„Axir hafa sést á lofti áður og verið grafnar“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 18:22 Vísir „Á meðan það er verið að tala saman þá er það gott mál,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins í samtali við fréttastofu rétt í þessu. Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað með Ástráði Haraldssyni settum sáttasemjara frá því klukkan níu í morgun. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. „Ég vil segja það eitt, og hitt er það líka, við erum loksins farin að ræða þá hluti sem voru lagðir á borð í janúar. Við hefðum gjarnan vilja ræða nánar um þá við Eflingu,“ segir Eyjólfur Árni í samtali við fréttastofu. Aðspurður um innkomu nýs ríkissáttasemjara segir Eyjólfur gott að vinna með Ástráði. Hann sé „hreinn og beinn“ í sínu starfi. Finnið þið fyrir aukinni pressu vegna verkfallsaðgerða sem eru hafnar og farnar að hafa ákveðin áhrif? „Ég vil ekki orða það þannig að það sé auka pressa. Við erum bara að horfa fram á það að allt samfélagið verður fyrir tjóni á hverjum einasta degi núna og það er bara að fara að aukast með þeim verkföllum sem hófust í dag. Og það viljum við sem samfélag stöðva sem allra fyrst, það er enginn sem græðir á þeim til lengri tíma litið.“ Eyjólfur bætir því við að verið sé að leggja af stað inn í þennan dag með von um það að geta fundið grunn til að ræða mögulegan kjarasamning í framhaldinu. Þá vill hann ekkert gefa upp um hvort viðræður muni halda áfram á morgun eða hvort hann telji þokast nær í átt að grundvelli að frekara samtali. Aðspurður um hvort mögulegt sé að grafa stríðsöxina eftir yfirlýsingar undanfarinna vikna kveðst Eyjólfur engar áhyggjur hafa. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem setið er við kjarasamningsborð. Þannig að axir hafa sést á lofti áður og verið grafnar.“ Þá sagði hann að fyrri yfirlýsingar, um að ekki yrði brotinn trúnaður við þá aðila sem búið er að semja við, myndu standa. „Sú yfirlýsing sem var sögð áður stendur enn þá. Við munum ekki gera það. Við stöndum ætíð við okkar samninga.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16 „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07 Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag. 15. febrúar 2023 15:37 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað með Ástráði Haraldssyni settum sáttasemjara frá því klukkan níu í morgun. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. „Ég vil segja það eitt, og hitt er það líka, við erum loksins farin að ræða þá hluti sem voru lagðir á borð í janúar. Við hefðum gjarnan vilja ræða nánar um þá við Eflingu,“ segir Eyjólfur Árni í samtali við fréttastofu. Aðspurður um innkomu nýs ríkissáttasemjara segir Eyjólfur gott að vinna með Ástráði. Hann sé „hreinn og beinn“ í sínu starfi. Finnið þið fyrir aukinni pressu vegna verkfallsaðgerða sem eru hafnar og farnar að hafa ákveðin áhrif? „Ég vil ekki orða það þannig að það sé auka pressa. Við erum bara að horfa fram á það að allt samfélagið verður fyrir tjóni á hverjum einasta degi núna og það er bara að fara að aukast með þeim verkföllum sem hófust í dag. Og það viljum við sem samfélag stöðva sem allra fyrst, það er enginn sem græðir á þeim til lengri tíma litið.“ Eyjólfur bætir því við að verið sé að leggja af stað inn í þennan dag með von um það að geta fundið grunn til að ræða mögulegan kjarasamning í framhaldinu. Þá vill hann ekkert gefa upp um hvort viðræður muni halda áfram á morgun eða hvort hann telji þokast nær í átt að grundvelli að frekara samtali. Aðspurður um hvort mögulegt sé að grafa stríðsöxina eftir yfirlýsingar undanfarinna vikna kveðst Eyjólfur engar áhyggjur hafa. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem setið er við kjarasamningsborð. Þannig að axir hafa sést á lofti áður og verið grafnar.“ Þá sagði hann að fyrri yfirlýsingar, um að ekki yrði brotinn trúnaður við þá aðila sem búið er að semja við, myndu standa. „Sú yfirlýsing sem var sögð áður stendur enn þá. Við munum ekki gera það. Við stöndum ætíð við okkar samninga.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16 „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07 Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag. 15. febrúar 2023 15:37 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16
„Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07
Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag. 15. febrúar 2023 15:37