Jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi snerta 1,4 milljónir barna - þú getur hjálpað Ellen Calmon skrifar 9. febrúar 2023 10:01 Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðistofnuninni er áætlað að jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi snerti um 23 milljónir manna og þar af um 1,4 milljónir barna. Fjöldi barna á hamfarasvæðunum er nú forsjáraðilalaus og orðið viðskila við fjölskyldur sínar af ýmsum ástæðum. Voru ekki með þeim þegar jarðskjálftarnir riðu yfir, eða heimilin þeirra hafa hrunið og fjölskyldan föst í rústum, eða látin. Fjöldi barna sefur nú utan húss eða í bílum í frosthörkum sem eru nú á svæðunum. Enn eru börn föst í húsarústum og hver klukkustund skiptir máli til að hægt verði að bjarga þeim á lífi út úr rústunum. Samvinna er lykilþáttur Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children eru stærstu og elstu félagasamtökin sem vinna að mannréttindum barna í heimi og Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru aðili að þeim. Samtökin hafa starfað í Tyrklandi og Sýrlandi í meira en áratug. Þau hafa mikla reynslu í neyðar- og mannúðaraðstoð á hamfarasvæðum og getu til að gefa verulega í við slíkar aðstæður. Barnaheill - Save the Children fóru strax af stað í mannúðaraðgerðir með það að augnmiði að bjarga börnum og vernda. Það er meðal annars gert með því að veita fjölskyldum skjól, hlý föt, teppi, mat og læknishjálp. Þá þarf einnig að tryggja aðgang að hreinu vatni. Samtökin eiga í ríkulegu samstarfi við stjórnvöld og önnur mannúðar- og hjálparsamtök á svæðinu en samvinna er lykilþáttur í þessum hræðilegu aðstæðum sem þarna hafa skapast. Mikilvægt að finna fjölskylduna sem fyrst Börn í þessum aðstæðum eru útsettari fyrir ofbeldi, misnotkun og mansali og því er mikilvægt að tryggja þeim skjól og svo að aðstoða við að finna forsjáraðila þeirra eða aðra ættingja. Ljóst er að fjöldi barna verður án forsjáraðila í kjölfar jarðskjálftanna. Barnaheill - Save the Children leggur áherslu á barnavernd á hamfarasvæðum og að unnið verði hratt og vel í að finna fjölskyldur og forsjáraðila barnanna. Barnvæn svæði Í framhaldinu verður lögð áhersla á tryggja barnvæn svæði sem eru svæði fyrir börn og ungmenni þar sem þau fá stuðning í örvandi og öruggu umhverfi. Barnaheill leggja einnig áherslu á að vinna sem best og sem fyrst úr áföllum barnanna með því að útvega sálfélagslegan stuðning meðfram öðrum úrræðum. Hver klukkustund er dýrmæt Þetta eru bara fyrstu aðgerðir og er gríðarlega mikilvægt að til þeirra hafi verið gripið þessa fyrstu 3 sólahringa en betur má ef duga skal og enn er hægt að finna börn í húsarústum, enn er hægt að bjarga barni. Hver klukkustund sem líður er gríðarleg dýrmæt þegar kemur að börnum í viðkvæmri stöðu á hamfarasvæðum. Hægt er að styðja við neyðaraðgerðir Barnaheilla með því að greiða í viðbragðssjóð sem gerir okkur kleift að bregðast tafarlaust við þegar börn eru í neyð vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka. Hjálpaðu okkur að nýta hverja klukkustund sem best og taktu þátt í bjarga barni í neyð með því að senda SMS-ið ,,Barnaheill” í númerið 1900. Aur/Kass @barnaheill eða styðja við neyðarsöfnunina á heimasíðunni Neyðarsöfnun Barnaheilla (styrkja.is) Takk fyrir þitt framlag til barna í neyð! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Hjálparstarf Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðistofnuninni er áætlað að jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi snerti um 23 milljónir manna og þar af um 1,4 milljónir barna. Fjöldi barna á hamfarasvæðunum er nú forsjáraðilalaus og orðið viðskila við fjölskyldur sínar af ýmsum ástæðum. Voru ekki með þeim þegar jarðskjálftarnir riðu yfir, eða heimilin þeirra hafa hrunið og fjölskyldan föst í rústum, eða látin. Fjöldi barna sefur nú utan húss eða í bílum í frosthörkum sem eru nú á svæðunum. Enn eru börn föst í húsarústum og hver klukkustund skiptir máli til að hægt verði að bjarga þeim á lífi út úr rústunum. Samvinna er lykilþáttur Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children eru stærstu og elstu félagasamtökin sem vinna að mannréttindum barna í heimi og Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru aðili að þeim. Samtökin hafa starfað í Tyrklandi og Sýrlandi í meira en áratug. Þau hafa mikla reynslu í neyðar- og mannúðaraðstoð á hamfarasvæðum og getu til að gefa verulega í við slíkar aðstæður. Barnaheill - Save the Children fóru strax af stað í mannúðaraðgerðir með það að augnmiði að bjarga börnum og vernda. Það er meðal annars gert með því að veita fjölskyldum skjól, hlý föt, teppi, mat og læknishjálp. Þá þarf einnig að tryggja aðgang að hreinu vatni. Samtökin eiga í ríkulegu samstarfi við stjórnvöld og önnur mannúðar- og hjálparsamtök á svæðinu en samvinna er lykilþáttur í þessum hræðilegu aðstæðum sem þarna hafa skapast. Mikilvægt að finna fjölskylduna sem fyrst Börn í þessum aðstæðum eru útsettari fyrir ofbeldi, misnotkun og mansali og því er mikilvægt að tryggja þeim skjól og svo að aðstoða við að finna forsjáraðila þeirra eða aðra ættingja. Ljóst er að fjöldi barna verður án forsjáraðila í kjölfar jarðskjálftanna. Barnaheill - Save the Children leggur áherslu á barnavernd á hamfarasvæðum og að unnið verði hratt og vel í að finna fjölskyldur og forsjáraðila barnanna. Barnvæn svæði Í framhaldinu verður lögð áhersla á tryggja barnvæn svæði sem eru svæði fyrir börn og ungmenni þar sem þau fá stuðning í örvandi og öruggu umhverfi. Barnaheill leggja einnig áherslu á að vinna sem best og sem fyrst úr áföllum barnanna með því að útvega sálfélagslegan stuðning meðfram öðrum úrræðum. Hver klukkustund er dýrmæt Þetta eru bara fyrstu aðgerðir og er gríðarlega mikilvægt að til þeirra hafi verið gripið þessa fyrstu 3 sólahringa en betur má ef duga skal og enn er hægt að finna börn í húsarústum, enn er hægt að bjarga barni. Hver klukkustund sem líður er gríðarleg dýrmæt þegar kemur að börnum í viðkvæmri stöðu á hamfarasvæðum. Hægt er að styðja við neyðaraðgerðir Barnaheilla með því að greiða í viðbragðssjóð sem gerir okkur kleift að bregðast tafarlaust við þegar börn eru í neyð vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka. Hjálpaðu okkur að nýta hverja klukkustund sem best og taktu þátt í bjarga barni í neyð með því að senda SMS-ið ,,Barnaheill” í númerið 1900. Aur/Kass @barnaheill eða styðja við neyðarsöfnunina á heimasíðunni Neyðarsöfnun Barnaheilla (styrkja.is) Takk fyrir þitt framlag til barna í neyð! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun