Neville segir eitthvað að hjá City og Carragher veltir fyrir sér hvort Haaland hafi valið rangt lið Smári Jökull Jónsson skrifar 5. febrúar 2023 23:31 Erling Haaland gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið gegn Tottenham. Vísir/Getty Gary Neville segir að það sé eitthvað að hjá Manchester City en liðið tapaði gegn Tottenham fyrr í dag. Jamie Carragher veltir fyrir sér hvort Erling Braut Haaland hafi valið rangt lið þegar hann gekk til liðs við Englandsmeistarana. Tottenham vann sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag og City mistókst þar með að minnka forskot Arsenal á toppi deildarinnar. City hefur gengið bölvanlega á útivelli gegn Tottenham og engin breyting varð þar á í dag. Spurs have faced Pep Guardiola's Man City five times at the Tottenham Hotspur Stadium: 1-0 2-0 2-0 1-0 1-0100% win rate with 0 goals conceded. — William Hill (@WilliamHill) February 5, 2023 Eftir leikinn í dag fóru þeir Gary Neville og Jamie Carragher yfir leikinn á Skysports og sagði Neville að það væri augljóslega eitthvað að hjá lærisveinum Pep Guardiola. „Ég man þegar Tottenham komst í 2-0 í leiknum á Etihad og ég sagði að Pep Guardiola væri að fíflast eitthvað og fikta aðeins fyrir nokkrum vikum. Mér leið eins í dag þegar ég sá uppstillinguna, enginn Kevin De Bruyne og Ruben Dias og Aymeric Laporte ennþá á bekknum,“ sagði Neville en De Bruyne er af mörgum talinn besti leikmaður deildarinnar og því kom mjög á óvart þegar hann var skilinn eftir á varamannabekknum. „Það er aldrei hægt að afskrifa Manchester City. Það er eiginlega vandræðalegt að segja stundum að Guardiola hafi gert mistök, sérstaklega þegar hann sýnir svo oft að hann hafi rétt fyrir sér líkt og fyrir nokkrum vikum.“ „En það er eitthvað að hjá Manchester City. Þetta er eitthvað skrýtið.“ „Guardiola er ekki hafinn yfir gagnrýni“ Gary Neville sagði fyrir nokkrum vikum að hann héldi að City myndi vinna meistaratitilinn. „Stuðningsmenn Arsenal hafa verið ósáttir og sagt að ég sýni þeim ekki næga virðingu. En á laugardag þegar Arsenal tapaði, og ég sagði þetta fyrir leikinn, þá var ég síður viss hvað varðar City vegna þess sem hefur gerst í vikunni.“ „Þetta með Cancelo, að hafa De Bruyne á bekknum líkt og Dias og Laporte. Gundogan líka á bekknum í dag. Þetta er allt frekar skrýtið,“ bætti Neville við en það kom mörgum á óvart þegar City lánaði bakvörðinn frábæra Cancelo til Bayern Munchen en hann hafði vermt varamannabekk City í síðustu leikjum. „Pep Guardiola er snillingur en hann er ekki hafinn yfir gagnrýni. Það er skrýtið tímabil í gangi akkúrat núna.“ Jamie Carragher er sérfræðingur hjá Sky Sports.Vísir/Getty Erling Braut Haaland átti ekki skot að marki Tottenham í dag og náði ekki einu sinni snertingu á boltann í teig Spurs. Jamie Carrager, fyrrverandi leikmaður Liverpool og sérfræðingur Skysports, veltir fyrir sér hvort Haaland hafi valið rétt lið þegar hann gekk til liðs við City. „Ég held við höfum bara séð 60% af Erling Haaland. Maður hugsar um markið sem hann skoraði gegn West Ham þar sem það var pláss á bakvið vörnina og hann fann það. Ég veit að það er ekki alltaf þannig vegna þess hvernig City spilar.“ „Hann kemur úr deild þar sem er mikið um skyndisóknir og sótt vítateiga á milli. Þar sá maður þennan ógnvænlega hraða sem hann býr yfir, við höfum ekki séð hann hér. Hann gæti hafa valið rangt lið sem nær kannski ekki því besta út úr honum.“ „Leikmennirnir eru ekki með orkuna eða kraftinn til að spila þannig“ Carragher bætir við að við höfum ekki séð allt frá Haaland og bendir á þá staðreynd að hann hafi skorað jafnmörg mörk og hinir leikmenn liðsins til samans. “En þeir hafa fengið fleiri mörk á sig og það er auðveldara að sækja hratt gegn þeim núna. Þeir eru öðruvísi, minna lið, með Haaland í liðinu. Það er ekki honum að kenna. City er ekki að fara að spila teiga á milli, það er ekki leikaðferð Pep Guardiola. Leikmennirnir hans eru ekki með orkuna eða kraftinn til að spila þannig, þeir byggja upp sóknir hægt og rólega og ýta andstæðingunum aftar á völlinn og spila þar.“ „Þegar þeir tapa boltanum þá vinna þeir hann hratt til baka og halda liðunu aftarlega á vellinum. Haaland hefur skorað 25 mörk og mörg þeirra eru eftir fyrirgjafir þar sem hann setur boltann inn. Við erum ekki að sjá allt sem hann getur vegna þess að hann fór í þetta lið.“ Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Tottenham vann sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag og City mistókst þar með að minnka forskot Arsenal á toppi deildarinnar. City hefur gengið bölvanlega á útivelli gegn Tottenham og engin breyting varð þar á í dag. Spurs have faced Pep Guardiola's Man City five times at the Tottenham Hotspur Stadium: 1-0 2-0 2-0 1-0 1-0100% win rate with 0 goals conceded. — William Hill (@WilliamHill) February 5, 2023 Eftir leikinn í dag fóru þeir Gary Neville og Jamie Carragher yfir leikinn á Skysports og sagði Neville að það væri augljóslega eitthvað að hjá lærisveinum Pep Guardiola. „Ég man þegar Tottenham komst í 2-0 í leiknum á Etihad og ég sagði að Pep Guardiola væri að fíflast eitthvað og fikta aðeins fyrir nokkrum vikum. Mér leið eins í dag þegar ég sá uppstillinguna, enginn Kevin De Bruyne og Ruben Dias og Aymeric Laporte ennþá á bekknum,“ sagði Neville en De Bruyne er af mörgum talinn besti leikmaður deildarinnar og því kom mjög á óvart þegar hann var skilinn eftir á varamannabekknum. „Það er aldrei hægt að afskrifa Manchester City. Það er eiginlega vandræðalegt að segja stundum að Guardiola hafi gert mistök, sérstaklega þegar hann sýnir svo oft að hann hafi rétt fyrir sér líkt og fyrir nokkrum vikum.“ „En það er eitthvað að hjá Manchester City. Þetta er eitthvað skrýtið.“ „Guardiola er ekki hafinn yfir gagnrýni“ Gary Neville sagði fyrir nokkrum vikum að hann héldi að City myndi vinna meistaratitilinn. „Stuðningsmenn Arsenal hafa verið ósáttir og sagt að ég sýni þeim ekki næga virðingu. En á laugardag þegar Arsenal tapaði, og ég sagði þetta fyrir leikinn, þá var ég síður viss hvað varðar City vegna þess sem hefur gerst í vikunni.“ „Þetta með Cancelo, að hafa De Bruyne á bekknum líkt og Dias og Laporte. Gundogan líka á bekknum í dag. Þetta er allt frekar skrýtið,“ bætti Neville við en það kom mörgum á óvart þegar City lánaði bakvörðinn frábæra Cancelo til Bayern Munchen en hann hafði vermt varamannabekk City í síðustu leikjum. „Pep Guardiola er snillingur en hann er ekki hafinn yfir gagnrýni. Það er skrýtið tímabil í gangi akkúrat núna.“ Jamie Carragher er sérfræðingur hjá Sky Sports.Vísir/Getty Erling Braut Haaland átti ekki skot að marki Tottenham í dag og náði ekki einu sinni snertingu á boltann í teig Spurs. Jamie Carrager, fyrrverandi leikmaður Liverpool og sérfræðingur Skysports, veltir fyrir sér hvort Haaland hafi valið rétt lið þegar hann gekk til liðs við City. „Ég held við höfum bara séð 60% af Erling Haaland. Maður hugsar um markið sem hann skoraði gegn West Ham þar sem það var pláss á bakvið vörnina og hann fann það. Ég veit að það er ekki alltaf þannig vegna þess hvernig City spilar.“ „Hann kemur úr deild þar sem er mikið um skyndisóknir og sótt vítateiga á milli. Þar sá maður þennan ógnvænlega hraða sem hann býr yfir, við höfum ekki séð hann hér. Hann gæti hafa valið rangt lið sem nær kannski ekki því besta út úr honum.“ „Leikmennirnir eru ekki með orkuna eða kraftinn til að spila þannig“ Carragher bætir við að við höfum ekki séð allt frá Haaland og bendir á þá staðreynd að hann hafi skorað jafnmörg mörk og hinir leikmenn liðsins til samans. “En þeir hafa fengið fleiri mörk á sig og það er auðveldara að sækja hratt gegn þeim núna. Þeir eru öðruvísi, minna lið, með Haaland í liðinu. Það er ekki honum að kenna. City er ekki að fara að spila teiga á milli, það er ekki leikaðferð Pep Guardiola. Leikmennirnir hans eru ekki með orkuna eða kraftinn til að spila þannig, þeir byggja upp sóknir hægt og rólega og ýta andstæðingunum aftar á völlinn og spila þar.“ „Þegar þeir tapa boltanum þá vinna þeir hann hratt til baka og halda liðunu aftarlega á vellinum. Haaland hefur skorað 25 mörk og mörg þeirra eru eftir fyrirgjafir þar sem hann setur boltann inn. Við erum ekki að sjá allt sem hann getur vegna þess að hann fór í þetta lið.“
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira