Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu í algjöru uppnámi Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2023 12:21 Tæpt er að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara geti hafist á morgun eins og hann hafði fyrirhugað. Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari segir engan lagalegan vafa leika á um skýra heimild hans til að leggja fram miðlunartillögu og aðgang hans að kjörskrá Eflingar. Efling ætlar ekki að afhenda Advania fyrir hönd ríkissáttasemjara félagatal sitt svo hægt verði að framkvæma atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í gær með fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu meðal allra félagsmanna stéttarfélagsins sem hefjast ætti á morgun laugardag og ljúka á þriðjudag. Til að atkvæðagreiðslan geti farið fram þarf ríkissáttasemjari að fá aðgang að félagaskrá eða kjörskrá Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins skrifaði ríkissáttasemjara bréf í gær þar sem hún neitar að afhenda Advania fyrir hönd ríkissáttasemjara rafrænt afrit af kjörskránni. Ríkissáttasemjara skorti lagaheimild fyrir afhendingu kjörskrárinnar. Sólveig Anna Jónsdóttir dregur lögmæti miðlunartillögu ríkissáttasemjara í efa og segir hann ekki hafa boðið upp á lögformlegt samráð um tillöguna.Vísir/Vilhelm „Hér er bara einfaldlega of mörgum spurningum ósvarað. Ríkissáttasemjari hefur auðvitað augljóslega misst hlutleysi sitt. Það er náttúrlega það sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Sólveig Anna. Honum beri að hafa samráð um framkvæmd atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu og það hafi hann ekki gert. Samkvæmt lögum eigi framkvæmd atkvæðagreiðslunnar að vera hjá félaginu og ríkissáttasemjari hafi enga heimild til að taka atkvæðagreiðsluna til sín og krefja Eflingu um afhendingu kjörskrár og afhenda Advania hana. Þá muni félagið heldur ekki sjá um atkvæðagreiðsluna fyrir ríkissáttasemjara. „Við erum að gera okkar eigin kjarasamning eins og margoft hefur komið fram,“ segir formaður Eflingar Þá væri kjörsókn góð í atkvæðagreiðslu félagsins um boðun verkfalls en henni ljúki ekki fyrr en á mánudagskvöld. Niðurstöðu hennar væri beðið og verkfallsundirbúningi haldið áfram. Verði verfall samþykkt verði farið í það. Ríkissáttasemjari beri ábyrgð á þeirri stöðu sem nú væri komin upp og félagið muni mögulega láta reyna á aðgerðir hans fyrir dómstólum „Já, við getum gert það. Við erum eins og ég segi að vinna þetta mál áfram, hvað við gerum, hér innanhúss,“ sagði Sólveig Jónsdóttir. Ríkissáttasemjari í kappi við tímann Það eru aðeins klukkustundir þar til ríkissáttasemjari fyrirhugar að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu hans í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefjist á morgun. Hann segir vinnulöggjöfina veita honum mjög skýra heimild til að leggja fram miðlunartillögu þegar sáttaumleitanir hafi reynst árangurslausar. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist reikna með að kjörskrá Eflingar verði komið til skila þannig að atkvæðagreiðsla um miðlunartillöguna geti farið fram.Vísir/Vilhelm „Vinnulöggjöfin er alveg skýr með það að þegar miðlunartillaga hefur verið lögð fram þá skal fara fram atkvæðagreiðsla um hana meðal allra þeirra sem starfa undir viðkomandi kjarasamningi,“ segir Aðalsteinn. Til þess að atkvæðagreiðslan geti farið fram þurfi aðgang að kjörskrá sem væri í vörslu Eflingar. „Með því að neita að afhenda hana stendur Efling í vegi fyrir að félagsfólk Eflingar geti greitt atkvæði um miðlunartillöguna. Þá hljótum við að skoða hvaða leiðir eru færar til að atkvæðagreiðslan geti farið fram.“ Það er auðvitað stuttur tími til stefnu, það stóð til að atkvæðagreiðslan hæfist á morgun ? „Já það er alveg rétt. Ég vænti þess að Efling afhendi kjörskrána eins og ber að gera lögum samkvæmt. En þetta er nokkuð einkennileg staða sem er komin upp,“ segir Aðalsteinn. Á fundi með Eflingu hafi verið gert grein fyrir því að kjörskrá yrði afhent Advania sem sæi um atkvæðagreiðsluna, rétt eins og flesta kjarasamninga sem gerðir hefðu verið í landinu og aðrar atkvæðagreiðslur á vegum verkalýðshreyfingarinnar. Ekki væri ástæða til að efast um öryggismál Advania varðandi persónuupplýsingar eins og Efling gæfi til kynna. „Atkvæðagreiðslan getur ekki hafist án þess að við höfum kjörskrána. Það er alveg ljóst. Þá er sú staða að félagsfólk í Eflingu sem starfar á kjarasamningnum getur ekki greitt atkvæði um miðlunartillögu og við hljótum þá að skoða hvaða skref er eðlilegt að taka. Er hægt að gera það með aðstoð lögreglu eða sýslumanns eða úrskurði hans eða eitthvað slíkt? „ Í fyrsta lagi vænti ég þess að Efling afhendi kjörskrána eins og ber aðgera lögum samkvæmt. Viðtökum þetta eitt skref í einu og af yfirvegun,“ segir Aðalsteinn Leifsson Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki á þeim buxunum að afhenda félagatalið Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar telja nauðsynlegt að dómstólar leysi úr lögmæti ákvörðunar ríkisáttasemjara um að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Félagið virðist ekki á þeim buxunum að afhenda embættinu félagatal sitt svo halda megi rafræna kosningu um miðlunartillögu. 27. janúar 2023 09:28 Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58 Augljóst að verið sé að hræða starfsfólkið Formaður Eflingar segir reynt að hræða starfsfólk Íslandshótela frá því að fara í verkfall sem hún hafi fulla trú á að félagsmenn samþykki. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að afturvirkar launahækkanir standi starfsfólki Eflingar til boða þar til verkfall skelli á. 25. janúar 2023 18:11 Íslandshótel fá allt tjón bætt komi til verkfalls Samtök atvinnulífsins munu bæta Íslandshótelum allt það tjón sem hlýst af mögulegu verkfalli Eflingarstarfsmanna. 25. janúar 2023 07:18 Ólíkt mat á verkfallsvilja hótelstarfsfólks Samtök atvinnulífsins útiloka ekki að láta reyna á lögmæti boðaðra verkfallsaðgerða Eflingar fyrir Félagsdómi. Deiluaðilar funduðu sameiginlega í aðeins eina mínútu í dag og segist ríkissáttasemjari aldrei hafa kynnst deilu í öðrum eins hnút. 24. janúar 2023 19:19 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í gær með fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu meðal allra félagsmanna stéttarfélagsins sem hefjast ætti á morgun laugardag og ljúka á þriðjudag. Til að atkvæðagreiðslan geti farið fram þarf ríkissáttasemjari að fá aðgang að félagaskrá eða kjörskrá Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins skrifaði ríkissáttasemjara bréf í gær þar sem hún neitar að afhenda Advania fyrir hönd ríkissáttasemjara rafrænt afrit af kjörskránni. Ríkissáttasemjara skorti lagaheimild fyrir afhendingu kjörskrárinnar. Sólveig Anna Jónsdóttir dregur lögmæti miðlunartillögu ríkissáttasemjara í efa og segir hann ekki hafa boðið upp á lögformlegt samráð um tillöguna.Vísir/Vilhelm „Hér er bara einfaldlega of mörgum spurningum ósvarað. Ríkissáttasemjari hefur auðvitað augljóslega misst hlutleysi sitt. Það er náttúrlega það sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Sólveig Anna. Honum beri að hafa samráð um framkvæmd atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu og það hafi hann ekki gert. Samkvæmt lögum eigi framkvæmd atkvæðagreiðslunnar að vera hjá félaginu og ríkissáttasemjari hafi enga heimild til að taka atkvæðagreiðsluna til sín og krefja Eflingu um afhendingu kjörskrár og afhenda Advania hana. Þá muni félagið heldur ekki sjá um atkvæðagreiðsluna fyrir ríkissáttasemjara. „Við erum að gera okkar eigin kjarasamning eins og margoft hefur komið fram,“ segir formaður Eflingar Þá væri kjörsókn góð í atkvæðagreiðslu félagsins um boðun verkfalls en henni ljúki ekki fyrr en á mánudagskvöld. Niðurstöðu hennar væri beðið og verkfallsundirbúningi haldið áfram. Verði verfall samþykkt verði farið í það. Ríkissáttasemjari beri ábyrgð á þeirri stöðu sem nú væri komin upp og félagið muni mögulega láta reyna á aðgerðir hans fyrir dómstólum „Já, við getum gert það. Við erum eins og ég segi að vinna þetta mál áfram, hvað við gerum, hér innanhúss,“ sagði Sólveig Jónsdóttir. Ríkissáttasemjari í kappi við tímann Það eru aðeins klukkustundir þar til ríkissáttasemjari fyrirhugar að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu hans í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefjist á morgun. Hann segir vinnulöggjöfina veita honum mjög skýra heimild til að leggja fram miðlunartillögu þegar sáttaumleitanir hafi reynst árangurslausar. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist reikna með að kjörskrá Eflingar verði komið til skila þannig að atkvæðagreiðsla um miðlunartillöguna geti farið fram.Vísir/Vilhelm „Vinnulöggjöfin er alveg skýr með það að þegar miðlunartillaga hefur verið lögð fram þá skal fara fram atkvæðagreiðsla um hana meðal allra þeirra sem starfa undir viðkomandi kjarasamningi,“ segir Aðalsteinn. Til þess að atkvæðagreiðslan geti farið fram þurfi aðgang að kjörskrá sem væri í vörslu Eflingar. „Með því að neita að afhenda hana stendur Efling í vegi fyrir að félagsfólk Eflingar geti greitt atkvæði um miðlunartillöguna. Þá hljótum við að skoða hvaða leiðir eru færar til að atkvæðagreiðslan geti farið fram.“ Það er auðvitað stuttur tími til stefnu, það stóð til að atkvæðagreiðslan hæfist á morgun ? „Já það er alveg rétt. Ég vænti þess að Efling afhendi kjörskrána eins og ber að gera lögum samkvæmt. En þetta er nokkuð einkennileg staða sem er komin upp,“ segir Aðalsteinn. Á fundi með Eflingu hafi verið gert grein fyrir því að kjörskrá yrði afhent Advania sem sæi um atkvæðagreiðsluna, rétt eins og flesta kjarasamninga sem gerðir hefðu verið í landinu og aðrar atkvæðagreiðslur á vegum verkalýðshreyfingarinnar. Ekki væri ástæða til að efast um öryggismál Advania varðandi persónuupplýsingar eins og Efling gæfi til kynna. „Atkvæðagreiðslan getur ekki hafist án þess að við höfum kjörskrána. Það er alveg ljóst. Þá er sú staða að félagsfólk í Eflingu sem starfar á kjarasamningnum getur ekki greitt atkvæði um miðlunartillögu og við hljótum þá að skoða hvaða skref er eðlilegt að taka. Er hægt að gera það með aðstoð lögreglu eða sýslumanns eða úrskurði hans eða eitthvað slíkt? „ Í fyrsta lagi vænti ég þess að Efling afhendi kjörskrána eins og ber aðgera lögum samkvæmt. Viðtökum þetta eitt skref í einu og af yfirvegun,“ segir Aðalsteinn Leifsson
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki á þeim buxunum að afhenda félagatalið Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar telja nauðsynlegt að dómstólar leysi úr lögmæti ákvörðunar ríkisáttasemjara um að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Félagið virðist ekki á þeim buxunum að afhenda embættinu félagatal sitt svo halda megi rafræna kosningu um miðlunartillögu. 27. janúar 2023 09:28 Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58 Augljóst að verið sé að hræða starfsfólkið Formaður Eflingar segir reynt að hræða starfsfólk Íslandshótela frá því að fara í verkfall sem hún hafi fulla trú á að félagsmenn samþykki. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að afturvirkar launahækkanir standi starfsfólki Eflingar til boða þar til verkfall skelli á. 25. janúar 2023 18:11 Íslandshótel fá allt tjón bætt komi til verkfalls Samtök atvinnulífsins munu bæta Íslandshótelum allt það tjón sem hlýst af mögulegu verkfalli Eflingarstarfsmanna. 25. janúar 2023 07:18 Ólíkt mat á verkfallsvilja hótelstarfsfólks Samtök atvinnulífsins útiloka ekki að láta reyna á lögmæti boðaðra verkfallsaðgerða Eflingar fyrir Félagsdómi. Deiluaðilar funduðu sameiginlega í aðeins eina mínútu í dag og segist ríkissáttasemjari aldrei hafa kynnst deilu í öðrum eins hnút. 24. janúar 2023 19:19 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Ekki á þeim buxunum að afhenda félagatalið Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar telja nauðsynlegt að dómstólar leysi úr lögmæti ákvörðunar ríkisáttasemjara um að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Félagið virðist ekki á þeim buxunum að afhenda embættinu félagatal sitt svo halda megi rafræna kosningu um miðlunartillögu. 27. janúar 2023 09:28
Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58
Augljóst að verið sé að hræða starfsfólkið Formaður Eflingar segir reynt að hræða starfsfólk Íslandshótela frá því að fara í verkfall sem hún hafi fulla trú á að félagsmenn samþykki. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að afturvirkar launahækkanir standi starfsfólki Eflingar til boða þar til verkfall skelli á. 25. janúar 2023 18:11
Íslandshótel fá allt tjón bætt komi til verkfalls Samtök atvinnulífsins munu bæta Íslandshótelum allt það tjón sem hlýst af mögulegu verkfalli Eflingarstarfsmanna. 25. janúar 2023 07:18
Ólíkt mat á verkfallsvilja hótelstarfsfólks Samtök atvinnulífsins útiloka ekki að láta reyna á lögmæti boðaðra verkfallsaðgerða Eflingar fyrir Félagsdómi. Deiluaðilar funduðu sameiginlega í aðeins eina mínútu í dag og segist ríkissáttasemjari aldrei hafa kynnst deilu í öðrum eins hnút. 24. janúar 2023 19:19