Titanic leikstjórinn lét endurgera atriðið: „Jack hefði getað lifað af“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. febrúar 2023 11:02 Mikið hefur verið deilt um endalok Jack Dawson í Titanic. Samsett/Getty Áhorfendur Titanic fylgdust agndofa með atriðinu í sjónum, þegar Rose lá á braki og Jack var í sjónum. En hefði Jack þurft að deyja? Eins og allir vita fór þetta ekki vel fyrir Jack, hann fraus úr kulda en Rose lifði af og var bjargað úr sjónum af björgunarbát skömmu síðar. Margir hafa velt því fyrir sér hvort Jack hefði ekki getað legið með henni á brakinu og bjargað þannig lífi sínu. Þau hefðu þá kannski lifað hamingjusöm til æviloka. Leikstjórinn James Cameron gerði sérstakan þátt með National Geographic í tilefni að því að 25 ár eru liðin frá því að Titanic myndin kom út. Myndin er þar skoðuð frá ýmsum sjónarhornum. Cameron lét meðal annars endurgera atriðið úr myndinni þegar Jack deyr. Vildi hann kanna hvort Jack hefði mögulega getað lifað af. Sýnt var brot úr þessu í þættinum Good Morning America. .@GMA FIRST LOOK: @natgeo special Titanic: 25 Years Later with James Cameron will settle the debate once and for all: could Jack have survived?@JimCameron@natgeotv pic.twitter.com/OkKCXaEkvF— Good Morning America (@GMA) February 2, 2023 Cameron telur öruggt að ef Jack hefði lagst við hlið Rose, hefðu þau bæði verið of mikið ofan í vatninu og orðið of köld. Ef þau hefðu bæði setið, hefði þetta mögulega gengið upp. Það hefði líka getað breytt miklu ef Rose hefði farið úr björgunarvestinu og látið Jack fá það, fyrir auka einangrun á líkamann. Niðurstaða Cameron var á endanum sú að Jack hefði getað lifað af, en það hefðu margir þættir þurft að spila inn í það. Bíó og sjónvarp Hollywood Grín og gaman Titanic Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Eins og allir vita fór þetta ekki vel fyrir Jack, hann fraus úr kulda en Rose lifði af og var bjargað úr sjónum af björgunarbát skömmu síðar. Margir hafa velt því fyrir sér hvort Jack hefði ekki getað legið með henni á brakinu og bjargað þannig lífi sínu. Þau hefðu þá kannski lifað hamingjusöm til æviloka. Leikstjórinn James Cameron gerði sérstakan þátt með National Geographic í tilefni að því að 25 ár eru liðin frá því að Titanic myndin kom út. Myndin er þar skoðuð frá ýmsum sjónarhornum. Cameron lét meðal annars endurgera atriðið úr myndinni þegar Jack deyr. Vildi hann kanna hvort Jack hefði mögulega getað lifað af. Sýnt var brot úr þessu í þættinum Good Morning America. .@GMA FIRST LOOK: @natgeo special Titanic: 25 Years Later with James Cameron will settle the debate once and for all: could Jack have survived?@JimCameron@natgeotv pic.twitter.com/OkKCXaEkvF— Good Morning America (@GMA) February 2, 2023 Cameron telur öruggt að ef Jack hefði lagst við hlið Rose, hefðu þau bæði verið of mikið ofan í vatninu og orðið of köld. Ef þau hefðu bæði setið, hefði þetta mögulega gengið upp. Það hefði líka getað breytt miklu ef Rose hefði farið úr björgunarvestinu og látið Jack fá það, fyrir auka einangrun á líkamann. Niðurstaða Cameron var á endanum sú að Jack hefði getað lifað af, en það hefðu margir þættir þurft að spila inn í það.
Bíó og sjónvarp Hollywood Grín og gaman Titanic Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira