„Ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2023 16:02 Juventus gerði 3-3 jafntefli við Atalanta í vikunni í skugga fimmtán stiga refsingarinnar sem félagið hlaut á dögunum. Getty „Við höfum ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006, Calciopoli-skandalinn,“ segir Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska fótboltann, en hneykslismálið sem skekur ítalskan fótbolta þessa dagana var rætt í þaula í nýjasta þættinum af Punkti og basta. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan en í upphafi þáttar fóru menn í saumana á storminum sem geysar í Tórínó, eftir að ítalska knattspyrnusambandið tilkynnti að fimmtán stig hefðu verið dregin af Juventus fyrir brot á félagaskiptareglum. Juventus er sakað um að hafa falsað bókhald sitt til að láta líta út fyrir að félagið hefði hagnast meira en ella af félagaskiptum. Fleiri félög voru sökuð um það sama áður en málið var fellt niður í fyrravor, en önnur rannsókn á fjármálum Juventus varð til þess að ný sönnunargögn fundust og málið var tekið upp að nýju. „Það eru fá lönd með eins mörg áfrýjunarstig og Ítalía þannig að við vitum ekkert hvernig þetta endar,“ varaði Björn hlustendur við í Punkti og basta, en sem stendur er Juventus farið úr 3. sæti niður í 10. sæti. Félagið tilkynnti hins vegar strax að úrskurðinum yrði áfrýjað. „Það verður gefið út í lok janúar af hverju félagið fær þessa refsingu,“ sagði Árni Þórður Randversson sem ásamt Birni ræddi málið við Þorgeir Logason í þættinum sem hlusta má á hér að neðan. „Það hefur ekki komið fram hver brotin nákvæmlega eru, og hver ástæða þess er að refsingin var ekki níu stig eins og saksóknari fór fram á, heldur allt í einu orðin 15. Verður einhver frekari rannsókn á þessu? Það er talað um þessi skattsvik sem Juventus stundar með því að gefa ekki upp launatekjur leikmanna, sem voru greinilega borgaðar undir borðið. Fara leikmennirnir sem tóku við þessum svörtu greiðslum þá í bann? Menn eins og Dybala, De Ligt og fleiri,“ bætti Árni Þórður við. „Það eru margir vinklar á þessu,“ sagði Björn. „Í fyrsta lagi hófst þessi rannsókn á félagaskiptum á Ítalíu fyrir nokkrum árum, og í fyrra var ákveðið að ákæra ekki félögin. Þetta voru Juventus, Napoli og fleiri lið. Það er svo erfitt að sanna að leikmenn séu rangt verðlagðir. Það er mjög erfitt að verðleggja leikmannasamninga með einhverjum almennum markaðshætti. Það er því erfitt fyrir deildina að segja að leikmaður hefði átt að kosta meira eða minna, svo þeir gátu ekki ákært neinn,“ sagði Björn. Önnur félög sleppi nema símhleranir séu fleiri „En svo gerðist það eftir Covid, þegar lögreglan fer að rannsaka þessi skattamál hjá Juventus, og hvort leikmenn hafi raunverulega gefið eftir launin sín, að þeir finna „smoking gun“. Þeir fara að hlera síma og nota símtöl og annað til grundvallar þegar þeir dæma Juventus eitt félaga fyrir brot á þessum reglum. Væntanlega vegna þess að þeir voru bara að hlera símana hjá þeim. Þetta eru tvö mál sem að „overlappa“, og annað málið hjálpaði lögreglunni að leysa hitt. Ég held að þeir muni örugglega fækka stigunum sem að verða dregin af þeim, og draga kannski á endanum 6-9 stig af þeim, en ég efast um að þeir muni ná að dæma önnur lið því þeir eru ekki með sömu símahleranir og sönnunargögn. Eins og til dæmis gagnvart Napoli. Þessi Victor Osimhen-viðskipti voru stórfurðuleg, þar sem tveir unglingaleikmenn voru látnir fara frá Napoli til Lille, voru varla atvinnumenn í fótbolta en verðlagðir mjög hátt. Það er bara svo erfitt að sanna slíkt. Ef þeir eru ekki með símhleranir varðandi það þá held ég að önnur félög en Juventus muni sleppa,“ sagði Björn en umræðuna alla má heyra í þættinum hér að ofan. Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Sjá meira
Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan en í upphafi þáttar fóru menn í saumana á storminum sem geysar í Tórínó, eftir að ítalska knattspyrnusambandið tilkynnti að fimmtán stig hefðu verið dregin af Juventus fyrir brot á félagaskiptareglum. Juventus er sakað um að hafa falsað bókhald sitt til að láta líta út fyrir að félagið hefði hagnast meira en ella af félagaskiptum. Fleiri félög voru sökuð um það sama áður en málið var fellt niður í fyrravor, en önnur rannsókn á fjármálum Juventus varð til þess að ný sönnunargögn fundust og málið var tekið upp að nýju. „Það eru fá lönd með eins mörg áfrýjunarstig og Ítalía þannig að við vitum ekkert hvernig þetta endar,“ varaði Björn hlustendur við í Punkti og basta, en sem stendur er Juventus farið úr 3. sæti niður í 10. sæti. Félagið tilkynnti hins vegar strax að úrskurðinum yrði áfrýjað. „Það verður gefið út í lok janúar af hverju félagið fær þessa refsingu,“ sagði Árni Þórður Randversson sem ásamt Birni ræddi málið við Þorgeir Logason í þættinum sem hlusta má á hér að neðan. „Það hefur ekki komið fram hver brotin nákvæmlega eru, og hver ástæða þess er að refsingin var ekki níu stig eins og saksóknari fór fram á, heldur allt í einu orðin 15. Verður einhver frekari rannsókn á þessu? Það er talað um þessi skattsvik sem Juventus stundar með því að gefa ekki upp launatekjur leikmanna, sem voru greinilega borgaðar undir borðið. Fara leikmennirnir sem tóku við þessum svörtu greiðslum þá í bann? Menn eins og Dybala, De Ligt og fleiri,“ bætti Árni Þórður við. „Það eru margir vinklar á þessu,“ sagði Björn. „Í fyrsta lagi hófst þessi rannsókn á félagaskiptum á Ítalíu fyrir nokkrum árum, og í fyrra var ákveðið að ákæra ekki félögin. Þetta voru Juventus, Napoli og fleiri lið. Það er svo erfitt að sanna að leikmenn séu rangt verðlagðir. Það er mjög erfitt að verðleggja leikmannasamninga með einhverjum almennum markaðshætti. Það er því erfitt fyrir deildina að segja að leikmaður hefði átt að kosta meira eða minna, svo þeir gátu ekki ákært neinn,“ sagði Björn. Önnur félög sleppi nema símhleranir séu fleiri „En svo gerðist það eftir Covid, þegar lögreglan fer að rannsaka þessi skattamál hjá Juventus, og hvort leikmenn hafi raunverulega gefið eftir launin sín, að þeir finna „smoking gun“. Þeir fara að hlera síma og nota símtöl og annað til grundvallar þegar þeir dæma Juventus eitt félaga fyrir brot á þessum reglum. Væntanlega vegna þess að þeir voru bara að hlera símana hjá þeim. Þetta eru tvö mál sem að „overlappa“, og annað málið hjálpaði lögreglunni að leysa hitt. Ég held að þeir muni örugglega fækka stigunum sem að verða dregin af þeim, og draga kannski á endanum 6-9 stig af þeim, en ég efast um að þeir muni ná að dæma önnur lið því þeir eru ekki með sömu símahleranir og sönnunargögn. Eins og til dæmis gagnvart Napoli. Þessi Victor Osimhen-viðskipti voru stórfurðuleg, þar sem tveir unglingaleikmenn voru látnir fara frá Napoli til Lille, voru varla atvinnumenn í fótbolta en verðlagðir mjög hátt. Það er bara svo erfitt að sanna slíkt. Ef þeir eru ekki með símhleranir varðandi það þá held ég að önnur félög en Juventus muni sleppa,“ sagði Björn en umræðuna alla má heyra í þættinum hér að ofan.
Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Sjá meira