„Þetta verður algjört hörkumót“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2023 12:01 Vitor Charrua er líklegur til afreka á pílukastmótinu á Reykjavíkurleikunum. Stöð 2 Sport Fremstu pílukastarar landsins fá samkeppni frá erlendum keppendum í kvöld og á morgun þegar keppni í pílukasti fer fram á Reykjavíkurleikunum, RIG. Riðlakeppnin fer fram í kvöld þar sem alls 78 karlar og 12 konur taka þátt. Allir keppendur komast áfram í útsláttarkeppnina á morgun en þau efstu í hverjum riðli sitja þar hjá í 1. umferð. Undanúrslit og úrslit karla, og úrslit kvenna, verða svo í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, frá Bullseye á Snorrabraut, og hefst útsendingin klukkan 19:15 annað kvöld. Pílukast hefur verið hluti af RIG síðustu ár og fer mótið sístækkandi í takti við aukinn áhuga á Íslandi. Hópur erlendra keppenda er með á mótinu í ár. Riðlana má sjá hér. „Það er bara frábært að sjá hve margir koma að utan. Ég þekki nú ekki styrkleika þeirra keppenda en þetta eru ábyggilega mjög góðir spilarar því menn eru ekki að ferðast landa á milli til að spila nema að hafa eitthvað til málanna að leggja. Þau tvö sem að sigra þetta mót fá svo boð inn á mót hjá World Dart Federation, svo það er mikið undir,“ segir Páll Sævar Guðjónsson sem mun lýsa keppninni á Stöð 2 Sport annað kvöld. Margir spennandi riðlar „Þetta verður mjög skemmtilegt mót. Það er frábær þátttaka og mikið af mönnum sem eru að koma í fyrsta sinn inn á svona stórt mót, sem er mjög spennandi. Það eru margir mjög spennandi riðlar þarna og þetta verður algjört hörkumót,“ segir Páll og það er vandasamt að spá fyrir um úrslit. „Það verða eflaust einhver óvænt úrslit en það eru svakalega öflugir menn þarna eins og Vitor Charrua, Halli Egils, Þorgeir Guðmunds og fleiri. Svo er gaman að sjá þarna Pál Árna Pétursson, sjómann úr Grindavík. Hann er greinilega í landi, frábær pílukastari. Þetta verður meiriháttar í alla staði,“ segir Páll. Úrslitin ráðast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19.15 á morgun. Í kvöld og á morgun verður hægt að horfa á beinar útsendingar á Live Darts Iceland á Facebook. Pílukast Reykjavíkurleikar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira
Riðlakeppnin fer fram í kvöld þar sem alls 78 karlar og 12 konur taka þátt. Allir keppendur komast áfram í útsláttarkeppnina á morgun en þau efstu í hverjum riðli sitja þar hjá í 1. umferð. Undanúrslit og úrslit karla, og úrslit kvenna, verða svo í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, frá Bullseye á Snorrabraut, og hefst útsendingin klukkan 19:15 annað kvöld. Pílukast hefur verið hluti af RIG síðustu ár og fer mótið sístækkandi í takti við aukinn áhuga á Íslandi. Hópur erlendra keppenda er með á mótinu í ár. Riðlana má sjá hér. „Það er bara frábært að sjá hve margir koma að utan. Ég þekki nú ekki styrkleika þeirra keppenda en þetta eru ábyggilega mjög góðir spilarar því menn eru ekki að ferðast landa á milli til að spila nema að hafa eitthvað til málanna að leggja. Þau tvö sem að sigra þetta mót fá svo boð inn á mót hjá World Dart Federation, svo það er mikið undir,“ segir Páll Sævar Guðjónsson sem mun lýsa keppninni á Stöð 2 Sport annað kvöld. Margir spennandi riðlar „Þetta verður mjög skemmtilegt mót. Það er frábær þátttaka og mikið af mönnum sem eru að koma í fyrsta sinn inn á svona stórt mót, sem er mjög spennandi. Það eru margir mjög spennandi riðlar þarna og þetta verður algjört hörkumót,“ segir Páll og það er vandasamt að spá fyrir um úrslit. „Það verða eflaust einhver óvænt úrslit en það eru svakalega öflugir menn þarna eins og Vitor Charrua, Halli Egils, Þorgeir Guðmunds og fleiri. Svo er gaman að sjá þarna Pál Árna Pétursson, sjómann úr Grindavík. Hann er greinilega í landi, frábær pílukastari. Þetta verður meiriháttar í alla staði,“ segir Páll. Úrslitin ráðast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19.15 á morgun. Í kvöld og á morgun verður hægt að horfa á beinar útsendingar á Live Darts Iceland á Facebook.
Pílukast Reykjavíkurleikar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira