Miðlunartillagan stenst að mati forsætisráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 31. janúar 2023 12:33 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara. Vísir/Arnar Forsætisráðherra metur það svo að miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins standist. Hún segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara, þrátt fyrir að hann hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja leggja miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi rétt eftir hádegi. Ljóst sé að deilan milli Eflingar og SA og Eflingar og sáttasemjara sé í hörðum hnút. „Það hefur legið fyrir töluvert lengi að þessi deila er í töluvert hörðum hnút. Þessi verkfallsboðun staðfestir þann hnút,“ segir Katrín en verkfallsboðun Eflingar á Íslandshótelum var samþykkt af félagsfólki í gær og boðað hefur verið til frekari verkfalla. „Það eru engar gleðifregnir því auðvitað er æskilegast að aðilar geti náð saman um einhverjar lausnir eins og hefur gengið annars staðar á vinnumarkaði. Þetta er staðan, hún er mjög þung,“ segir Katrín. Hún beri fullt traust til Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara. „Það geri ég. Það liggur fyrir að þessi miðlunartillaga hefur verið lögð fram. Ég er ekki til þess fallin að meta nákvæmlega lögmæti hennar en eins og málið horfir fyrir mér og þeim sérfræðingum sem ég hef ráðfært mig við þá stenst hún skoðun. Nú verður að koma í ljós hvað kemur út úr öllum þessum kærumálum,“ segir Katrín. Hlusta má á viðtalið við Katrínu í spilaranum að neðan. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Boða fleiri verkföll á hótelum, í vörubílaakstri og olíudreifingu Samninganefnd Eflingar hefur boðað til fleiri verkfalla, sem taka til hótelkeðjanna Berjaya Hotels, hótelsins The Reykjavík Edition, til þeirra sem starfa við vörubílaakstur og olíudreifingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks sem boðanirnar taka til verða auglýstar á vef Eflingar fyrir hádegi í dag. Aftur er um að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem mun hefjast klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. 31. janúar 2023 11:13 Aðalsteinn frændi ekki hátt skrifaður hjá Sólveigu Önnu Oft er sagt að Ísland sé lítið og þar þekkist allir. Fyrir vikið sé frændhygli mikil á landinu kalda þar sem skyldmenni hjálpist að. Það virðist þó ekki vera tilfellið þegar kjaradeila Eflingar við Samtök atvinnulífsins er annars vegar. Þar takast skyldmenni á. 31. janúar 2023 10:26 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi rétt eftir hádegi. Ljóst sé að deilan milli Eflingar og SA og Eflingar og sáttasemjara sé í hörðum hnút. „Það hefur legið fyrir töluvert lengi að þessi deila er í töluvert hörðum hnút. Þessi verkfallsboðun staðfestir þann hnút,“ segir Katrín en verkfallsboðun Eflingar á Íslandshótelum var samþykkt af félagsfólki í gær og boðað hefur verið til frekari verkfalla. „Það eru engar gleðifregnir því auðvitað er æskilegast að aðilar geti náð saman um einhverjar lausnir eins og hefur gengið annars staðar á vinnumarkaði. Þetta er staðan, hún er mjög þung,“ segir Katrín. Hún beri fullt traust til Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara. „Það geri ég. Það liggur fyrir að þessi miðlunartillaga hefur verið lögð fram. Ég er ekki til þess fallin að meta nákvæmlega lögmæti hennar en eins og málið horfir fyrir mér og þeim sérfræðingum sem ég hef ráðfært mig við þá stenst hún skoðun. Nú verður að koma í ljós hvað kemur út úr öllum þessum kærumálum,“ segir Katrín. Hlusta má á viðtalið við Katrínu í spilaranum að neðan.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Boða fleiri verkföll á hótelum, í vörubílaakstri og olíudreifingu Samninganefnd Eflingar hefur boðað til fleiri verkfalla, sem taka til hótelkeðjanna Berjaya Hotels, hótelsins The Reykjavík Edition, til þeirra sem starfa við vörubílaakstur og olíudreifingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks sem boðanirnar taka til verða auglýstar á vef Eflingar fyrir hádegi í dag. Aftur er um að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem mun hefjast klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. 31. janúar 2023 11:13 Aðalsteinn frændi ekki hátt skrifaður hjá Sólveigu Önnu Oft er sagt að Ísland sé lítið og þar þekkist allir. Fyrir vikið sé frændhygli mikil á landinu kalda þar sem skyldmenni hjálpist að. Það virðist þó ekki vera tilfellið þegar kjaradeila Eflingar við Samtök atvinnulífsins er annars vegar. Þar takast skyldmenni á. 31. janúar 2023 10:26 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Boða fleiri verkföll á hótelum, í vörubílaakstri og olíudreifingu Samninganefnd Eflingar hefur boðað til fleiri verkfalla, sem taka til hótelkeðjanna Berjaya Hotels, hótelsins The Reykjavík Edition, til þeirra sem starfa við vörubílaakstur og olíudreifingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks sem boðanirnar taka til verða auglýstar á vef Eflingar fyrir hádegi í dag. Aftur er um að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem mun hefjast klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. 31. janúar 2023 11:13
Aðalsteinn frændi ekki hátt skrifaður hjá Sólveigu Önnu Oft er sagt að Ísland sé lítið og þar þekkist allir. Fyrir vikið sé frændhygli mikil á landinu kalda þar sem skyldmenni hjálpist að. Það virðist þó ekki vera tilfellið þegar kjaradeila Eflingar við Samtök atvinnulífsins er annars vegar. Þar takast skyldmenni á. 31. janúar 2023 10:26
SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10