Erfitt að fara heim frá hamfarasvæðinu í Tyrklandi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2023 23:31 Björn J. Gunnarsson er á meðal þeirra sem sinnti svæðisstjórn í Tyrklandi og komu heim í dag. Hluti íslenska hópsins er enn úti. Vísir/Arnar Hluti íslenska hópsins sem fór út til Tyrklands til aðstoðar vegna jarðskjálfanna kom heim í dag og fékk höfðingjalegar mótttökur. Hópstjóri segir að það hafi verið erfitt að yfirgefa landið þegar hörmungarnar standa enn yfir en það eigi eftir að koma í ljós hvernig þær hafi áhrif á íslenska hópinn. Vatni var sprautað yfir bíl Landsbjargar þegar hann renndi í hlað fyrir utan björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Íslenski hópurinn fékk þar góðar móttökur en ættingjar þeirra höfðu safnast saman og mátti sjá innileg faðmlög og börn hlaupa í fangið á foreldrum sínum eftir aðskilnaðinn. Björn J. Gunnarsson er einn þeirra sem sinnti svæðisstjórn í Tyrklandi. Hann segir aðstæður hræðilegar, eymdin sé mikil og skemmdir gríðarlegar en tala látinna er nú kominn upp í 41 þúsund. Hvernig kemur maður andlega út úr svona verkefni, þegar maður verður vitni að svona hræðilegu ástandi? „Það á nú bara eftir að koma í ljós, en við eigum mjög gott samstarf við fagaðila í þessum málum og þessi hópur, það má ekki gleyma því að stjórnendahópurinn okkar er ennþá úti. Þau koma heim í lok vikunnar og þau eru að stýra núna öllum alþjóðabjörgunarsveitum í landinu, yfir 90 sveitum, þannig að það er stórt verkefni í gangi,“ segir Björn. Landsbjörg gaf í samstarfi við utanríkisráðuneytið hluta af búnaði björgunarsveitarinnar til hjálparstarfs í Tyrklandi. Hann segir að verkefnið hefði aldrei getað átt sér stað án samstarfs við utanríkisráðuneytið, Icelandair og Landhelgisgæslunnar. Hvernig er að fara frá svona svæði þegar ástandið er svona hræðilegt? „Það er bara mjög erfitt og þó svo að ákveðið margir klukkutímar hafi verið liðnir, og lífslíkur fara minnkandi í rústunum er fólk enn að finnast lifandi, og það var bara mjög erfitt að koma heim. Það er bara svoleiðis.“ Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Björgunarsveitir Íslendingar erlendis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Vatni var sprautað yfir bíl Landsbjargar þegar hann renndi í hlað fyrir utan björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Íslenski hópurinn fékk þar góðar móttökur en ættingjar þeirra höfðu safnast saman og mátti sjá innileg faðmlög og börn hlaupa í fangið á foreldrum sínum eftir aðskilnaðinn. Björn J. Gunnarsson er einn þeirra sem sinnti svæðisstjórn í Tyrklandi. Hann segir aðstæður hræðilegar, eymdin sé mikil og skemmdir gríðarlegar en tala látinna er nú kominn upp í 41 þúsund. Hvernig kemur maður andlega út úr svona verkefni, þegar maður verður vitni að svona hræðilegu ástandi? „Það á nú bara eftir að koma í ljós, en við eigum mjög gott samstarf við fagaðila í þessum málum og þessi hópur, það má ekki gleyma því að stjórnendahópurinn okkar er ennþá úti. Þau koma heim í lok vikunnar og þau eru að stýra núna öllum alþjóðabjörgunarsveitum í landinu, yfir 90 sveitum, þannig að það er stórt verkefni í gangi,“ segir Björn. Landsbjörg gaf í samstarfi við utanríkisráðuneytið hluta af búnaði björgunarsveitarinnar til hjálparstarfs í Tyrklandi. Hann segir að verkefnið hefði aldrei getað átt sér stað án samstarfs við utanríkisráðuneytið, Icelandair og Landhelgisgæslunnar. Hvernig er að fara frá svona svæði þegar ástandið er svona hræðilegt? „Það er bara mjög erfitt og þó svo að ákveðið margir klukkutímar hafi verið liðnir, og lífslíkur fara minnkandi í rústunum er fólk enn að finnast lifandi, og það var bara mjög erfitt að koma heim. Það er bara svoleiðis.“
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Björgunarsveitir Íslendingar erlendis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira