Bætt aðgengi að sjúkraþjálfun minnkar álag á heilsugæslur Gunnlaugur Már Briem skrifar 9. febrúar 2023 09:30 Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er grundvöllur heilsu og farsældar. Það má færa fyrir því sterk rök að það sé skynsöm nýting fjármuna að aðstoða þá einstaklinga sem þess þurfa sem fyrst. Þannig má koma í veg fyrir að vandamálin verði stærri og flóknari með tilheyrandi álagi og kostnaði. Ekki þarf lengur beiðni frá lækni til að fara til sjúkraþjálfara Aðgengi að þjónustu sjúkraþjálfara fyrir sjúkratryggða einstaklinga hefur tekið breytingum undanfarin ár, bæði hvað varðar kostnað og aðgengi að þjónustunni. Því er það fagnaðarerindi að núverandi heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson, hafi tekið þá skynsamlegu ákvörðun að heimila einstaklingum aftur að sækja þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara í allt að sex skipti á ári án þess að þurfa til þess beiðni frá lækni. Þetta er ákvæði sem fráfarandi ráðherra Svandís Svavarsdóttir ákvað að fella úr gildi árið 2020, sem hafði það í för með sér að allir sem þurftu þjónustu sjúkraþjálfara þurftu fyrst að bóka tíma hjá heimilislækni til að fá beiðni í sjúkraþjálfun. Þetta jók verulega á það álag sem var á lækna og heilsugæslur landsins, enda hátt í 60.000 beiðnir í sjúkraþjálfun skrifaðar út á hverju ári. Hvaða áhrif hefur þessi ákvörðun? - Fyrir heilbrigðiskerfið: Léttir á álagi á heilsugæslur bæði hvað varðar tímabókanir og útskriftir beiðna hjá læknum. Léttir á álagi á aðrar stoðir heilbrigðisþjónustu, einstaklingar sem mögulega þyrftu að leita til bráðamóttöku vegna stoðkerfiseinkenna geta fengið viðeigandi þjónustu með minni biðtíma og kostnaði. - Fyrir almenning: Styttri biðtími að sérfræðiþjónustu vegna stoðkerfiseinkenna. Minni kostnaður: þar sem greiða þarf fyrir komu á heilsugæslu og fyrir beiðni í sjúkraþjálfun. Þess má geta að kostnaður almennings við það að fá beiðni í sjúkraþjálfun ár hvert er umtalsverður, áætlaður yfir 100 miljónir kr. - Fyrir lýðheilsu: Gott aðgengi að viðeigandi þjónustu fyrir einstaklinga hefur jákvæð áhrif á lýðheilsu. Hægt er að veita úrræði sem auka færni, virkni og vellíðan. - Fyrir þjóðarbúið: Aðgengi að sjúkraþjálfun og annarri heilbrigðisþjónustu getur haft veruleg áhrif á þætti eins og nýgengi örorku. Bætt aðgengi hefur verið lykilþáttur í því að minnka nýgengi örorku vegna stoðkerfiseinkenna frá árinu 2016. Færri þurfa að fara á örorku sem er jákvætt fyrir bæði einstaklingin og samfélagið í heild sinni. - Fyrir atvinnulífið: Fækkun veikindafjarvista fyrir fyrirtæki og stofnanir. Gríðarlegur kostnaður er ár hvert vegna fjarvista á vinnumarkaði. Hægt er að hafa veruleg áhrif á þessar tölur með því að veita viðeigandi þjónustu eins skjótt og hægt er. Við eigum að leggja áherslu á að ákvarðanir um aðgengi og kostnað að heilbrigðisþjónustu séu byggðar á sterkum rökum með hagsmuni heildarinnar í huga. Við gleðjumst því yfir faglegum vinnubrögðum ráðherra í þessu máli og þeirri ákvörðun að heimila einstaklingum aftur að leita beint til sjúkraþjálfara án sérstakrar beiðni frá lækni. Þetta er skref í rétta átt að bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu þar sem horft er til þess að nýta þá sérfræðiþekkingu sem fjölbreyttar fagstéttir hafa. Markmiðið ætti að vera að taka áframhaldandi skref til að nýta mannauð heilbrigðiskerfisins á skynsamlegan hátt með auknum möguleikum á beinu aðgengi að viðeigandi þjónustu. Nýtum þann mannauð sem við höfum menntað á skynsamlegan hátt. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Heilbrigðismál Gunnlaugur Már Briem Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er grundvöllur heilsu og farsældar. Það má færa fyrir því sterk rök að það sé skynsöm nýting fjármuna að aðstoða þá einstaklinga sem þess þurfa sem fyrst. Þannig má koma í veg fyrir að vandamálin verði stærri og flóknari með tilheyrandi álagi og kostnaði. Ekki þarf lengur beiðni frá lækni til að fara til sjúkraþjálfara Aðgengi að þjónustu sjúkraþjálfara fyrir sjúkratryggða einstaklinga hefur tekið breytingum undanfarin ár, bæði hvað varðar kostnað og aðgengi að þjónustunni. Því er það fagnaðarerindi að núverandi heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson, hafi tekið þá skynsamlegu ákvörðun að heimila einstaklingum aftur að sækja þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara í allt að sex skipti á ári án þess að þurfa til þess beiðni frá lækni. Þetta er ákvæði sem fráfarandi ráðherra Svandís Svavarsdóttir ákvað að fella úr gildi árið 2020, sem hafði það í för með sér að allir sem þurftu þjónustu sjúkraþjálfara þurftu fyrst að bóka tíma hjá heimilislækni til að fá beiðni í sjúkraþjálfun. Þetta jók verulega á það álag sem var á lækna og heilsugæslur landsins, enda hátt í 60.000 beiðnir í sjúkraþjálfun skrifaðar út á hverju ári. Hvaða áhrif hefur þessi ákvörðun? - Fyrir heilbrigðiskerfið: Léttir á álagi á heilsugæslur bæði hvað varðar tímabókanir og útskriftir beiðna hjá læknum. Léttir á álagi á aðrar stoðir heilbrigðisþjónustu, einstaklingar sem mögulega þyrftu að leita til bráðamóttöku vegna stoðkerfiseinkenna geta fengið viðeigandi þjónustu með minni biðtíma og kostnaði. - Fyrir almenning: Styttri biðtími að sérfræðiþjónustu vegna stoðkerfiseinkenna. Minni kostnaður: þar sem greiða þarf fyrir komu á heilsugæslu og fyrir beiðni í sjúkraþjálfun. Þess má geta að kostnaður almennings við það að fá beiðni í sjúkraþjálfun ár hvert er umtalsverður, áætlaður yfir 100 miljónir kr. - Fyrir lýðheilsu: Gott aðgengi að viðeigandi þjónustu fyrir einstaklinga hefur jákvæð áhrif á lýðheilsu. Hægt er að veita úrræði sem auka færni, virkni og vellíðan. - Fyrir þjóðarbúið: Aðgengi að sjúkraþjálfun og annarri heilbrigðisþjónustu getur haft veruleg áhrif á þætti eins og nýgengi örorku. Bætt aðgengi hefur verið lykilþáttur í því að minnka nýgengi örorku vegna stoðkerfiseinkenna frá árinu 2016. Færri þurfa að fara á örorku sem er jákvætt fyrir bæði einstaklingin og samfélagið í heild sinni. - Fyrir atvinnulífið: Fækkun veikindafjarvista fyrir fyrirtæki og stofnanir. Gríðarlegur kostnaður er ár hvert vegna fjarvista á vinnumarkaði. Hægt er að hafa veruleg áhrif á þessar tölur með því að veita viðeigandi þjónustu eins skjótt og hægt er. Við eigum að leggja áherslu á að ákvarðanir um aðgengi og kostnað að heilbrigðisþjónustu séu byggðar á sterkum rökum með hagsmuni heildarinnar í huga. Við gleðjumst því yfir faglegum vinnubrögðum ráðherra í þessu máli og þeirri ákvörðun að heimila einstaklingum aftur að leita beint til sjúkraþjálfara án sérstakrar beiðni frá lækni. Þetta er skref í rétta átt að bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu þar sem horft er til þess að nýta þá sérfræðiþekkingu sem fjölbreyttar fagstéttir hafa. Markmiðið ætti að vera að taka áframhaldandi skref til að nýta mannauð heilbrigðiskerfisins á skynsamlegan hátt með auknum möguleikum á beinu aðgengi að viðeigandi þjónustu. Nýtum þann mannauð sem við höfum menntað á skynsamlegan hátt. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun