Stjórnvöld verða að bjóða unglingum nautaat Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. febrúar 2023 15:01 Las Ventas í Madrid er stærsti nautaatshringur Spánar. Francisco Guerra/Getty Images Hæstiréttur Spánar segir að nautaat sé hluti af menningararfi spænsku þjóðarinnar. Þess vegna verði stjórnvöld að leyfa ungu fólki að nota menningarstyrk sem það fær við 18 ára aldur, til að að fara á nautaat. Ríkisstjórn sósíalista ákvað í fyrra að útiloka nautaat frá menningarstyrknum. Öll ungmenni frá menningarfríkort Spænsk stjórnvöld gefa ungmennum menningarkort þegar þau verða 18 ára. Þetta er að mörgu leyti sambærilegt við íslenska frístundakortið, með þessu korti geta þau notið menningar fyrir 400 evrur, andvirði um 60.000 króna. Tilgangurinn er að hjálpa menningartengdri starfsemi að rétta úr kútnum eftir hremmingar Covid-19, og um leið, auðvitað, að opna augu ungs fólk fyrir þeirri menningu sem stendur því til boða. Nautaat ekki í boði Að sjálfsögðu var opnuð vefsíða þegar kortið var kynnt til sögunnar, í fyrra, með öllum þeim aragrúa menningartilboða sem Spánn býður uppá. Nema nautaati. Það var hvergi að finna. Nautaatssjóðurinn, sem eru frjáls félagasamtök, sem berjast fyrir tilvist og viðgangi nautaats í heimi sem í auknum mæli hafnar þessari athöfn sem skemmtun eða menningu, tók þetta óstinnt upp og dró stjórnvöld fyrir dómstóla. Nautaat væri viðurkennt sem rótgróinn menningararfur í spænsku samfélagi og menningarmálaráðuneytið og ríkisstjórn sósíalista stundaði samhliða útgáfu menningarstyrksins hugmyndafræðilega mismunun og menningarlega ritskoðun, allt byggt á andstöðu ríkjandi stjórnvalda við nautaat. Auk þess væri verið að gera þessari atvinnugrein erfiðara fyrir að reisa sig upp úr öskustó faraldursins, en hún skilar rúmum fjórum milljörðum evra í ríkiskassann á ári hverju og veitir rúmlega 50.000 manns atvinnu. Nautat er skilgreint sem menningarlegur arfur Dómur Hæstaréttar var afdráttarlaus, samkvæmt lögum frá 2013 væri nautaat „menningarlegur arfur“, og Victorino Martín, formaður félags nautaræktenda á Spáni, segir að dómurinn sé mikið fagnaðarefni, ekki bara fyrir áhugamenn um nautaat, heldur fyrir allt samfélagið. Þetta þýði einfaldlega að stjórnvöld verði að fara að lögum, burtséð frá skoðunum eða smekk einstakra ráðherra. Menningarmálaráðuneytið hefur, vitaskuld, gefið út yfirlýsingu um að dómi Hæstaréttar verði fylgt. Nautaat á í vök að verjast Nautaat á í mikilli vök að verjast á Spáni, ekki bara vegna Covid19, heldur líka vegna minnkandi áhuga og mikillar baráttu dýraverndarsamtaka fyrir því að banna atið. Það hefur verið bannað á Kanaríeyjum síðan 1991. Katalónía reyndi að fylgja fordæmi eyjaskeggja árið 2010, en stjórnlagadómstóll Spánar sneri því banni við. Spánn Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Öll ungmenni frá menningarfríkort Spænsk stjórnvöld gefa ungmennum menningarkort þegar þau verða 18 ára. Þetta er að mörgu leyti sambærilegt við íslenska frístundakortið, með þessu korti geta þau notið menningar fyrir 400 evrur, andvirði um 60.000 króna. Tilgangurinn er að hjálpa menningartengdri starfsemi að rétta úr kútnum eftir hremmingar Covid-19, og um leið, auðvitað, að opna augu ungs fólk fyrir þeirri menningu sem stendur því til boða. Nautaat ekki í boði Að sjálfsögðu var opnuð vefsíða þegar kortið var kynnt til sögunnar, í fyrra, með öllum þeim aragrúa menningartilboða sem Spánn býður uppá. Nema nautaati. Það var hvergi að finna. Nautaatssjóðurinn, sem eru frjáls félagasamtök, sem berjast fyrir tilvist og viðgangi nautaats í heimi sem í auknum mæli hafnar þessari athöfn sem skemmtun eða menningu, tók þetta óstinnt upp og dró stjórnvöld fyrir dómstóla. Nautaat væri viðurkennt sem rótgróinn menningararfur í spænsku samfélagi og menningarmálaráðuneytið og ríkisstjórn sósíalista stundaði samhliða útgáfu menningarstyrksins hugmyndafræðilega mismunun og menningarlega ritskoðun, allt byggt á andstöðu ríkjandi stjórnvalda við nautaat. Auk þess væri verið að gera þessari atvinnugrein erfiðara fyrir að reisa sig upp úr öskustó faraldursins, en hún skilar rúmum fjórum milljörðum evra í ríkiskassann á ári hverju og veitir rúmlega 50.000 manns atvinnu. Nautat er skilgreint sem menningarlegur arfur Dómur Hæstaréttar var afdráttarlaus, samkvæmt lögum frá 2013 væri nautaat „menningarlegur arfur“, og Victorino Martín, formaður félags nautaræktenda á Spáni, segir að dómurinn sé mikið fagnaðarefni, ekki bara fyrir áhugamenn um nautaat, heldur fyrir allt samfélagið. Þetta þýði einfaldlega að stjórnvöld verði að fara að lögum, burtséð frá skoðunum eða smekk einstakra ráðherra. Menningarmálaráðuneytið hefur, vitaskuld, gefið út yfirlýsingu um að dómi Hæstaréttar verði fylgt. Nautaat á í vök að verjast Nautaat á í mikilli vök að verjast á Spáni, ekki bara vegna Covid19, heldur líka vegna minnkandi áhuga og mikillar baráttu dýraverndarsamtaka fyrir því að banna atið. Það hefur verið bannað á Kanaríeyjum síðan 1991. Katalónía reyndi að fylgja fordæmi eyjaskeggja árið 2010, en stjórnlagadómstóll Spánar sneri því banni við.
Spánn Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira