Greenwood laus allra mála Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2023 14:29 Mason Greenwood er uppalinn leikmaður Manchester United og var talinn vonarstjarna hjá liðinu og enska landsliðinu. Getty/Marc Atkins Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að Greenwood þyrfti að mæta fyrir rétt í nóvember á þessu ári, en nú hefur málið verið fellt niður. The Sun hefur eftir talsmanni saksóknara að lykilvitni hafi dregið sig til baka og að ný sönnunargögn hafi komið fram. Hann sagði: „Það er okkar skylda að endurskoða mál stöðugt. Í þessu tilviki var ekki lengur raunhæft útlit fyrir sakfellingu eftir að lykilvitni hætti við og ný gögn komu fram. Þegar þannig ber undir ber okkur skylda til að hætta með mál. Við höfum útskýrt þá ákvörðun fyrir öllum hlutaðeigandi.“ Criminal proceedings against a 21-year-old man in connection with an investigation opened in January 2022 have, today (Thursday 2 February 2023), been discontinued by the CPS.Chief Superintendent Michaela Kerr, GMP s Head of Public Protection, said:... (1/7) pic.twitter.com/VOp9n527Kw— Greater Manchester Police (@gmpolice) February 2, 2023 Greenwood var ákærður grunaður um brot gegn konu á tímabilinu frá 1. nóvember 2018 til 15. október 2022. Hann var meðal annars sakaður um tilraun til nauðgunar 21. október 2021 og fyrir líkamsárás 12. desember og 31. desember 2021. Greenwood var hnepptur í varðhald eftir ákæru 15. október á síðasta ári. Honum var sleppt gegn því skilyrði að vera ekki í sambandi við nein vitni, þar á meðal konuna sem hin meintu brot beindust gegn, og að hann héldi til á sínu heimili í Bowdon. Konan, sem var kærasta Greenwoods, birti snemma árs í fyrra myndbönd og hljóðbrot á Instagram-síðu sinni með yfirskriftinni: „Til þeirra sem vilja vita hvað Mason Greenwood gerir í alvörunni við mig.“ Myndirnar sýndu marbletti á ýmsum stöðum sem og konuna með sprungna vör. Hljóðbrotið sem hún birti var sagt vera af atviki þar sem Greenwood hefði þvingað hana til samræðis. Hann var í kjölfarið tekinn út úr liði Manchester United og bannaður frá æfingum, fjarlægður úr FIFA 22 og Football Manager 2022 tölvuleikjunum, og missti samning sinn hjá Nike. Greenwood er uppalinn hjá United og þótti vonarstjarna hjá liðinu og enska landsliðinu. Hann spilaði síðast fyrir United í janúar á síðasta ári. Þegar þetta er skrifað er beðið eftir viðbrögðum frá Manchester United við tíðindunum. Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Sjá meira
Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að Greenwood þyrfti að mæta fyrir rétt í nóvember á þessu ári, en nú hefur málið verið fellt niður. The Sun hefur eftir talsmanni saksóknara að lykilvitni hafi dregið sig til baka og að ný sönnunargögn hafi komið fram. Hann sagði: „Það er okkar skylda að endurskoða mál stöðugt. Í þessu tilviki var ekki lengur raunhæft útlit fyrir sakfellingu eftir að lykilvitni hætti við og ný gögn komu fram. Þegar þannig ber undir ber okkur skylda til að hætta með mál. Við höfum útskýrt þá ákvörðun fyrir öllum hlutaðeigandi.“ Criminal proceedings against a 21-year-old man in connection with an investigation opened in January 2022 have, today (Thursday 2 February 2023), been discontinued by the CPS.Chief Superintendent Michaela Kerr, GMP s Head of Public Protection, said:... (1/7) pic.twitter.com/VOp9n527Kw— Greater Manchester Police (@gmpolice) February 2, 2023 Greenwood var ákærður grunaður um brot gegn konu á tímabilinu frá 1. nóvember 2018 til 15. október 2022. Hann var meðal annars sakaður um tilraun til nauðgunar 21. október 2021 og fyrir líkamsárás 12. desember og 31. desember 2021. Greenwood var hnepptur í varðhald eftir ákæru 15. október á síðasta ári. Honum var sleppt gegn því skilyrði að vera ekki í sambandi við nein vitni, þar á meðal konuna sem hin meintu brot beindust gegn, og að hann héldi til á sínu heimili í Bowdon. Konan, sem var kærasta Greenwoods, birti snemma árs í fyrra myndbönd og hljóðbrot á Instagram-síðu sinni með yfirskriftinni: „Til þeirra sem vilja vita hvað Mason Greenwood gerir í alvörunni við mig.“ Myndirnar sýndu marbletti á ýmsum stöðum sem og konuna með sprungna vör. Hljóðbrotið sem hún birti var sagt vera af atviki þar sem Greenwood hefði þvingað hana til samræðis. Hann var í kjölfarið tekinn út úr liði Manchester United og bannaður frá æfingum, fjarlægður úr FIFA 22 og Football Manager 2022 tölvuleikjunum, og missti samning sinn hjá Nike. Greenwood er uppalinn hjá United og þótti vonarstjarna hjá liðinu og enska landsliðinu. Hann spilaði síðast fyrir United í janúar á síðasta ári. Þegar þetta er skrifað er beðið eftir viðbrögðum frá Manchester United við tíðindunum.
Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Sjá meira