Bauluðu á Bjarna en fengu fund með Katrínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2023 11:27 Bjarni gaf sér ekki tíma til að ræða bið mótmælendur. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, varð við beiðni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um fund í Ráðherrabústaðnum, eftir að Eflingarfélagar mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Baulað var á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar hann hélt af fundi ríkisstjórnarinnar. Sólveig Anna sagði að Bjarni hefði ekki þorað að mæta félagsmönnum Eflingar og flúið undan þeum. Eflingarfélagar hafa mótmælt fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Þar fór fram fundur ríkisstjórnarinnar. Reyndu Eflingarfélagar, sem standa nú í harðri kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins, að koma skilaboðum sínum á framfæri við ráðherra, með takmörkuðum árangri, enda keyrðu þeir flestir í burtu að loknum fundi. Þannig má sjá í meðfylgjandi myndskeiði að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, veitti mótmælendum ekki mikla athygli, er hann gekk út úr Ráðherrabústaðnum. Þetta skilti var skilið eftir á ráðherrabíl Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm Áður hafði hann sagt í viðtali við fréttastofu, aðspurður um hvort að hann hefði einhver skilaboð til mótmælendanna, að það væri gagnlegt ef þau myndu hitta viðsemjendur sína, á fundi. Baulað var á Bjarna á meðan Sólveig Anna, vopnuð hljóðnema, reyndi að ná athygli Bjarna, án mikils árangurs. Þó tókst mótmælendum að koma fyrir skilti á bíl Bjarna er hann ók í burtu. Klippa: Sólveig Anna lét Bjarna Ben heyra það með öskrum „Hann fékk lesefni með sér,“ heyrðist í einum mótmælenda. Eftir að Bjarni var farinn hélt Sólveig Anna mikla ræðu á ensku þar sem hún lýsti skoðunum sínum á Bjarna, sagði hann vera, raunar má segja að hún hafi látið fjarstaddan Bjarna heyra það. Sólveig Anna leit svo á að Bjarni hefði flúið undan Eflingarfólki sem myndu aldrei gleyma þessum degi. „Hann neitar að tala við Eflingarfólk. Það er vegna þess að hann hatar fátækt fólk. Það er vegna þess að hann er kynþáttahatari (e. racist). Þegar erlent verkafólk kemur, fer í verkfall og stendur saman þá sér hann það ekki. Þegar við komum þá er hann of hræddur til að hitta okkur. Hann er rík bleyða sem stendur aðeins með hinum ríku og hleypur burt þegar verkafólk þessa lands kemur til að hitta hann. Skammist hann sín. Við gleymum þessu aldrei,“ sagði Sólveig. Það gekk þó betur að ná athygli forsætisráðherra. Sólveig Anna hélt ásamt þremur öðrum Eflingarfélögum upp tröppur Ráðherrabústaðarins þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti þeim. Sólveig Anna og félagar fengu fund með forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Óskaði Sólveig Anna eftir því að fá að ræða stöðuna í kjaradeilunni við Katrínu, sem varð við þeirri ósk. Var Sólveig Önnu og hinum þremur boðið inn, til fundar við Katrínu, við mikinn fögnuð mótmælenda. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. 10. febrúar 2023 10:57 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Eflingarfélagar hafa mótmælt fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Þar fór fram fundur ríkisstjórnarinnar. Reyndu Eflingarfélagar, sem standa nú í harðri kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins, að koma skilaboðum sínum á framfæri við ráðherra, með takmörkuðum árangri, enda keyrðu þeir flestir í burtu að loknum fundi. Þannig má sjá í meðfylgjandi myndskeiði að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, veitti mótmælendum ekki mikla athygli, er hann gekk út úr Ráðherrabústaðnum. Þetta skilti var skilið eftir á ráðherrabíl Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm Áður hafði hann sagt í viðtali við fréttastofu, aðspurður um hvort að hann hefði einhver skilaboð til mótmælendanna, að það væri gagnlegt ef þau myndu hitta viðsemjendur sína, á fundi. Baulað var á Bjarna á meðan Sólveig Anna, vopnuð hljóðnema, reyndi að ná athygli Bjarna, án mikils árangurs. Þó tókst mótmælendum að koma fyrir skilti á bíl Bjarna er hann ók í burtu. Klippa: Sólveig Anna lét Bjarna Ben heyra það með öskrum „Hann fékk lesefni með sér,“ heyrðist í einum mótmælenda. Eftir að Bjarni var farinn hélt Sólveig Anna mikla ræðu á ensku þar sem hún lýsti skoðunum sínum á Bjarna, sagði hann vera, raunar má segja að hún hafi látið fjarstaddan Bjarna heyra það. Sólveig Anna leit svo á að Bjarni hefði flúið undan Eflingarfólki sem myndu aldrei gleyma þessum degi. „Hann neitar að tala við Eflingarfólk. Það er vegna þess að hann hatar fátækt fólk. Það er vegna þess að hann er kynþáttahatari (e. racist). Þegar erlent verkafólk kemur, fer í verkfall og stendur saman þá sér hann það ekki. Þegar við komum þá er hann of hræddur til að hitta okkur. Hann er rík bleyða sem stendur aðeins með hinum ríku og hleypur burt þegar verkafólk þessa lands kemur til að hitta hann. Skammist hann sín. Við gleymum þessu aldrei,“ sagði Sólveig. Það gekk þó betur að ná athygli forsætisráðherra. Sólveig Anna hélt ásamt þremur öðrum Eflingarfélögum upp tröppur Ráðherrabústaðarins þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti þeim. Sólveig Anna og félagar fengu fund með forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Óskaði Sólveig Anna eftir því að fá að ræða stöðuna í kjaradeilunni við Katrínu, sem varð við þeirri ósk. Var Sólveig Önnu og hinum þremur boðið inn, til fundar við Katrínu, við mikinn fögnuð mótmælenda.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. 10. febrúar 2023 10:57 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. 10. febrúar 2023 10:57