Skjóti skökku við að tefla fram „karlastétt með frekar há laun“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. febrúar 2023 22:00 Konráð Guðjónsson er efnahagsráðgjafi SA. Vísir/Ívar Fannar Tíðinda er að vænta í vikunni í kjaradeilu Eflingar en að óbreyttu hefjast verkföll á þriðjudag. Sömuleiðis hefur verkfall verið boðað meðal flutningabílstjóra, sem Samtök atvinnulífsins hafa kallað hálaunastétt. Efnahagsráðgjafi SA stendur við það og segir það skjóta skökku við að hálaunaðri karlastétt sé teflt fram í baráttunni. Héraðsdómur tók í síðustu viku fyrir kröfu ríkissáttasemjara um að fá afhent félagatal Eflingar til að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu gæti farið fram. Félagsdómi var þá falið að athuga hvort að boðuð verkföll Eflingar væru ólögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga liggur fyrir. Mögulget er að niðurstðaa liggi fyrir á morgun. Það gæti haft áhrif á framhaldið en eins og staðan er í dag hefst ótímabundið verkfall um 300 félagsmanna hjá Íslandshótelum á hádegi á þriðjudag. Þá lýkur atkvæðagreiðslu um boðuð verkföll um 500 hótelstarfsmanna til viðbótar og um 70 bílstjóra hjá olíufyrirtækjunum um kvöldið sama dag. Segja ekki hægt að véfengja gögnin Trúnaðarmaður Eflingar hjá Olíudreifingu segir fullyrðingar SA um há laun þeirra stéttari ekki standast skoðun. Á launaseðlum sem hann sendi fréttastofu kemur fram að mánaðarlaun séu ríflega 400 þúsund en vaktarálag og yfirvinna komi helst til hækkunar. Dæmi voru um að heildarlaun væru rétt rúm 600 þúsund með álagi. Efnahagsráðgjafi SA segir fullyrðingar þeirra byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum sjálfum sem ekki sé hægt að véfengja með nokkrum launaseðlum. „Hæstu launin sem að við höfum upplýsingar um eru ein og hálf milljón á mánuði, þar vissulega er mikið um yfirvinnu bak við, en þetta er eitthvað um 900 þúsund sem er algengast að fólk sé,“ segir Konráð Guðjónsson, efnahagsráðgjafi SA. Furðar sig á útspilinu Laun séu þá mismunandi eftir árstíma. Vaktir séu að mestu leiti í dagvinnu og ekki þannig að bílstjórar vinni meira. „Hjá einu fyrirtæki til dæmis þá eru þetta að meðaltali sjö yfirvinnutímar á mánuði sem er innan við fimm prósent af heildarvinnutímanum. Þannig að nei, það virðist ekki vera þannig.“ Það veki þá ákveðna furðu að Efling hafi teflt þessum hópi fram. „Þegar það er verið að tala um það að það sé verið að berjast fyrir launum láglauna kvenna þá er karlastétt teflt fram sem er með frekar há laun í þessum hópi og það sé verið að berja sérstaklega fyrir hækkunum á launum hennar. Það skýtur svolítið skökku við,“ segir Konráð. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Héraðsdómur tók í síðustu viku fyrir kröfu ríkissáttasemjara um að fá afhent félagatal Eflingar til að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu gæti farið fram. Félagsdómi var þá falið að athuga hvort að boðuð verkföll Eflingar væru ólögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga liggur fyrir. Mögulget er að niðurstðaa liggi fyrir á morgun. Það gæti haft áhrif á framhaldið en eins og staðan er í dag hefst ótímabundið verkfall um 300 félagsmanna hjá Íslandshótelum á hádegi á þriðjudag. Þá lýkur atkvæðagreiðslu um boðuð verkföll um 500 hótelstarfsmanna til viðbótar og um 70 bílstjóra hjá olíufyrirtækjunum um kvöldið sama dag. Segja ekki hægt að véfengja gögnin Trúnaðarmaður Eflingar hjá Olíudreifingu segir fullyrðingar SA um há laun þeirra stéttari ekki standast skoðun. Á launaseðlum sem hann sendi fréttastofu kemur fram að mánaðarlaun séu ríflega 400 þúsund en vaktarálag og yfirvinna komi helst til hækkunar. Dæmi voru um að heildarlaun væru rétt rúm 600 þúsund með álagi. Efnahagsráðgjafi SA segir fullyrðingar þeirra byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum sjálfum sem ekki sé hægt að véfengja með nokkrum launaseðlum. „Hæstu launin sem að við höfum upplýsingar um eru ein og hálf milljón á mánuði, þar vissulega er mikið um yfirvinnu bak við, en þetta er eitthvað um 900 þúsund sem er algengast að fólk sé,“ segir Konráð Guðjónsson, efnahagsráðgjafi SA. Furðar sig á útspilinu Laun séu þá mismunandi eftir árstíma. Vaktir séu að mestu leiti í dagvinnu og ekki þannig að bílstjórar vinni meira. „Hjá einu fyrirtæki til dæmis þá eru þetta að meðaltali sjö yfirvinnutímar á mánuði sem er innan við fimm prósent af heildarvinnutímanum. Þannig að nei, það virðist ekki vera þannig.“ Það veki þá ákveðna furðu að Efling hafi teflt þessum hópi fram. „Þegar það er verið að tala um það að það sé verið að berjast fyrir launum láglauna kvenna þá er karlastétt teflt fram sem er með frekar há laun í þessum hópi og það sé verið að berja sérstaklega fyrir hækkunum á launum hennar. Það skýtur svolítið skökku við,“ segir Konráð.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira