„Vissi að þegar ég kæmi til Íslands vildi ég halda þessu starfi áfram“ Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2023 07:30 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á að baki 96 A-landsleiki og gæti náð hundrað leikja markinu í april. Hún er í landsliðshópnum sem spilar þrjá leiki á æfingamóti á Spáni síðar í þessum mánuði. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fötluð börn á Íslandi geta nú æft fótbolta undir handleiðslu landsliðskonunnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur og ólympíumeistarans Erin McLeod en hjónin, og nýjustu leikmenn Stjörnunnar, hafa tekið að sér þjálfun hjá Öspinni. Gunnhildur og Erin eru nýfluttar til Íslands frá Bandaríkjunum þar sem þær spiluðu saman með liði Orlando Pride, og gengu báðar til liðs við Stjörnuna en þar hóf Gunnhildur sinn meistaraflokksferil. Í færslu á Facebook greinir Gunnhildur frá því að þær Erin séu auk þess farnar að þjálfa fótbolta hjá Öspinni og hvetji sem flesta til þess að mæta, enda sé fótbolti liðsíþrótt sem sé tilvalin fyrir iðkendur á öllum aldri óháð fötlun. BS-ritgerðin um íþróttir barna með sérþarfir Gunnhildur, sem er 34 ára, segist hafa starfað með börnum með sérþarfir um langt árabil, frá því áður en hún fór í atvinnumennsku fyrir áratug síðan. „Þegar ég bjó á Íslandi byrjuðum við mamma mín með fótboltanámskeið sem hét „Fótbolti fyrir alla“, sem var þá námskeið fyrir börn með sérþarfir. Síðan þá hef ég alltaf unnið með börnum með sérþarfir. Ég skrifaði BS-ritgerðina mína um íþróttaiðkun barna með sérþarfir, þjálfaði lið í Orlando fyrir börn með einhverfu og var sendiherra fyrir „special olympics“ í Flórída,“ segir Gunnhildur í samtali við Vísi og bætir við: „Ég vissi að þegar ég kæmi til Íslands vildi ég halda þessu starfi áfram. Ég er mikil baráttukona fyrir því að allir eigi rétt á að stunda íþróttir og þá líka þá íþrótt sem hentar þeim.“ Æfingar hjá Öspinni eru fyrir alla aldurshópa, stelpur og stráka, í Sjálandsskóla í Garðabæ á miðvikudögum frá klukkan 18-19. Skráning er á ospin.is. Málefni fatlaðs fólks Fótbolti Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira
Gunnhildur og Erin eru nýfluttar til Íslands frá Bandaríkjunum þar sem þær spiluðu saman með liði Orlando Pride, og gengu báðar til liðs við Stjörnuna en þar hóf Gunnhildur sinn meistaraflokksferil. Í færslu á Facebook greinir Gunnhildur frá því að þær Erin séu auk þess farnar að þjálfa fótbolta hjá Öspinni og hvetji sem flesta til þess að mæta, enda sé fótbolti liðsíþrótt sem sé tilvalin fyrir iðkendur á öllum aldri óháð fötlun. BS-ritgerðin um íþróttir barna með sérþarfir Gunnhildur, sem er 34 ára, segist hafa starfað með börnum með sérþarfir um langt árabil, frá því áður en hún fór í atvinnumennsku fyrir áratug síðan. „Þegar ég bjó á Íslandi byrjuðum við mamma mín með fótboltanámskeið sem hét „Fótbolti fyrir alla“, sem var þá námskeið fyrir börn með sérþarfir. Síðan þá hef ég alltaf unnið með börnum með sérþarfir. Ég skrifaði BS-ritgerðina mína um íþróttaiðkun barna með sérþarfir, þjálfaði lið í Orlando fyrir börn með einhverfu og var sendiherra fyrir „special olympics“ í Flórída,“ segir Gunnhildur í samtali við Vísi og bætir við: „Ég vissi að þegar ég kæmi til Íslands vildi ég halda þessu starfi áfram. Ég er mikil baráttukona fyrir því að allir eigi rétt á að stunda íþróttir og þá líka þá íþrótt sem hentar þeim.“ Æfingar hjá Öspinni eru fyrir alla aldurshópa, stelpur og stráka, í Sjálandsskóla í Garðabæ á miðvikudögum frá klukkan 18-19. Skráning er á ospin.is.
Málefni fatlaðs fólks Fótbolti Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira