Telur að félagsmenn samþykki verkbann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 19:12 Félagsmenn SA greiða nú atkvæði um tillögu stjórnar samtakanna um verkbann á félagsmenn Eflingar. Verði hún samþykkt hefst verkbannið 2. mars þ.e. ef deila samtakanna og Eflingar er enn óleyst þá. Vísir/Vilhelm Verði verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. Stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í morgun að boða til atkvæðagreiðslu hjá öllum félagsmönnum sínum um boðun verkbanns á ríflega tuttugu þúsund félagsmenn Eflingar og lýkur henni á miðvikudag. Það var gert eftir að árangurslausum samningaviðræðum samtakanna og Eflingar var slitið hjá Ríkissáttasemjara í gær. Farið var yfir nýjustu vendingar í kjaradeilu SA og Eflingar í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Með þessari atkvæðagreiðslu sem fór af stað í dag erum við í raun að segja að við ætlum að bera hönd yfir höfuð okkar á meðan að verkfallshrina Eflingar gengur yfir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA. „Með þessari atkvæðagreiðslu sem fór af stað í dag erum við í raun að segja að við ætlum að bera hönd yfir höfuð okkar á meðan að verkfallshrina Eflingar gengur yfir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Starfsfólki í 45 atvinnugreinum yrði meinað að vinna Verkbönn atvinnurekenda hafa verið fátíð hér á landi en á vef ASÍ um framkvæmd slíkrar aðgerðar kemur fram um hana gildi að flestu leyti sömu sjónarmið og um framkvæmd verkfalls. Vinna er ekki innt af hendi og laun ekki greidd. Verði tillaga um verkbannið samþykkt hefst það 2. mars og verður það um leið umfangsmesta aðgerð sinnar tegundar hér á landi og mun ná til starfsmanna í fjörutíu og fimm atvinnugreinum. Meðal starfsfólks sem verður þá meinað að vinna verður fiskvinnslufólk, starfsfólk veitinga-og gistihúsa, hópbifreiðarstjórar, ræstingarfólk, starfsmenn á bensínstöðvum og almennt iðnverkafólk. Telur að verkbann verði samþykkt Halldór Benjamín telur að verkbannið nái fram að ganga. „Verði verkbannið samþykkt sem ég geri ráð fyrir þá styrkir þetta aðeins stöðu okkar. Við afhendum ekki bara Eflingu dagskrárvald á íslenskum vinnumarkaði heldur getum við reynt að lágmarka það tjón sem þó verður,“ segir Halldór. Aðspurður um hvernig aðgerðin lágmarki tjón félagsmanna SA segir Halldór of snemmt að úttala sig um það. Aðspurður um hvort SA hafi reiknað út hversu kostnaðarsamar aðgerðir eins og verkbann og verkföll eru á móti kostnaðinum við að ganga að kröfum Eflingar svarar Halldór: „Við buðum Eflingu upp á Eflingarútfærslu fyrir Eflingarfólk um helgina. Vandinn er að til viðbótar við það voru fjöldamargar kröfur sem að önnur stéttarfélög hafa ekki komið með. Þær yrðu þess valdandi að við myndum fara langt út fyrir þann ramma sem markaður var í samskiptum okkar við félögin hjá SGS og verslunarmenn, iðnaðarmenn, blaðamenn, bankamenn eða alla okkar viðsemjendur þannig að svarið við því er að við getum því miður ekki brugðist trausti þessa fólks,“ segir Halldór. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í morgun að boða til atkvæðagreiðslu hjá öllum félagsmönnum sínum um boðun verkbanns á ríflega tuttugu þúsund félagsmenn Eflingar og lýkur henni á miðvikudag. Það var gert eftir að árangurslausum samningaviðræðum samtakanna og Eflingar var slitið hjá Ríkissáttasemjara í gær. Farið var yfir nýjustu vendingar í kjaradeilu SA og Eflingar í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Með þessari atkvæðagreiðslu sem fór af stað í dag erum við í raun að segja að við ætlum að bera hönd yfir höfuð okkar á meðan að verkfallshrina Eflingar gengur yfir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA. „Með þessari atkvæðagreiðslu sem fór af stað í dag erum við í raun að segja að við ætlum að bera hönd yfir höfuð okkar á meðan að verkfallshrina Eflingar gengur yfir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Starfsfólki í 45 atvinnugreinum yrði meinað að vinna Verkbönn atvinnurekenda hafa verið fátíð hér á landi en á vef ASÍ um framkvæmd slíkrar aðgerðar kemur fram um hana gildi að flestu leyti sömu sjónarmið og um framkvæmd verkfalls. Vinna er ekki innt af hendi og laun ekki greidd. Verði tillaga um verkbannið samþykkt hefst það 2. mars og verður það um leið umfangsmesta aðgerð sinnar tegundar hér á landi og mun ná til starfsmanna í fjörutíu og fimm atvinnugreinum. Meðal starfsfólks sem verður þá meinað að vinna verður fiskvinnslufólk, starfsfólk veitinga-og gistihúsa, hópbifreiðarstjórar, ræstingarfólk, starfsmenn á bensínstöðvum og almennt iðnverkafólk. Telur að verkbann verði samþykkt Halldór Benjamín telur að verkbannið nái fram að ganga. „Verði verkbannið samþykkt sem ég geri ráð fyrir þá styrkir þetta aðeins stöðu okkar. Við afhendum ekki bara Eflingu dagskrárvald á íslenskum vinnumarkaði heldur getum við reynt að lágmarka það tjón sem þó verður,“ segir Halldór. Aðspurður um hvernig aðgerðin lágmarki tjón félagsmanna SA segir Halldór of snemmt að úttala sig um það. Aðspurður um hvort SA hafi reiknað út hversu kostnaðarsamar aðgerðir eins og verkbann og verkföll eru á móti kostnaðinum við að ganga að kröfum Eflingar svarar Halldór: „Við buðum Eflingu upp á Eflingarútfærslu fyrir Eflingarfólk um helgina. Vandinn er að til viðbótar við það voru fjöldamargar kröfur sem að önnur stéttarfélög hafa ekki komið með. Þær yrðu þess valdandi að við myndum fara langt út fyrir þann ramma sem markaður var í samskiptum okkar við félögin hjá SGS og verslunarmenn, iðnaðarmenn, blaðamenn, bankamenn eða alla okkar viðsemjendur þannig að svarið við því er að við getum því miður ekki brugðist trausti þessa fólks,“ segir Halldór.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira