skipti eða ríflega tuttugu þúsund þúsund manns. Komi til þess mun það hafa afar gífurleg áhrif á allt samfélagið. Ég tel að þegar verkbanni er beitt með þessum hætti sé það ekki endilega til þess fallið að liðka fyrir samningaviðræðum. Það hefur jafnan verið hugsað sem vopn til þess að verja atvinnurekendur tjóni í verkföllum, það er að koma í veg fyrir það að þeir þurfi að hafa á launaskrá í fyrirtækjum sínum starfsfólk sem ekki getur gegnt venjulegum störfum sínum vegna þess að hluti starfsfólks er í verkfalli. En með þessum hætti kannast ég ekki við að því hafi verið beitt eða sem þvingunarvopni til að ná fram samningsniðurstöðu, því alla jafna eru það nú verkalýðsfélögin sem eru með kröfur en ekki atvinnurekendur,“ segir Magnús.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira