BÍ segir skilið við Alþjóðasamband blaðamanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 15:41 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands hefur tilkynnt úrsögn sína úr Alþjóðasambandi blaðamanna, IFJ. BÍ stígur þetta stóra skref á sama tíma og systurfélög þess í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Svíar hafa þá úrsögn til skoðunar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Blaðamannafélagsins. Þar er haft eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur formanni BÍ að ástæðan fyrir úrsögninni séu sú að IFJ hafi reynst ófært um að gera úrbætur í starfsemi sinni í samræmi við gagnrýni frá Norrænu blaðamannafélögunum og fleiri félögum. Sú gagnrýni hafi verið viðvarandi í meira en áratug. „Við erum ósátt við skipulag þinga og kosninga og skort á gagnsæi í ákvarðanatöku,“ segir Sigríður Dögg í yfirlýsingunni. Norrænu blaðamannafélögin hafi ítrekað kallað eftir umbótum á starfsháttum IFJ en ekkert gerst. Forysta IFJ hafi til að mynda látið það viðgangast að rússneska aðildarfélagið fylgdi eftir herskárri stefnu Rússa í Úkraínu með því að stofnað héraðsfélög rússnesku blaðamannasamtakanna á herteknum svæðum sem hafi þar með fengið sjálfkrafa aðild að IFJ. „Það sama hefur gerst í Abkasíu, þó að þetta georgíska hérað sé ekki viðurkennt sem sjálfstætt af neinum öðrum en Rússlandi, Níkaragva og Venesúela. Ennfremur valdi IFJ að halda ársþing sitt í Óman, þar sem svo sannarlega ríkir ekki fjölmiðlafrelsi.“ Fram kemur í tilkynningunni að stjórn BÍ hafi í desember gefið grænt ljós á að félagið tilkynnti úrsögn úr IFJ brygðist forysta samtakanna ekki við kröfum norrænu félaganna. Úrsögnin verður formleg samþykki félagsmenn BÍ úrsögnina á aðalfundi félagsins. „Við, formenn norrænu blaðamannafélaganna fimm, funduðum í síðustu viku með æðstu stjórnendum IFJ - forseta, framkvæmdastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra, en því miður reyndist enginn vilji til að koma til móts við umbótakröfur okkar og lítill skilningur virtist á gagnrýni okkar,“ er haft eftir Sigríði í tilkynningunni. „Við höfum knúið á um breytingar hjá IFJ í meira en áratug, svo sem um meira gagnsæi í kringum kosningar og aðrar stóar ákvarðanir innan IFJ. Það hefur ekki borið árangur og við höfum ekki trú á því að það gerist nema með grundvallarbreytingum á stjórnskipan, menningu og viðhorfum sem við sjáum ekki að þau sem nú halda um stjórnartaumana hafi áhuga eða vilja til að ráðast í.“ Fram kemur í tilkynningunni að sex mánaða uppsagnarfrestur sé á úrsögninni. Verði úrsögnin samþykkt á aðalfundi BÍ í mars muni hún taka gildi í lok júlí. Fjölmiðlar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Blaðamannafélagsins. Þar er haft eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur formanni BÍ að ástæðan fyrir úrsögninni séu sú að IFJ hafi reynst ófært um að gera úrbætur í starfsemi sinni í samræmi við gagnrýni frá Norrænu blaðamannafélögunum og fleiri félögum. Sú gagnrýni hafi verið viðvarandi í meira en áratug. „Við erum ósátt við skipulag þinga og kosninga og skort á gagnsæi í ákvarðanatöku,“ segir Sigríður Dögg í yfirlýsingunni. Norrænu blaðamannafélögin hafi ítrekað kallað eftir umbótum á starfsháttum IFJ en ekkert gerst. Forysta IFJ hafi til að mynda látið það viðgangast að rússneska aðildarfélagið fylgdi eftir herskárri stefnu Rússa í Úkraínu með því að stofnað héraðsfélög rússnesku blaðamannasamtakanna á herteknum svæðum sem hafi þar með fengið sjálfkrafa aðild að IFJ. „Það sama hefur gerst í Abkasíu, þó að þetta georgíska hérað sé ekki viðurkennt sem sjálfstætt af neinum öðrum en Rússlandi, Níkaragva og Venesúela. Ennfremur valdi IFJ að halda ársþing sitt í Óman, þar sem svo sannarlega ríkir ekki fjölmiðlafrelsi.“ Fram kemur í tilkynningunni að stjórn BÍ hafi í desember gefið grænt ljós á að félagið tilkynnti úrsögn úr IFJ brygðist forysta samtakanna ekki við kröfum norrænu félaganna. Úrsögnin verður formleg samþykki félagsmenn BÍ úrsögnina á aðalfundi félagsins. „Við, formenn norrænu blaðamannafélaganna fimm, funduðum í síðustu viku með æðstu stjórnendum IFJ - forseta, framkvæmdastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra, en því miður reyndist enginn vilji til að koma til móts við umbótakröfur okkar og lítill skilningur virtist á gagnrýni okkar,“ er haft eftir Sigríði í tilkynningunni. „Við höfum knúið á um breytingar hjá IFJ í meira en áratug, svo sem um meira gagnsæi í kringum kosningar og aðrar stóar ákvarðanir innan IFJ. Það hefur ekki borið árangur og við höfum ekki trú á því að það gerist nema með grundvallarbreytingum á stjórnskipan, menningu og viðhorfum sem við sjáum ekki að þau sem nú halda um stjórnartaumana hafi áhuga eða vilja til að ráðast í.“ Fram kemur í tilkynningunni að sex mánaða uppsagnarfrestur sé á úrsögninni. Verði úrsögnin samþykkt á aðalfundi BÍ í mars muni hún taka gildi í lok júlí.
Fjölmiðlar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira