Subway Körfuboltakvöld: Umræða um breytt fyrirkomulag Subway-deildar kvenna Smári Jökull Jónsson skrifar 4. febrúar 2023 10:31 Halldór Karl Þórsson og Pálína Gunnlaugsdóttir voru sérfræðingar í Subway Körfuboltakvöldi og ræddu tillögu að breytingu á fyrirkomulagi deildarinnar. Vísir Þátturinn Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá á fimmtudag þar sem Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar fóru yfir tillögur sem liggja fyrir um breytt keppnisfyrirkomulag í Subway deild kvenna. Þau Pálína Gunnlaugsdóttir og Halldór Karl Þórsson voru gestir Harðar í þættinum á fimmtudag og auk þess að fara í saumana á leikjunum í síðustu umferð deildarinnar ræddu þau tillögu sem komin er fram um breytt keppnisfyrirkomulag í Subway deild kvenna. Eins og deildin er spiluð núna þá eru átta lið í deildinni þar sem fjögur efstu liðin komast í úrslitakeppni og neðsta lið deildarinnar fellur í næst efstu deild. Nú liggja fyrir tillögur um breytt fyrirkomulag með það að markmiði að fjölga liðum og fjölga jöfnum leikjum en deildin í ár hefur nánast alveg verið tvískipt og töluvert um stóra sigra. Tíu liða deild og sex liða úrslitakeppni Halldór Karl kynnti tillögurnar sem hafa verið sendar út á öll félög sem eiga lið í efstu og næst efstu deild kvenna. „Fyrsta pælingin er að fjölga í deildinni og fá fleiri lið og fleiri stelpur til að spila í efstu deild og styrkja deildina. Við sjáum sérstaklega núna að hún er algjörlega tvískipt og þessi umferð núna er ótrúlega óspennandi,“ sagði Halldór sem þjálfaði kvennalið Fjölnis í fyrra og er núverandi þjálfari karlaliðs félagsins. „Við erum nokkrir þjálfarar búnir að móta þetta sem erum mikið inni í kvennaboltanum. Pælingin er að setja tíu lið í deildina, taka tvöfalda umferð og skipta þá yfir í A og B-deild,“ sagði Halldór en í kjölfar skiptingarinnar yrði leikin tvöföld umferð í hvorri deild. Klippa: Umræða um breytt fyrirkomulag í Subway-deild kvenna „Síðan er planið að fara í sex liða úrslitakeppni með „play-in“ fyrirkomulagi eins og í NBA-deildinni,“ bætti Halldór við en þar myndu öll fimm liðin í A-deild keppa ásamt efsta liði B-deildar. Pálína tók vel í breytingarnar og sagði gott að hafa að mörgu að keppa. „Þarna ertu með svo mörg lítil markmið á leiðinni. Byrjum á því að komast í 5.sætið, verum í efri hlutanum. Það eru svo margar vörður á leiðinni.“ Pálína rifjaði einnig upp að áður hefði verið reynt fyrirkomulag þar sem deildinni væri skipt í tvennt. Hörður og Pálína voru sammála um að lykilbreyting núna væri að efsta lið B-deildar færi í úrslitakeppni. Alla umræðu þeirra Harðar, Halldórs Karls og Pálínu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Þau Pálína Gunnlaugsdóttir og Halldór Karl Þórsson voru gestir Harðar í þættinum á fimmtudag og auk þess að fara í saumana á leikjunum í síðustu umferð deildarinnar ræddu þau tillögu sem komin er fram um breytt keppnisfyrirkomulag í Subway deild kvenna. Eins og deildin er spiluð núna þá eru átta lið í deildinni þar sem fjögur efstu liðin komast í úrslitakeppni og neðsta lið deildarinnar fellur í næst efstu deild. Nú liggja fyrir tillögur um breytt fyrirkomulag með það að markmiði að fjölga liðum og fjölga jöfnum leikjum en deildin í ár hefur nánast alveg verið tvískipt og töluvert um stóra sigra. Tíu liða deild og sex liða úrslitakeppni Halldór Karl kynnti tillögurnar sem hafa verið sendar út á öll félög sem eiga lið í efstu og næst efstu deild kvenna. „Fyrsta pælingin er að fjölga í deildinni og fá fleiri lið og fleiri stelpur til að spila í efstu deild og styrkja deildina. Við sjáum sérstaklega núna að hún er algjörlega tvískipt og þessi umferð núna er ótrúlega óspennandi,“ sagði Halldór sem þjálfaði kvennalið Fjölnis í fyrra og er núverandi þjálfari karlaliðs félagsins. „Við erum nokkrir þjálfarar búnir að móta þetta sem erum mikið inni í kvennaboltanum. Pælingin er að setja tíu lið í deildina, taka tvöfalda umferð og skipta þá yfir í A og B-deild,“ sagði Halldór en í kjölfar skiptingarinnar yrði leikin tvöföld umferð í hvorri deild. Klippa: Umræða um breytt fyrirkomulag í Subway-deild kvenna „Síðan er planið að fara í sex liða úrslitakeppni með „play-in“ fyrirkomulagi eins og í NBA-deildinni,“ bætti Halldór við en þar myndu öll fimm liðin í A-deild keppa ásamt efsta liði B-deildar. Pálína tók vel í breytingarnar og sagði gott að hafa að mörgu að keppa. „Þarna ertu með svo mörg lítil markmið á leiðinni. Byrjum á því að komast í 5.sætið, verum í efri hlutanum. Það eru svo margar vörður á leiðinni.“ Pálína rifjaði einnig upp að áður hefði verið reynt fyrirkomulag þar sem deildinni væri skipt í tvennt. Hörður og Pálína voru sammála um að lykilbreyting núna væri að efsta lið B-deildar færi í úrslitakeppni. Alla umræðu þeirra Harðar, Halldórs Karls og Pálínu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn