Samstaða borgarbúa sé ótrúleg Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. febrúar 2023 19:00 Gaziantep er ein þeirra borga í Tyrklandi þar sem þriggja mánaða neyðarástandi hefur verið lýst yfir. AP/Mustafa Karali Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. Recep Tayip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir þriggja mánaða neyðarástandi í tíu borgum landsins. Meðal þeirra er borgin Iskenderun. Höfn borgarinnar hefur staðið í ljósum logum frá því í gær en eldurinn er talinn eiga upptök sín í gámum sem færðust til. Landsbjörg ákvað í dag að senda níu manna teymi sérfræðinga til að aðstoða við björgunarstarf. Upphaflega stóð til að fljúga með TF-SIF, flugvél landhelgisgæslunnar, en vegna veðurs var ákveðið að fljúga með Boeing 737-MAX farþegaþotu Icelandair. Flogið verður frá Keflavík til Tyrklands í kvöld. Gisti í skóla í nótt Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep í suðurhluta Tyrklands, þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Hún varði nóttinni í skólabyggingu í borginni, en hún býr á sjöttu hæð í fjölbýlishúsi. Hún segir fólk bíða þess að stjórnvöld greini frá því hvort enn sé hætta á stórum skjálftum. „Þá er eftir að skoða hvenær við fáum að fara heim,“ segir Eygló í samtali við fréttastofu. Aðgengi að vatni og rafmagni á svæðinu sé ekki gott. „Hér til dæmis eru örfá tengi sem virka. Nú er verið að ná í gas. Og með salernin, þú veist, það er ekkert vatn.“ Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep. Hún segir samstöðu fólksins í borginni ótrúlega.Aðsend Fólk sé allt af vilja gert til að hjálpa hvort öðru, bæði Tyrkjum jafnt sem útlendingum. „En í mörgum öðrum löndum er ekki svona mikill velvilji þegar kemur að því að taka á móti útlendingum. Hér er búið að taka svoleiðis utan um mig. Ég er vön að bjarga mér, en það er ekki spurning, fólk er yndislegt.“ Náttúruhamfarir Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46 Landsbjörg sendir sérfræðingahóp til Tyrklands Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun. 7. febrúar 2023 10:55 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Recep Tayip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir þriggja mánaða neyðarástandi í tíu borgum landsins. Meðal þeirra er borgin Iskenderun. Höfn borgarinnar hefur staðið í ljósum logum frá því í gær en eldurinn er talinn eiga upptök sín í gámum sem færðust til. Landsbjörg ákvað í dag að senda níu manna teymi sérfræðinga til að aðstoða við björgunarstarf. Upphaflega stóð til að fljúga með TF-SIF, flugvél landhelgisgæslunnar, en vegna veðurs var ákveðið að fljúga með Boeing 737-MAX farþegaþotu Icelandair. Flogið verður frá Keflavík til Tyrklands í kvöld. Gisti í skóla í nótt Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep í suðurhluta Tyrklands, þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Hún varði nóttinni í skólabyggingu í borginni, en hún býr á sjöttu hæð í fjölbýlishúsi. Hún segir fólk bíða þess að stjórnvöld greini frá því hvort enn sé hætta á stórum skjálftum. „Þá er eftir að skoða hvenær við fáum að fara heim,“ segir Eygló í samtali við fréttastofu. Aðgengi að vatni og rafmagni á svæðinu sé ekki gott. „Hér til dæmis eru örfá tengi sem virka. Nú er verið að ná í gas. Og með salernin, þú veist, það er ekkert vatn.“ Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep. Hún segir samstöðu fólksins í borginni ótrúlega.Aðsend Fólk sé allt af vilja gert til að hjálpa hvort öðru, bæði Tyrkjum jafnt sem útlendingum. „En í mörgum öðrum löndum er ekki svona mikill velvilji þegar kemur að því að taka á móti útlendingum. Hér er búið að taka svoleiðis utan um mig. Ég er vön að bjarga mér, en það er ekki spurning, fólk er yndislegt.“
Náttúruhamfarir Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46 Landsbjörg sendir sérfræðingahóp til Tyrklands Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun. 7. febrúar 2023 10:55 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46
Landsbjörg sendir sérfræðingahóp til Tyrklands Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun. 7. febrúar 2023 10:55
Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40