Hvaða fornöfn notar þú? Andri Már Tómasson og Kristmundur Pétursson skrifa 10. febrúar 2023 10:01 Vani er bara vani þar til við brjótum hann. Það getur verið krefjandi, til dæmis þegar fólk setur sér áramótaheit að í stað þess að sofa til 10 þá ætli þau heldur að mæta 5:30 í OLY tíma í líkamsræktarstöð fjarri heimili sínu. Flest bölvum við sjálfum okkur fyrir þetta eftir sirka 10 daga og tökum okkur sjálf og aukna svefnþörf aftur í sátt. Flest í okkar lífi byggir á einhverskonar vana. Við erum að einhverju leyti föst í honum. Það er í vana okkar flestra að vakna á morgnanna og bursta tennurnar, þylja upp verkefni dagsins og halda út í hann af jafn miklum þrótti og við eigum til. Við höfum líka vanið okkur á að þegar við kynnumst nýju fólki að þá kynnum við okkur með nafninu okkar, segjum jafnvel hvaðan af landinu við erum og myndum tengsl. Því ætti það ekki að reynast okkur erfitt að bæta aðeins í vanafestuna; Nafn, heimabær, fornöfn. Einfalt og auðvelt í framkvæmd. Sís fólk á oft erfitt með að átta sig á hvernig þau geta staðið með og stutt kynsegin fólk. Ein einföld en jafnframt mikilvæg og skilvirk leið til þess er að kynna sig með persónufornöfnum sínum. Hvort sem það er meðal fólks í raunheimum, á samfélagsmiðlum eða á innri vefjum skóla eða vinnustaða. Ástæður mikilvægis þess má kjarna í þremur atriðum. Fyrst og fremst mun aukinn sýnileiki persónufornafna leiða til þess að notkun þeirra er það sem við köllum á “góðri íslensku” normalíseruð. Það er nefnilega ekki hægt að vita hvaða fornöfn fólk kýs að nota út frá því hvernig þau líta út, eða eftir því hvernig einhver kynni að upplifa kyntjáningu annarra. Í öðru lagi mun aukinn sýnileiki persónufornafna draga úr þeirri athygli sem kynsegin fólk hlýtur fyrir að merkja sig á netinu eða kynna sig með fornöfnum sínum. Í þriðja lagi hvetur aukin merking persónufornafna fólk til að kíkja á innri vef skóla og vinnustaðar eða jafnvel spyrja fólk áður en gert er ráð fyrir persónufornöfnum þess. Hinsegin flóra stúdenta er aðeins einn kimi hinnar fjölbreyttu flóru sem stúdentar Háskóla Íslands eru. Röskva hefur ætíð barist fyrir jafnara aðgengi að námi og hluti af þeirri baráttu er að tryggja að háskólasvæðið í víðum skilningi verði öruggara rými fyrir öll. Tillaga Röskvu um herferð til hvatningar stúdenta við Háskóla Íslands til að skrá persónufornöfn sín á Canvas, innri vef skólans, var samþykkt á nóvember fundi Stúdentaráðs. Á fyrstu viku vorannar birtist gluggi með leiðbeiningum á heimasíðu allra nema. 10.500 manns sáu gluggann og 550 skráðu persónufornöfn sín meðan á þeirri herferð stóð. Stúdentaráð birti í kjölfarið myndband út frá tillögunni sem hvatti stúdenta til að gera hið sama. Árangur herferðarinnar var gríðarlegur en varlega má áætla að um 70-100% aukning hafi verið í skráningu persónufornafna. Nú eru um 10% nema við Háskóla Íslands með skráð persónufornöfn. Þetta er skref í rétta átt, en baráttunni er hvergi nærri lokið. Staðreyndin er ennþá sú að hinsegin stúdentar mæta mótlæti, bæði innan sem utan veggja skólans. En hver vegna eru Röskva og Stúdentaráð að beita sér í réttindabaráttu hinsegin fólks? Og er staðan á þessum málum hvort sem er ekki bara góð? Rauði þráðurinn í öllu starfi Röskvu er jafnrétti allra til náms. Hinsegin einstaklingar upplifa enn mikið mótlæti í samfélögum um allan heim og því þarf að breyta. Háskóli Íslands á að vera öruggt rými fyrir öll og Röskva mun halda áfram að stefna að því markmiði ásamt fleiri hagsmunafélögum innan skólans. Það verður þó að minnast á að þessi baráttumál eru ekki uppfinningar Röskvu heldur byggjum við á starfi hinsegin hagsmunafélaga og hinsegin aktívisma. Röskva mun halda áfram, eins og áður, að styðja réttindabaráttu hinsegin fólks, í samráði við þau, innan sem utan Háskóla Íslands. Ef þú vilt taka þátt í að gera Háskóla Íslands að skóla fyrir öll hvetjum við þig eindregið til að kynna þig með fornöfnum þínum og gera þau sýnileg á Uglunni og Canvas. Þetta er lítið og einfalt skref, en það skiptir máli! Höfundar eru Andri Már Tómasson sviðsráðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og Kristmundur Pétursson ritari Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Hinsegin Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Sjá meira
Vani er bara vani þar til við brjótum hann. Það getur verið krefjandi, til dæmis þegar fólk setur sér áramótaheit að í stað þess að sofa til 10 þá ætli þau heldur að mæta 5:30 í OLY tíma í líkamsræktarstöð fjarri heimili sínu. Flest bölvum við sjálfum okkur fyrir þetta eftir sirka 10 daga og tökum okkur sjálf og aukna svefnþörf aftur í sátt. Flest í okkar lífi byggir á einhverskonar vana. Við erum að einhverju leyti föst í honum. Það er í vana okkar flestra að vakna á morgnanna og bursta tennurnar, þylja upp verkefni dagsins og halda út í hann af jafn miklum þrótti og við eigum til. Við höfum líka vanið okkur á að þegar við kynnumst nýju fólki að þá kynnum við okkur með nafninu okkar, segjum jafnvel hvaðan af landinu við erum og myndum tengsl. Því ætti það ekki að reynast okkur erfitt að bæta aðeins í vanafestuna; Nafn, heimabær, fornöfn. Einfalt og auðvelt í framkvæmd. Sís fólk á oft erfitt með að átta sig á hvernig þau geta staðið með og stutt kynsegin fólk. Ein einföld en jafnframt mikilvæg og skilvirk leið til þess er að kynna sig með persónufornöfnum sínum. Hvort sem það er meðal fólks í raunheimum, á samfélagsmiðlum eða á innri vefjum skóla eða vinnustaða. Ástæður mikilvægis þess má kjarna í þremur atriðum. Fyrst og fremst mun aukinn sýnileiki persónufornafna leiða til þess að notkun þeirra er það sem við köllum á “góðri íslensku” normalíseruð. Það er nefnilega ekki hægt að vita hvaða fornöfn fólk kýs að nota út frá því hvernig þau líta út, eða eftir því hvernig einhver kynni að upplifa kyntjáningu annarra. Í öðru lagi mun aukinn sýnileiki persónufornafna draga úr þeirri athygli sem kynsegin fólk hlýtur fyrir að merkja sig á netinu eða kynna sig með fornöfnum sínum. Í þriðja lagi hvetur aukin merking persónufornafna fólk til að kíkja á innri vef skóla og vinnustaðar eða jafnvel spyrja fólk áður en gert er ráð fyrir persónufornöfnum þess. Hinsegin flóra stúdenta er aðeins einn kimi hinnar fjölbreyttu flóru sem stúdentar Háskóla Íslands eru. Röskva hefur ætíð barist fyrir jafnara aðgengi að námi og hluti af þeirri baráttu er að tryggja að háskólasvæðið í víðum skilningi verði öruggara rými fyrir öll. Tillaga Röskvu um herferð til hvatningar stúdenta við Háskóla Íslands til að skrá persónufornöfn sín á Canvas, innri vef skólans, var samþykkt á nóvember fundi Stúdentaráðs. Á fyrstu viku vorannar birtist gluggi með leiðbeiningum á heimasíðu allra nema. 10.500 manns sáu gluggann og 550 skráðu persónufornöfn sín meðan á þeirri herferð stóð. Stúdentaráð birti í kjölfarið myndband út frá tillögunni sem hvatti stúdenta til að gera hið sama. Árangur herferðarinnar var gríðarlegur en varlega má áætla að um 70-100% aukning hafi verið í skráningu persónufornafna. Nú eru um 10% nema við Háskóla Íslands með skráð persónufornöfn. Þetta er skref í rétta átt, en baráttunni er hvergi nærri lokið. Staðreyndin er ennþá sú að hinsegin stúdentar mæta mótlæti, bæði innan sem utan veggja skólans. En hver vegna eru Röskva og Stúdentaráð að beita sér í réttindabaráttu hinsegin fólks? Og er staðan á þessum málum hvort sem er ekki bara góð? Rauði þráðurinn í öllu starfi Röskvu er jafnrétti allra til náms. Hinsegin einstaklingar upplifa enn mikið mótlæti í samfélögum um allan heim og því þarf að breyta. Háskóli Íslands á að vera öruggt rými fyrir öll og Röskva mun halda áfram að stefna að því markmiði ásamt fleiri hagsmunafélögum innan skólans. Það verður þó að minnast á að þessi baráttumál eru ekki uppfinningar Röskvu heldur byggjum við á starfi hinsegin hagsmunafélaga og hinsegin aktívisma. Röskva mun halda áfram, eins og áður, að styðja réttindabaráttu hinsegin fólks, í samráði við þau, innan sem utan Háskóla Íslands. Ef þú vilt taka þátt í að gera Háskóla Íslands að skóla fyrir öll hvetjum við þig eindregið til að kynna þig með fornöfnum þínum og gera þau sýnileg á Uglunni og Canvas. Þetta er lítið og einfalt skref, en það skiptir máli! Höfundar eru Andri Már Tómasson sviðsráðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og Kristmundur Pétursson ritari Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun