Covid faraldur á Djúpavogi og þorrablóti frestað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. febrúar 2023 12:04 Íbúar í Djúpavogi glíma margir hverjir við veikindi þessa dagana en fjölmörg Covid smit hafa greinst undanfarið í bænum. Vísir/Vilhelm Þorrablóti sem til stóð að halda á Djúpavogi í kvöld hefur verið frestað vegna veikinda sem herja á bæjarbúa en fjölmargir íbúar hafa greinst með Covid-19 undanfarna daga. Skólastjóri og formaður þorrablótsnefndar eru meðal þeirra sem greinst hafa með veiruna. Þorrablótinu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað um tvær vikur. Í samtali við fréttastofu staðfesti Jóhanna Reykjalín, formaður þorrablótsnefndar að blótinu hefði verið frestað vegna veikinda, bæði hjá íbúum bæjarins og aðilum í nefndinni. Sjálf greindist hún jákvæð fyrir Covid-19 í vikunni. „Við vorum í góðu samtali við Heilbrigðisstofnun Austurlands og tókum ákvörðum út frá því samtali um að fresta þorrablótinu. Án þess þó að þau segðu beinlínis af eða á, við tókum þessa ákvörðun,“ segir Jóhanna. Jóhanna Reykjalín, formaður þorrablótsnefndar er með Covid líkt og fjölmargir aðrir á Djúpavogi. Facebook Engar sóttvarvarnarráðstafanir eða leiðbeiningar eru í gildi og segir Jóhanna að það hefði í raun verið betra ef það væri skýr rammi frá stjórnvöldum varðandi ráðstafanir þegar þessi staða kemur upp. Uppsafnað slúður síðan 2020 Jóhanna segist ekki vita til þess að neinn væri alvarlega veikur en fólk væri með þessi hefðbundnu flensueinkenni. Sjálf greindist hún jákvæð fyrir Covid-19 fyrr í vikunni og segir það gilda um fleiri í þorrablótsnefndinni og börn þeirra. „Þetta er auðvitað fámennur bær. Við ákváðum að hugsa eins og þríeykið og reyna að fletja úr kúrfuna svo að samfélagið færi ekki alveg á hliðina,“ segir Jóhanna. „Við vitum svo sem ekkert hvernig staðan verður eftir tvær vikur en við mátum það sem svo að það væri álitlegur tími til að jafna sig.“ Jóhanna segir engan ósáttan við frestunina heldur þvert á móti. „Ég held að það hafi bara allir verið glaðir yfir því að þessu væri frestað. Þetta er mikilvægur samfélagslegur viðburður og við viljum auðvitað að sem flestir komist. Þetta er fyrsta þorrablótið í þrjú ár, við erum búin að safna slúðri síðan í febrúar 2020.“ Skólastjóri á meðal smitaðra Þorbjörg Sandholt skólastjóri grunnskólans á Djúpavogi er ein af þeim sem eru með Covid-19. Aðeins mætti um helmingur nemenda í skólann í síðustu viku auk þess sem margir starfsmenn voru fjarverandi. Þorbjörg vill þó ekki gera mikið úr málinu og segir alls óljóst hvort um sé að ræða covidfaraldur eða árstíðabundna flensu. „Staðan er sú að það er flensa og það eru engar reglur í gildi svo fólk er að reyna taka ábyrgð. Það eru alltaf forföll í grunnskólanum á þessum árstíma, vissulega svolítið extra mikið núna,“ segir Þorbjörg. „Við erum að reyna að ná utan um aðstæður, það er margt í gangi, flensa, vont veður og covid. Mér finnst þetta svolítið blásið upp," sagði Þorbjörg. Þorrablótið mun fara fram 18.febrúar næstkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Austurlands Múlaþing Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Þorrablótinu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað um tvær vikur. Í samtali við fréttastofu staðfesti Jóhanna Reykjalín, formaður þorrablótsnefndar að blótinu hefði verið frestað vegna veikinda, bæði hjá íbúum bæjarins og aðilum í nefndinni. Sjálf greindist hún jákvæð fyrir Covid-19 í vikunni. „Við vorum í góðu samtali við Heilbrigðisstofnun Austurlands og tókum ákvörðum út frá því samtali um að fresta þorrablótinu. Án þess þó að þau segðu beinlínis af eða á, við tókum þessa ákvörðun,“ segir Jóhanna. Jóhanna Reykjalín, formaður þorrablótsnefndar er með Covid líkt og fjölmargir aðrir á Djúpavogi. Facebook Engar sóttvarvarnarráðstafanir eða leiðbeiningar eru í gildi og segir Jóhanna að það hefði í raun verið betra ef það væri skýr rammi frá stjórnvöldum varðandi ráðstafanir þegar þessi staða kemur upp. Uppsafnað slúður síðan 2020 Jóhanna segist ekki vita til þess að neinn væri alvarlega veikur en fólk væri með þessi hefðbundnu flensueinkenni. Sjálf greindist hún jákvæð fyrir Covid-19 fyrr í vikunni og segir það gilda um fleiri í þorrablótsnefndinni og börn þeirra. „Þetta er auðvitað fámennur bær. Við ákváðum að hugsa eins og þríeykið og reyna að fletja úr kúrfuna svo að samfélagið færi ekki alveg á hliðina,“ segir Jóhanna. „Við vitum svo sem ekkert hvernig staðan verður eftir tvær vikur en við mátum það sem svo að það væri álitlegur tími til að jafna sig.“ Jóhanna segir engan ósáttan við frestunina heldur þvert á móti. „Ég held að það hafi bara allir verið glaðir yfir því að þessu væri frestað. Þetta er mikilvægur samfélagslegur viðburður og við viljum auðvitað að sem flestir komist. Þetta er fyrsta þorrablótið í þrjú ár, við erum búin að safna slúðri síðan í febrúar 2020.“ Skólastjóri á meðal smitaðra Þorbjörg Sandholt skólastjóri grunnskólans á Djúpavogi er ein af þeim sem eru með Covid-19. Aðeins mætti um helmingur nemenda í skólann í síðustu viku auk þess sem margir starfsmenn voru fjarverandi. Þorbjörg vill þó ekki gera mikið úr málinu og segir alls óljóst hvort um sé að ræða covidfaraldur eða árstíðabundna flensu. „Staðan er sú að það er flensa og það eru engar reglur í gildi svo fólk er að reyna taka ábyrgð. Það eru alltaf forföll í grunnskólanum á þessum árstíma, vissulega svolítið extra mikið núna,“ segir Þorbjörg. „Við erum að reyna að ná utan um aðstæður, það er margt í gangi, flensa, vont veður og covid. Mér finnst þetta svolítið blásið upp," sagði Þorbjörg. Þorrablótið mun fara fram 18.febrúar næstkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Austurlands Múlaþing Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira